Vera - 01.02.1997, Blaðsíða 50
síðu d a m s
ú r
ey/'a /icu/hí /evf l
* e/i //ö(//ii/t ,se(ji/1 //ie.sf.
Ég trúi að hlátrasköll og mikill hæðnis-
tónn hefði heyrst í skólafélögum mínum fyr-
ir 20 árum í Menntaskólanum að Laugar-
vatni ef ég heföi sagst ætla að verða
prestur. í dag er ég prestur og að flestu leyti
ánægður með starf mitt. En sá hlátur hefði
þó að engu orðið og væntanlega heföu ein-
hverjir misst meðvitund og verið með
strengi í kvið, jafnvel niðurgang nokkurn
tíma á eftir af hlátri, ef ég hefði tilkynnt við
stúdentsútskrift mína að ég ætlaði mér að
skrifa í Veru, málgagn „Samtaka um
kvennalista’’, I byrjun árs 1997. Nú er það
að gerast og ég er stoltur af því. Svo mikið
getur gerst í lífi hverrar manneskju aö eng-
inn skyldi nokkru sinni dæma fyrirfram um
skoðanir eða lífshlaup. Það sem áður voru
dómar, eru oftídagfordómarað minni hyggju.
Svo oft hef ég reynt það á sjálfum mér.
Titill hugleiðinga minna ber það einkenni-
lega en vonandi frumlega nafn: „Lítil eyru
heyra best’’, en þögnin segir mest. Ég neita
því ekki að dægurlagatextinn ágæti:,, Lítil
t___i lengjast mest’’, á pínulítinn heiður að
þessum titli.
Þannig er mál
með vexti, að
frá því ég varð
prestur í Vík
hefi ég átt því
láni að fagna
að fermingarbörn og unglingar hafa verið tíð-
ir gestir á heimili mínu. Ég vildi að allir gætu
þekkt af eigin reynslu hvað það er yndislegt
að fá að hlusta á reynslu og upplifanir
smækkaðrar myndar af fullorðnum mann-
eskjum. Ungs fólks sem er að fóta sig í líf-
inu. Sumir uppfullir framtíðaráætlana en
aðrir svo undur ráðvilltir. Elstu fermingar-
börnin mín (unglingarnir mínir á „eftirlauna-
aldrinum”), sem eru að feta sig um stigu
ástarinnar og mannlegra samskipta, í at-
vinnulífinu eða framhaldsnámi. Hversu oft
hef égekki fengið að heyra um þennan línu-
dans sem lífið er. Ég veit í raun fátt nota-
legra en þegar bjöllunni er hringt á heimili
En sem betur fer
er munnurinn að
minnka og heyrnin
að batna
mínu, jafnt að degi sem nóttu (oft eftir dans-
leiki) ogfyrir utan stendur ráðvillt, lítil mann-
eskja sem þarf bara að fá að tala stutta
stund og kannski gráta pínulítið. Af reynslu
minni sem „herra viðgerðamanni”, þótti
mér fýrst lítið til mín koma ef ég gat ekki
sent alla frá mér með fulla pyngju af ráð-
leggingum ogfullyrðingum, en síðar lærðist
mér (og ég er enn að læra) að besta og
raunar það eina sem verið er að biðja um er
þögull skilningur, hluttekning og samúð. Ég
held ég hafi ekki nema meðalstór eyru, en
þau virðast duga. Ég hef reyndar nokkuð
stóran munn. í það minnsta langar hann oft
að segja eitthvað gáfuiegt. En sem betur fer
er munnurinn að minnka og heyrnin að
batna. Vonandi heldur það áfram. Ég met
alla vináttu mikils og er stoltur yfir því að
vera trúað fyrir leyndum hugsunum vina
minna. Stoltastur er ég þó af öllum þeim
fjölmörgu ungu vinum sem ég hef eignast
síðustu ár. Ef til vill er það vegna þess að
mér líður svo oft eins og unglingi á ný með-
an ég hlusta. Lesendum Veru langar mig að
segja eitt sem ég hef kynnst og skiptir máli.
Konur eru einhvern veginn opnari en karlar.
Ef ég mætti gefa strákunum mínum ráð þá
er það einfalt. Verið óhræddir að koma til
dyranna eins og þið eruð klæddir. Þið getið
það alveg eins og stelpurnar.
Áramót eru sérstök í lífi okkar allra, en á
mínu heimili hefur sú hefð komist á að hing-
að safnast ungu vinir heimilisins eftir mið-
nætti, til að spjalla við okkur hjónin og eiga
notalega stund. Stund sem mest er þó fólg-
in í að hlusta
og þegja af
okkar hálfu.
Áramóta-
dansleikur-
inn í Vík verö-
ur því oftar
en ekki að
vera án
„besta og
skemmtileg-
asta fólksins”. Stundum eltum við þau samt
bara á ballið og höfum gaman af.
Þegar Þjóðkirkjan stendur á svonefndum
krossgötum, sakna ég þess sárlega hve lít-
ið heyrist um þær fjölmörgu stundir sem við
prestar verjum í að hlusta á fólk í vanda. Ef
til vill höfum við sjálf ekki gefiö nægan
gaum að því hve mikilvægt þetta starf okk-
ar er. En hinu er heldur ekki að leyna að
margt af því sem við gerum er trúnaðarmál
milli okkar og skjólstæðinganna. Að vinna
hug unga fólksins, fá það til að tjá sig, full-
vissa það um hve eðlilegar tilfinningar þess
eru, er án minnsta vafa það dýrmætasta
sem ég hef reynt. Ráð mitt til starfssystkina
minna er því það sama og ég veit að flest
þeirra vita vel og iðka, en góð vísa er sjald-
an of oft kveðin: „Það er dýrmætt að geta
talað mörg tungumál, en ómetanlegt að
geta haldið sér saman á einu þeirra" . Við
elsku vini mína ungu segi ég: Haldið áfram
að koma til mín og Gullu (konunnar minnar)
og við skulum lofa að halda í heiðri oröin:
„Ef ég varðveiti leyndarmál er það fangi
minn. Sleppi ég því lausu verð ég fangi þess”.
Haraldur M. Kristjánsson
sóknarprestur í Vík