Vera - 01.02.1997, Qupperneq 21
sóla
Femínismi er ekki hræðilegur
Ágúst Mogensen er tuttugu og tveggja
ára nemi í Háskóla íslands. Hann er á þriöja
ári og stefnir aö því að útskrifast í vor. Ágúst
fórí kvennafræðin í haust, því honum fannst
konur vera afgreiddar á skjótan og ófullnægj-
andi hátt í kennslubókum og af kennurum.
„Mér fannst kennarar sýna kvennafræö-
um lítinn áhuga. Oft var því efni, sem fjallaöi
eitthvaö um kvennafræði, sleppt eða okkur
var sagt að lesa um þetta efni heima. Þegar
kvennafræöin vor svo í boði í haust ákvað
ég að skella mér og varð ekki fyrir vonbrigð-
um því námskeiðiö uppfyllti kröfur mínar. Ég
var hálfsmeykur I fyrstu, þar sem ég var eini
karlmaðurinn, en vissi nú samt að þær kon-
ursem á námskeiðinu voru myndu ekki bíta!
Kynni mín af femínisma voru ekki mikil
áður, t.d. vissi ég ekki að það væru til svona
margar útgáfur af honum. Eftir þetta nám-
skeið hefur hugsunarháttur minn breyst og
ég held að ómeðvitað líti ég með öðrum aug-
um á konur. Ég er farinn að verja konur í
miklum mæli og það fer í taugarnar á mér
þegar notast er við líffræðilegar kenningar.
Þá á ég við þegar kynfærin og vöðvamass-
inn eru notuð til að skýra allan mun. Ég er
meiri félagsmótunarsinni og set hugsun og
hæfileika fólks ofar kyni.
Þegar farið var í móðurhlutverkið fannst
mér ég ekki hafa mikið til málanna að leggja
í umræðunni þar sem ég er hvorki kona né
á barn. Mér fannst hinsvegar gaman að
hlusta og lærði mjög mikið. Ég tel að karl-
menn hefðu bæði gaman og gott af þvl að
kynnast hugsunarhætti kvenna.
Karlkyns vinir mínir vissu ekkert hvað ég
var að hugsa þegar ég fór í kvennafræðin.
Þeir ganga út frá róttækum femínisma og
hugsuðu ekkert út í það að baráttan snérist
um jafnrétti. Vinkonum mínum fannst þetta
hinsvegar ekkert tiltökumál. Ég hef fengið
fullt af spurningum frá vinum mínum T sam-
bandi við kvennafræðin og hef því fengið
tækifæri til að útskýra þau. Einnig að það að
vera femínisti er ekkert svo hræðilegt."
Gunnhildur Heiöa Axelsdóttir leik-
skólakennari var fyrir nokkru búin að taka
femínískar bókmenntarannsóknir hjá Helgu
Kress, auk þess sem hún hafði farið í bók-
menntaáfanga þar sem farið var í nokkra
þætti kvennasögu. Henni fannst þetta
spennandi og beinlínis reka sig út í kvenna-
fræðin.
„í kvennafræðunum fórum við aðallega í
kenningar og yfir mikið efni. Það var því mik-
ið að meðtaka og allt mjög athyglisvert. Mér
finnst spennandi að konan skuli eiga sér
llka sögu t.d. I íslenskum bókmenntum. En
það ríkir þögn gagnvart þessum konum - þær
eru þarna, það þarf bara að draga þærfram.
Það hefur heilmikið áunnist I málefnum
kvenna á undanförnum árum en það er enn
karlaslagsíða I þjóðfélaginu. Fólk er meðvit-
aðra um konuna og stöðu hennar og mér
finnst konur standa meira með sjálfum sér.
Námskeiðið á erindi til allra. Þetta er svipað
og með kvennapólitíkina I upphafi. Við þurf-
um að skoða sjálfar okkur og kafa djúpt I
þeirri skoðun. í femlnískum rannsóknum
beinist athyglin að kynbundnum mismun -
það hvernig karlar skrifa og svo hvernig kon-
ur draga fram önnur sjónarhorn. Það skiptir
mig máli að vita að konur skópu söguna en
ekki bara karlar. Ég hef þá trú að kvenna-
fræðin geti bætt líf kvenna og kennt þeim að
endurskoða stöðu sína I llfinu."
Díana Heiðarsdóttir er tuttugu og fjög-
urra ára háskólanemi og er I námsnefnd
kvennafræðanna. Hún hafði áhuga á að
fræðast um fagið, kanna stöðu kvenna I
þjóðfélaginu og afhverju staða þeirra væri
eins og raun ber vitni. Einnig vildi hún vita
hvernig hægt væri að bæta stööu kvenna.
„Ég átti von á að námskeiðið yrði svona
en margt kom reyndar á óvart og ég fékk
meira út úr því en ég bjóst við. Ég er líka
meira meðvituð um stöðu kvenna almennt.
Þegarfarið varí móðurhlutverkið komu fram
mjög merkilegir hlutir því allir hafa átt mæð-
ur og ömmur þó að þeir eigi ekki börn. Eitt
af því sem var skoðað var hvernig læknavís-
indin hafa kennt og stjómað konum til þess
að veröa mæður. Námskeiðið allt var mjög
áhugavert og spennandi. Það höfðar til
margra, sérstaklega kvenna, en karlar eiga
þó fullt erindi á það. Það er mjög gott að
vera I svona blönduðum hóp, eins og þarna
var, konur á öllum aldri og einn karlmaður.
Flestum vinum mlnum fannst jákvætt að ég
skyldi fara I kvennafræöin en öðrum fannst
þetta asnalegt. Voru þá að velta því fyrir sér
hvað yrði úr mér að námi loknu. Það virðist
gæta misskilnings 1 þjóðfélaginu varðandi
kvennafræðin. Því miður!"