Vera


Vera - 01.02.1997, Side 22

Vera - 01.02.1997, Side 22
 p w s t l^ sendabréf í hringborösumræðum um kjaramál í 6. tbl Veru 1996 kom fram sú skoðun að jafnréttisbarátta og kvennabarátta kæmi ófaglærðum konum ekkert við. Hún væri bara umræða fyrir menntaðar konur. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans, var beðin um álit á þessari fullyrðingu. Mikil umræða hefur verið á s.l. ári um jafnréttisbaráttuna. Og það er vissulega bæöi gott og slæmt. Gott vegna þess að orð eru til alls fyrst, en slæmt vegna þess að umræðan sýn- ir okkur nakinn sannleikann. Við erum komin harla stutt Tjafnréttisbaráttunni. En hvar erum við stödd og hvert stefnum við? Hverjir eru það sem tala um jafnrétti og hvað vilja þeir eða þær? Og er jafnréttisumræðan orðin stéttskipt? Það er vissulega reiðarslag að fá það staðfest að þeim mun meira sem konur mennta sig, þeim mun meiri verður launamunurinn milli þeirra og karlanna. Munurinn er minnstur hjá ófaglærða fólkinu. Þetta sannaði hin margumrædda skýrsla Jafnréttisráðs sem út kom í febrúar 1995. Ég vil þó ekki trúa því að það sé orsök fyrir því að engin jafnréttisumræða eigi sér stað hjá þeim stéttum. Verkakonurvinna við hlið karla á sömu launum á vinnustaðn- um, en er jafnræði í verki þegar heim er komiö? Eru það ekkí oftar þær sem sinna heimilis- verkum eftir að útivinnu lýkur? Hafa þær náð fullu jafnrétti á heimilinu? Ef til vill sumar, en ekki allar. Hvað með lífeyrisréttindi þeirra sem hafa misst úr vinnu vegna barneigna? Er þar ekki ójafnræði milli hjóna? Þau eiga þó barnið saman og bera sameiginlega ábyrgð á upp- eldi þess. Er þar ekki réttur brotinn á konum? Við höfum vissulega tekið mörg skref í jafnréttisátt. Konur eru sýnilegri í allri umræðu um hin ýmsu þjóðfélagsmál. Nokkrar konur hafa skipað æðstu stjórnunarstöð- ur, svo sem forsetaembætti og borgarstjórastöðu. Forstjórar ýmissa fyrir- tækja eru konur og konum fjölgar í opinberum stjórnunarstöðum. En lágu Er jafnréttísbaráttan að breytast í menntaelítu? eftir Jónu Valgerði Krístjánsdóttur launin loða enn við þær stéttir sem konur eru fjölmennar í. Er það vegna þess að svo margar konur vinna þau störf að launin eru lág? Skýringin er ekki svo einföld. Það er hægt að spyrja margra spurninga og svörin eru líka mörg. Þau fara eftir því hvaða reynslu hver og einn hefur í lífi og starfi. Sá sem vinnur við kennslu telur að launin hafi versnað eftir að konum fjölgaði í stéttinni. Læknar eru á varðbergi vegna sömu þróunar. En er ekki skýringanna að leita lengra? Hafa ekki konur alltaf vanmetið sjálf- ar sín eigin störf? Sá sem ekki virðir sjálfan sig getur ekki búist við því af öðrum. Umönnunarstörfin áttu að vera konunnarán launa. Sjálfsagt mál að dætursinntu öldruðum foreldrum, að konursinntu veikum börnum sínum fremur en feður, aö kvenfélög fremur en karlafélög létu líknarmál til sín taka í sjálfboðavinnu. Þar af leiðandi tók þjóðfélagið það óstinnt upp að umönnunarstörf- in skyldu metin til verðugra launa, eða jafnhárra og að sýsla um peninga. Ef jafnréttisbaráttan er orðin sérmál menntaðra kvenna, og aðeins talin þörf á leiðréttingu þar, er það þá ekki líka mál kvennanna ófaglæröu sem í dag keppast við að hvetja dætur sínar til mennta til þess að gera þær efnahagslega sjálfstæðar? Og jafnframt þurfa þær hinar sömu að verja eigin hagsmuni eins og lífeyrisréttindi og fæðingarorlof. Hvernig væri að vinna að því að stofnaður verði sameiginlegur fæðingarorlofssjóður? í hann greiddu atvinnurekendur ákveðna prósentu af öllum launum allra launþega. Fæðing- arorlof væri síðan greitt úr þessum sjóði bæði til karla og kvenna. Þá þyrftu atvinnurekend- ur ekki lengur að spyrja konur hvort þær ætluðu að eignast barn á næstunni og ákveða síð- an hvort þær væru æskilegur vinnukraftur, þæði konur og karlar tækju fæðingarorlof. Til aö koma í veg fyrir misrétti í garð heimavinnandi fólks, atvinnulausra og námsmanna, greiddi Tryggingastofnun ríkisins einnig í þennan fæðingarorlofssjóð vegna þeirra sem ekki eru starfandi á vinnumarkaði. Jafnréttisbaráttan á hvorki að vera kynskipt eða stéttaskipt. Hennar er þörf alls staðar. Reykjavlk 2. janúar 1997 Hér með segi ég upp áskrift minni að blaðinu. Ástæðan erforsíðajólablaðsins. Auk þess að vera ósmekkleg ögrun við boðskap jólanna er hún og með- fylgjandi grein T hróplegri andstöðu viö kvenleg gildi. Að vera rjúpnaskytta - hvaö er svona merkilegt við það? Vopna- framleiðendum hefur tekist að gera skotveiði á villtum dýrum eftirsókn- arverða undir formerkjum útiveru og sports. Það er því ekkert skrítið þótt einhverjar konur láti glepjast. En að hampa þessu sem jákvæðri og skemmtilegri aðferð fyrir konur til þess að þær finni til jafnréttis er Veru ekki samboðið. Hefur Vera enga siðferðilega stefnu? Finnst henni gott og gilt að konur api hvað sem er eftir karl- mönnum? Kvennabaráttan hefur haldið þvT á lofti að hún gangi út frá öðrum og mýkri gildum en þeim karllægu. Hún hefur lagt áherslu á að konur og karlar séu um margt ólík og til þess að bæta heiminn þurfi hin mjúku gildi aö ná meiri áhrifum. Ég ítreka uppsögn mína að blað- inu og óska eftir að þetta bréf verði birt í næsta tölublaði. Virðingarfyllst Edda Bjarnadóttir Aflagranda 40 107 Reykjavík

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.