Vera


Vera - 01.02.1997, Blaðsíða 31

Vera - 01.02.1997, Blaðsíða 31
um þennan möguleika, alla vega ekki viö sér eldri samstarfsmenn, karlkyns. Grunurminn fékkst staðfestur er ég lenti í umræðum um fæðingarorlof við ungan karlkyns viðskipta- fræðing sem starfar hjá einkafyrirtæki. Hann sagði mér að jafnaldra og starfsfé- laga hans langaði ekkert meira en að vera með börnum sínum hluta af fýrstu mánuð- um í lífi þeirra, en þeir fyndu fyrir mótstöðu í hópi karlkyns yfirmanna sinna, kynslóðinni sem er um fimmtugt og yfir. Viðkomandi hafði það einnig á tilfinningunni að það að taka sér fæðingarorlof gæti stöðvað frama- vonir ungu mannanna. Af þessu getum við dregið þá ályktun að í rauninni sé ekkert að gera í stöðunni nema bíða þar til afturhalds- stjórnendur hafa komist á eftirlaun, eða búa svo um hnútana að stjórnendur fyrirtækja fái fræðslu um gildi þess að eyða tíma með börnum sínum. Mér finnst alveg morgunljóst að konur geta og eiga ekki að standa í þessari bar- áttu einar. Þetta er réttlætismál beggja kynj- anna og, eins og ég benti á hér að ofan í sögu viðskiptafræöingsins, þá veit ég fyrir víst að margir ungir feður framtíðarinnar vildu svo gjarnan eiga tíma með barninu sínu. Farið að láta heyrast meira í ykkur strákar! Þegar kemur að því að karlar hafa sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs, þá breytir það ímynd kvenna sem áhættustarfskrafts því þá fylgir því jafn mikil áhætta að ráða konu á barneignaraldri til starfa og karl á sama aldri. Konur fengju því ekki lengur framan í sig spurninguna: Hefurðu hugsað þér að eignast barn á næstu árum? í ráðningarviðtölum, hvað þá aö skrifa undir samning um að eignast ekki barn næstu tvö ár, eins og ég veit dæmi um. (Ég ætla að leyfa ykkur að dæma sjálf um siðferðislegt gildi slíks samnings). Menntun og launaumslagið Launamunur karla og kvenna er sá hlutur sem öllum konum hlýtur að svíða, enda hef- ur hann verið margfaldlega sýndur í könnun- um á síðustu árum, núna síðast í launa- könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Reykjavíkurborg á sl. hausti. Þessar kannan- ir sýna ótvírætt að þegar tekið hefur verið til- lit til aldurs, starfsgreinar, menntunar og vinnutíma þá er 14% munur á launum karla og kvenna sem verður ekki skýrður öðruvísi en með kynferði. Mér er minnisstætt samtal ungrar móður og sex ára sonar hennar er þau yfir hádegisverði hlustuðu á fréttir í út- varpi af launamun þessum. Barnið sagði eft- ir að hafa hlustað á fréttirnar: „Mamma, þegar ég er orðinn stór þá verð ég með miklu hærra kaup en þú“. Lesendur geta reynt að ímynda sér hvernig móðurinni leið, sem lagt hafði að baki langt og strangt há- skólanám. í þessu sambandi er mér minnisstætt viðtal við dr. Stefán Ólafsson félagsfræðing, sem birtist í Morgunblaðinu á haustdögum. Þar vildi Stefán leita skýr- inga á launamun karla og kvenna í þeirri staðreynd að yfirgnæfandi meirihluti kvenna með háskólamenntun tekur BA- gráðu en ekki BS-gráðu. Hærri laun séu greidd fýrir störf sem krefjast BS-gráðu en BA-gráðu. Á síðasta ári heyrðist æ oftar talað um hugtakið starfsmat, eða kynhlutlaust starfsmat sem leið til að draga úr launamun sem verður ekki skýrður nema með kyn- ferði. Starfsmat virðist hafa gefist vel þar sem því hefur verið beitt og það virðist sér- staklega koma konum vel. Á næstu misser- um munu ein til tvær ríkis- og borgarstofnan- ir og eitt einkafýrirtæki beita starfsmati í tilraunaskyni. Verður fróðlegt að fylgjast með framkvæmd þessari og sjá hvað út úr þessu kemur. Er jafnréttisbarátt- an bara fyrir mennt- aðarkonur? Þær raddir hafa heyrst að jafnréttisbaráttan sé bara fyrir menntaelítuna, verkakonur og fulltrúar hinna vinnandi stétta hafi enga samleið með menntakonum. Þetta sjónarmið kom m.a. fram í síðasta tölublaði Veru. Mér finnst þetta merkilegt, og ef til vill hefur maður ekki gert sér grein fyrir þróuninni og þessum klofningi. Það er nefnilega málið að í upphafi kvennabaráttu sjöunda áratugsins voru hugsjónirnar sameiginlegar, spruttu úr grasrótinni og konur fundu sterkan sam- hljóm með sínum kröfum. Þegar svo kröfur fóru að heyrast um að áherslu þyrfti að leggja á að auka hlut kvenna í stjórnunar- stöðum, virðist sem taxtakonum hafi fund- ist fram hjá sér gengið. Þær spyrja sig að því hvað þeim komi þetta við. Þegar maður fer svo að hugsa út í þetta af einhverri alvöru, þá er Ijóst að stór hluti kvenna, sem eitthvað lætur í sér heyra um jafnréttismál hvort heldur er á Alþingi eða í Að taka sér fæðingarorlof gæti stöðvað framavonir ungu mannanna Ijölmiðlum, eru einmitt háskólamenntaðar konur. Ég hef það einnig á tilfinningunni að þær konur sem hafa sig í frammi í jafnréttis- baráttunni komi ekki úreinkageiranum, þær eru yfirleitt starfsmenn hins opinbera. Hugs- anlega gæti skýringin verið sú að konur sem starfa í einkageiranum ættu erfiðara upp- dráttar á vinnustað, færu þær að gagnrýna og hafa í frammi réttindakröfur. Þessu er kastað hér fram, því ég hef ekki vísindaleg rök til að styðja þessa tilfinningu mína. Hvað sem manni finnst um það markmið að auka hlut kvenna í stjórnunarstöðum, held ég að mjög margar konur hafi glaðst eins og ég gerði er ég heyröi um ráðningu Rannveigar Rist í starf forstjóra Álversins í Straumsvík í júní á sl. ári. Þarna fer vel menntuð og hæf kona í mjög ábyrgðarmikið starf. Þessi ráðning hlýtur að virka hvetjandi á ungar, duglegar og hæfileikaríkar konur og stúlkur sem eru að velta því fyrir sér hvað þær ætli að verða í framtíðinni. Er vaxtarbroddur hjá ungum karlmönnum? í þessum pistli mínum hef ég fleytt rjómann af því helsta sem mér fannst markvert í jafn- réttisumræðu sl. árs. Auðvitað er þetta ekki tæmandi yfirlit. Það er nefnilega svo skemmtilegt að geta valið og hafnað þegar maður fær frjálsar hendur. Margt jákvætt hefur átt sér stað á síðasta ári, sbr. framtak stjórnenda Reykjavikurborgar. Samt sem áður er þróunin óskaplega hæg. Ég ræddi í byrjun um þá skoðun rnína að jafnréttismál væru ekki í tísku lengur og leiddi getum að því að jafnrétti væri í kreppu, líkt og stjórnmálaaflið sem hefur eignað sér málaflokkinn. Umræðan er orðin þreytt og leiðindin eru tengd Kvennalistan- um. Samt finnst mér einhvers staðar í hjarta mínu ekki sanngjarnt að kenna blessuðum Kvennalistanum um stöðnunina. Því þegar málin eru skoðuð í samhengi þá hefur þetta stjórnmálaafl haft heilmikil áhrif, beint eða óbeint, á þróun jafnréttismála. Ég spái því að vaxtabroddurinn I jafnréttis- málum sé hjá ungum karlmönnum dagsins í dag. Þegar kemur að því að þeir þora að krefjast fæðingarorlofs, þá byrjar boltinn að rúlla. Höfundur er stjórnmálafræðingur með masterspróf í opinberri stjórnsýslu og starfar sem kynningarfulltrúi Tækni- skóla íslands.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.