Vera - 01.02.1997, Side 40
á þetta tímabil sem er svona nálægt okkur, og sem hefur mótaö
okkur meira en við vitum.“
í dag má einmitt sjá svipaða hugmyndafræðilega upplausn
í kjölfar póstmódernismans, og með tilliti til þessa eftirstríðs-
ára „disasters“ hlýtur að vera enn nauðsynlegra að vera á
verði og grípa tækifæriö og færa sér það í nyt. Er ekki einmitt
nýja kvennafræðideildin merki um að staöa femínismans og
kvennabókmennta sé aö verða sterkari?
„Hún er eitt af því merkilegasta sem hefurgerst innan heimspeki-
og félagsvísindadeildar í mörg ár. En hvernig á að túlka það? Er stað-
an orðin veikari eða sterkari? Það er búið að berjast fyrir þessu árum
saman og þetta fæst í gegn núna, og ég spyr: Er þetta vegna þess
að það er ekki lengur hægt að skella skoliaeyrum við femínisma eða
er þetta vegna þess að fylgi Kvennalistans hefur verið að hrapa og
menn sjá ekki lengur femínismann sem ógnun?"
En ef svo er, má ekki bara nýta sér það viðhorf og snúa því
okkur konum í hag?
„Jú. Ég vona að þessi reynsluvetur sýni nemendum að þetta er
verulega spennandi og skemmtilegur valkostur í Háskólanum. Ég
held að margar ungar konur og karlar í Háskólanum fælist frá náms-
brautinni af því að þau haldi að kvennafræði séu gamla kvenréttinda-
umræðan, skotthúfur og eðlishyggja yfir línuna. Það þarf að finna nýtt
nafn á kvennafræðin til að sýna að þau snúast ekki um þetta í dag.
Ungt fólk er mjög upptekið af spurningunni um kyn og ætti að taka
þessi námskeið sér til ánægju.
Eðlishyggjan er erfiðara mál. Ef þú tekur hugtakið kona, Úlfhildur,
og spyrð: Hver er hún? þá byrjarðu strax að svara; þetta og ekki hitt.
En við verðum að greina á milli líffræðilegs kyns, sem segir ekki neitt
í sjálfu sér, og þess sem við leggjum í það, hvernig við túlkum það og
skiljum. En kynið er samt ekki bara menningarlegur tilbúningur, lík-
ami minn er kvenkyns og það er ekki hægt að afneita honum og tala
bara um „gender". Líkaminn liggurtil grundvallarskilgreiningunum og
þar af leiðandi getur kynið ekki verið „saklaust", það er ekki hægt að
„droppa" því og þessvegna er næstum ómögulegt að tala um kynin
án eðlishyggju. Spurningin er bara að vita af henni og halda henni í
lágmarki."
Og vinna með hana og úr henni...
„...já , því ef þú afneitar eðlishyggjunni alfarið og segir: Þú getur
ekki talað fyrir hönd kvenna heldur bara fyrir eina og eina konu þá
ertu búin að afsala þér öllum rétti til þess að tala eða hugsa pólitískt
og þeim rétti afsala ég mér ekki!"
ÞETTA ERU SLYS...
...SEM AUÐVELT ER AÐ FORÐAST /\FV*