Vera


Vera - 01.02.1997, Side 41

Vera - 01.02.1997, Side 41
f r ö i k o n a n Sjómannskonur og fiskverkakonur Unnur Dís Skaptadóttir er 37 ára doktor í mannfræði og stundakennari viö Háskóla íslands. Hún varö doktor frá Graduate Center of the City University of New York 1995 og fjallaöi doktorsverkefni hennar um konur í sjávar- byggðum á íslandi. Efnið er nú komið á dagskrá í kvennafræð- um við Háskóla íslands undir heitinu Sjávar- byggðir og kynferði og er þverfaglegt nám- skeið sem nemendur í mannfræði, félagsfræði og sögu geta sótt, auk nema í kvennafræðum. Ásamt Unni Dís hafa þær Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, doktor í félags- fræði, ogÓlöfGarðarsdóttir, sagnfræðingur, umsjón með námskeiðinu. Unnur Dís uppgötvaði mannfræðina þeg- ar hún var við nám T stjórnmálafræði og fé- lagsfræði við HÍ og ákvað að læra fagið við háskóla T Massachusetts árið 1982. Þar uppgötvaði hún aðra fræðigrein, kvenna- fræði, sem hún tók sem aukafagtil BA prófs T mannfræði. Á árunum 1984 til 1989 var Unnur DTs við doktorsnámið í New York og kom síðan heim til þess að vinna að rann- sókn sinni í Neskaupstað og Bolungarvík. „Égvarí heiltárvið heimildaöflun á þess- um stöðum og tók mikið af viðtölum við fólk en ritgeröin fjallaði um breytingu á stöðu kvenna á þessum svæðum á árunum 1870 til 1990. Ég hóf síðan stundakennslu í mannfræði við Háskólann 1991 og hef starfað við það síðan með rannsóknavinn- unni. Doktorsritgerðinni lauk ég 1993 en út- skrifaðist ekki fyrr en 1995.” Þegar Unnur Dís er spurð um starf fræði- konunnar segir hún að þaö sé frekar ein- manalegt en þó skemmtilegt og sér finnist mjög mikilvægt að stunda kennsluna. Bæði veita samskiptin við nemendur henni ánægju og kennslan er einnig nauðsynleg til framfærslu því það er erfitt að lifa af fræði- störfunum einum. „Ég valdi mér ekki mann- fræðina í von um að verða rík," segir Unnur Dís sposk. „Kennslan telst vera rúmlega 60% starf en oft fer meiri tími í hana. Ég verð því að finna mér tíma til fræðistarfa þegar ég á frí og vinn þess vegna mun meira en 100% starf. En mér finnst gaman að geta sameinað starf og áhugamál. Það er einnig mikilvægt að eiga góða vinkonu sem hefur svipuð áhugamál. Ólöf Garðarsdóttir, sem kennir með mér á námskeiðinu, er æskuvinkona mín og við ræðum mikið saman um fræðistörf okkar.” Hvað finnst konum í sjávarþorpum? Á sl. ári fékk Unnur Dís styrk frá vísindasjóði og rannsóknasjóði Háskólans til þess að vinna að rannsókn á framtíðarsýn kvenna T sjávarþorpum á Vestfjörðum og vinnur að því ásamt nemanda sínum, Huldu Proppé, sem fékk styrk úr nýsköpunarsjóði náms- manna. Unnur Dís gerir ráð fyrir að þetta sé þriggja ára verkefni. „Að þessu sinni valdi ég Bolungarvík og Þingeyri og er að rannsaka viðhorf kvenna til framtíðarinnar og sjálfsmynd þeirra. Verk- efnið verður innlegg í alþjóðlega umræðu um áhrif kvótakerfis og markaðsvæðingar á stöðu kvenna á Norður-Atlantshafssvæðinu. Unnið er að svipuðum verkefnum í Norður- Noregi, Nova Scotia og Nýfundnalandi en ákvarðanir um fiskveiðistjórnun hafa áhrif á líf fólks í öllum þessum löndum. Við verðum að spyrja okkur hvernig landi við viljum búa í. Það á ekki að vera náttúrulögmál að ákvarðanir að ofan geti rústað heilu byggð- arlögunum. í umræðum um þessi mál gleymist oft að taka tillit til skoðana fólksins í sjávarþorpunum. Það er ekki spurt álits - allra síst konurnar. Ég fann talsverðan mun á lífi kvenna á Vestfjörðum þegar ég var þar í sumar og 1989, þegar ég var þar síðast. Ég sþurði þær um álit á kvótakerfinu en ég á eftir að átta mig betur á afstöðu þeirra. Konurnar á Þingeyri voru mun fúsari til þess að tjá sig og margar gagnrýndu kerfið. Það jákvæða, sem hefur gerst á báðum stöðunum, er starf handverkshópa þar sem konur skapa sér aukavinnu. Þær hafa uppgötvað að ým- islegt geti verið sérstakt við menningu svæðisins og vilja nýta sér það við eigin framleiðslu. Ég hef áhuga á að líta á menn- ingu í hnattrænu samhengi og í þeim efnum er það viðhorf rikjandi að rækta eigi það sem er sérstakt á hverju menningarsvæði. Konurnar á Þingeyri reka auk þess eigin upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn og vilja fleiri gjarnan að handverkið verði þeirra at- vinna. í Bolungarvík er meira litið á það sem aukabúgrein.” Auk kvennafræðanna hefur Unnur Dís mikinn áhuga á kynþáttafordómum og þjóð- ernishyggju og hefur kennt námskeið þar að lútandi. Þegar hún er að lokum spurð hvað hún sé að lesa um þessar mundir segir hún fyrst að hún sé að æfa sig í að lesa dönsku því hún hefur þurft að sækja norrænar ráð- stefnur og fundið til vanmáttar á tungumála- sviðinu. Hún segist einnig hafa verið að lesa íslenskar skáldsögur, sem komu út fyrir jól- in, en þegar hún er beðin að nefna áhuga- verða bók fyrir lesendur Veru, er hún ekki í nokkrum vafa. Það er bókin Their Times and Lives sem fjallar um líf kvenna á Nýfundna- landi og er safnrit með greinum og skáld- skap eftir fræðikonur og rithöfunda. „Þetta er góö hugmynd. Við ættum að búa til svona bók um líf íslenskra kvenna,” segir Unnur Dís að lokum. E.Þ.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.