Vera


Vera - 01.02.1997, Side 30

Vera - 01.02.1997, Side 30
STEINUNN HflLLD D T T I R 0 R S 0 $ Hvað gerðist íjafnréttismólum órið 1996? í þessari grein ætla ég að fjalla um það sem að mínum dómi hef- ur gerst markvert í jafnréttismálum á síðasta ári. Ég ákvað að taka áskorun ritstjóra Veru um greinarskrif þessi, kannski til að storka sjálfri mér, því í rauninni hef ég ekki gefið þessum mála- flokki nægilegan gaum sjálf. Þessi skrif urðu því til þess að ég fór að velta því fyrir mér hvers vegna ungar konur gæfu þessum málum ekki meiri gaum en raun er á. Ég veit fyrir víst að margar ungar konur eru orðnar hreinlega þreyttar á viðfangsefninu, /> kannski af því að svo lítið hefur áunnist á síðustu árum. Við, sem vorum á barnsaldri þegar konur risu upp á kvennafrídaginn 1975, höfum haft jafnréttisumræðuna yfir okkur í rúmlega 20 ár og virðumst bara vera orðnar hundleiðar á henni. Eg held að margir hafi einnig tilhneigingu til að setja samasemmerki milli kvennabaráttu og stjórnmála Kvennalistans. Eins og allir vita, sem á annað borð fylgjast með þjóð- málum, þá hrundi fylgi listans í sl. alþingis- kosningum. Konur eru hættar að kjósa list- ann og hann höfðar alls ekki til karla. Listinn er í alvarlegri ímyndar- og markhópskreppu. Sama virðist eiga við um jafnréttismálin, eða hvað? Lítum nú á markveröa atburöi sl. árs. Jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar Þaö er nú einu sinni svo að flest allir þegn- ar þessa lands teldu sig vera fylgjandi jafn- rétti, væru þeir spurðir. Innan þessa hóps eru þá líka taldir stjórnendur fyrirtækja og stofnana. En þegar kemur að gjörðum, þá verður oft minna úr verki. Einmitt þess vegna er svo gleðilegt að stærsta fyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu, sjálf Reykjavíkurborg launagreiðandi um 8.000 manna, skuli hafa riðið á vaðið á síðasta ári með mótun starfs- mannastefnu, skýrt markaðrar jafnréttis- stefnu, og gert fyrirtækjum í eigu borgarinn- ar að setja sér markmið á þessu sviði og tilgreina hvernig og hvenær þau ætla að ná þessum markmiðum. Sem dæmi um þetta þá eiga stofnanir borgarinnar nú að kort- leggja launamun er skýrist af kynferði og setja sér ákveðin markmið til eins árs I senn er varða það hvernig draga megi úr þessu misræmi. Með þessu eru loksins verkin látin tala. Án þess að vera með neina kvenrembu, þá hlýt ég að velta því fyrir mér hvort nefndri jafnréttisáætlun hefði verið komið á fót með jafn skipulögðum og skotheldum hætti hjá Reykjavíkurborg, hefðu aðrir en konur verið þar í æðstu valdastöðum! Það sem er einnig mjög jákvætt er að með þessu eru ráðamenn Reykjavíkurborg- ar einnig að breyta ímynd stofnunarinnar hvað stjórnarhætti varöar, en lengi framan af hafði þessi stofnun ímynd steingerfings- ins í mlnum huga. Þá er ég að tala um þá breytingu að borgin tileinki sér vinnubrögð stefnumótunar, eins og öll alvöru fyrirtæki nota sem stjórntæki. Borgin og fæðingarorlofið Reykjavíkurborg lét einnig til skarar skríða hvað varðar annaö mikilvægt atriði á slð- asta ári, nefnilega fæðingarorlof. Til- raunaverkefni borgar- innar „karlar og fæð- ingarorlof” sem gefur karlkyns borgarstarfs- mönnum möguleika á að taka sér fæöingar- orlof áfullum launum, lofar góðu. Verkefninu var hleypt af stokkun- um I byrjun desember og sýnir hvað ein stofnun getur verið áhrifamikil, gangi hún fram með góðu for- dæmi. Átta þátttak- endur hafa nú verið valdir og taka þeir þriggja mánaða fæðingar- orlof á þessu ári. í sjónvarpsviðtölum sögð- ust karlkyns borgarstarfsmenn aðspurðir vera mjög ánægðir með þetta framtak og myndu gjarnan vilja nýta sér það. Þetta finn- ast mér afskaplega gleðileg tíðindi. Karlar í stjórnunarstöðum eru hemill á framfarir Ef til vill hafa karlmenn bara aldrei verið spurðir fyrr hvort þeir hefðu áhuga á því að taka sér fæðingarorlof eða þá það sem mig grunar, nefnilega að þeir þori ekki að tjá sig Steinunn Halldórsdóttir, formaöur Félags stjórnmálafræöinga.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.