Vera - 01.02.1997, Side 20
Konur skapa þekkingu um
Haustið 1996 var í fyrsta sinn byrjað að kenna kvenna-
fræði sem aukagrein við Háskóla Islands. Áður höfðu ver-
ið námskeið í mismunandi fögum sem fjalla um sjónar-
horn femínismans og reiknuðust þau sem einingar innan
ákveðinna greina. Agla Sigríður Björnsdóttir náði tali af
Önnudís G. Rúdólfsdóttur, kennara í kvennafræöum og
ræddi við þrjá nemendur um námið.
í kennsluskrá Háskóla íslands fyrir háskólaár-
iö 1996-1997 er námi í kvennafræðum lýst
svo: „Námiö er þverfaglegt og er samstarfs-
verkefni félagsvísindadeildar og heimspeki-
deildar. Námið samanstendur af skyldunám-
skeiöum (lOe) og valnámskeiöum (20e).“
„Eitt af skyldunámskeiðunum er inngang-
ur aö kvennafræðum og sér Annadís G. Rúd-
ólfsdóttir félagssálfræöingur um kennsluna.
í kennsluskrá er þessu námskeiði lýst svo:
„í námskeiöinu er beitt þverfaglegu
femínísku sjónarhomi til að gefa yfirlit yfir
stööu kvenna í mismunandi samfélögum og
menningum, með áherslu á þann fjölbreyti-
leika sem er aö finna í lífi kvenna. Jafnframt
veröur fjallaö um upphaf og þróun kvenna-
baráttu og kvennafræða og þær ólíku nálg-
anir sem femínistar beita I fræðistörfum sín-
um...“ Okkur Vemkonum lék forvitni á aö
vita hvemig fyrsta námskeiöiö heföi gengiö
og fengum því Önnudís til aö segja okkur ör-
lítiö frá námskeiðinu og sjálfri sér í leiðinni.
„Ég er nýkomin frá London þar sem ég
var í doktorsnámi í félagssálfræöi viö
London School of Economics and Political
Science. Doktorsritgeröin mín fjallar um
gerö hins íslenska kvenleika. Ég fékk þriggja
ára styrk frá Rannsóknaráði íslands og kom
heim til aö gera rannsókn á sjálfsmynd ung-
lingsmæöra. Rannveig Traustadóttir, sem
hefur umsjón meö kvennafræðunum í Há-
skóla íslands, haföi svo samband viö mig og
baö mig um aö kenna þetta námskeið uppi
I Háskóla. Ég ákvaö að slá til, þar sem mér
fannst mjög skemmtilegt og spennandi aö
fá aö taka þátt í mótun kvennafræðanna í
Háskóla íslands."
Af hverju kvennafræði?
„Femínistar hafa lengi kvartaö sáran undan
því aö umfjöllun um konur í fræðikenningum
og rannsóknum kalli á konur í samanburöi
viö karla. Ýmist eru konur ósýnilegar og ekk-
ert fjallað um þær eöa aö reynsla þeirra og
saga er túlkuö meö karlinn sem viömið um
hvað sé gott og eðlilegt. Niöurstööur úr
rannsóknum endurspegla oft hefðbundnar
hugmyndir um kynjamun og þar kemur fram
ákveöin blinda á áhrif kynferöis t.d. á fram-
setningu þekkingar og val á viöfangsefni.
Karlmönnum er frekar lýst sem virkum og
rökvísum gerendum en konum sem óvirk-
um, tilfmningasömum þolendum. Gott
dæmi um þetta er þegar veriö er að lýsa
getnaði. Sæöisfmmunum er gjarnan lýst
sem herskáum, þær ryðjast áfram í átt aö
varnarlausu egginu og brjóta sér leið aö því
svo að getnaður geti átt sér staö. Þetta er yf-
irleitt ekki oröað á þá leið aö sæðisfrumurn-
ar veltist um í leggöngum konunnar í allt að
þrjá sólarhringa uns eggiö tekur sig til og
gleypir eina þeirra.
Kvennafræöin em þörf að því leyti aö þau
leitast viö aö gera konur virkari í aö skapa
þekkingu um sjálfar sig fremur en aö vera
bara viðfang fræöimanna. Þau hafa einnig
verið ötul viö aö gagnrýna og endurskoöa
karlmiöaöar forsendur ýmissa kenninga og
rannsóknarhefða. Þannig hafa þau stuölað
aö endurbótum og naflaskoöun sem aöeins
getur bætt þau fræði og vísindi sem fyrir eru.
„Þátttaka á námskeiðinu var góö en eirv
ungis einn karlmaöur skráði sig þetta haustiö.
Ég myndi vilja sjá fleiri karla í framtíðinni því aö
ég held aö kynni þeirra af þessum fræöum geri
þá aö betri og hæfari fræöimönnum."
Grundvallarstefnur femínista
„í kvennafræöunum er mikiö fjallaö um
grundvallarstefnur femínista og tekin fyrir
ákveöin málefni. Sem dæmi má nefna
heilsufar kvenna. Andlegt ástand kvenna er
skýrt meö vísan til hormóna í stað þess aö
vísa f aðstæöur þeirra í þjóöfélaginu. Móöur-
hlutverkiö - af hverju þykir mikilvægt og sjálf-
sagt aö konan setji þarfir annarra fram yfir
sínar? Hvernig er ímynd móöurinnar í samfé-
laginu? Hvenær eiga konur að eiga börn og
hvaða konur?
Þaö setti skemmtilegan svip á námskeið-
iö aö nemendahópurinn var mjög vel sam-
settur. Konumar á námskeiöinu voru á öll-
um aldri, frá tvítugu og upp í sjötugt, og
komu allsstaðar að úr þjóðfélaginu; há-
skólanemar, leikskólakennarar o.fl.
Nemendur unnu verkefni uppúr viöfangs-
efnunum, kynntu eigin verkefni og á eftir
fóru fram umræöur. Flestir höföu einhverju
að miöla úr eigin reynsluheimi, sumt vakti
upp spurningar og örvaði aðra. Þetta voru
fjörugustu umræðutímar sem ég hef sótt.
Annadís ver doktorsritgerö sína um gerð
hins íslenska kvenleika í apríl. Hún fékk
nýlega þriggja ára styrk frá Rannsóknaráði
til þess aö gera rannsókn á sjálfsmynd
unglíngsmæöra.
Mér fannst nemendahópurinn frábær og ég
læröi sjálf mikiö af þeim.“
Mikil uppsveifla
„Ég held að femínismi og kvennafræöi séu
þrátt fyrir allt í mikilli uppsveiflu í hinum
stóra heimi. Þaö sést m.a. á því aö þaö hef-
ur orðið sprenging í útgáfu bóka um femín-
isma og kynferöi. Sífellt fleiri háskólar bjóöa
upp á nám á þessu sviði og nemendur sýna
þessu mikinn áhuga. Hugmyndaflóran er
fjarskalega auðug og gróska í kvennarann-
sóknum," sagöi Annadís aö lokum.