Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 9
ynslóðaskipti
í kv^nnabaráttunni
an vinnutíma og ekki er sanngjarnt gagnvart
börnum að foreldrarnir séu svo útkeyrðir og
tættir vegna vinnuálags að ekki finnist tími
til samveru fjölskyldunnar, þar sem börnin fá
þá ást, umhyggju, athygli, uppörvun og
þroska sem þau eiga rétt á. Baráttan heldur
því áfram.
Þegar ég var við nám í Kaupmannahöfn á
áttunda áratugnum kynntist ég þjóðfélagi
sem lagði rækt við þjóðfélagsþegna sína.
Bauð góð laun fyrir eðlilegan vinnudag.
Hugsaði vel um þá sem minna máttu sín og
gerði konum kleift að stunda langskólanám
þótt börn væru komin á heimilið. Ég man vel
eftir því stolti sem ég fylltist þegar fyrsti
kvenforsetinn var kosinn og þegar Kvenna-
listinn var stofnaður, þar sem móðir mín var
meðal brautryðjenda. Þá var gaman að vera
íslensk kona í Danmörku. Við gengum um
með bros á vör yfir djörfung og dug íslenskra
kvenna. En hverju voru þær að berjast fyrir?
Jú, meðal annars því sem Dönum fannst
sjálfsögð mannréttindi; möguleikum kvenna
til þess að njóta fjölskyldu sinnar og nýta um
leið hæfileika sína og sköpunarkraft utan
heimilisins.
Þegar ég hugsa til baka sé ég að við þurft-
um að stofna sérstakan kvennalista til að
reyna að ná fram mannréttindum sem frænd-
þjóðir okkar töldu sjálfsögð. Auðvitað var
margt sem listinn hafði á stefnuskrá sinni
sem var til fyrirmyndar, jafnvel á Norður-
löndum. En uppúr stendur að nauðsyn list-
ans var tilkomin vegna þjóðfélagsgerðarinn-
ar á íslandi sem var langt frá því að vera til
fyrirmyndar, í raun kvenfjandsamleg. Nú
hefur Kvennalistinn margsýnt fram á tilveru-
rétt sinn. Dóttir mín tvítug þarf á því að
halda að barist sé áfram fyrir rétti hennar
sem konu. Hún nýtur góðs af brautryðjanda-
starfi ömmu sinnar þó enn sé á brattann að
sækja. Ég hef leitast við að gefa henni kjark
til þess að láta til sín taka í áframhaldandi
baráttu. Ég veit að hún er full réttlætiskennd-
ar og býr yfir því hugrekki og þeirri sjálfs-
virðingu sem nauðsynleg er til þess að krefj-
ast mannsæmandi lífsskilyrða. Það er sorg-
legt að hugsa til þess að þrátt fyrir reiði og
fórnir móður minnar og hennar kynslóðar,
og áframhaldandi baráttu minnar eigin kyn-
slóðar, skuli staða ungu kvennanna í dag
ekki vera betri en raun ber vitni. Við þurfum
því áfram að vera reiðar og berja í borðið!
^iÁrealan strákum/ (/ hcuy
Fyrir u.þ.b. einum áratug, þegar ég
var tíu ára gömul, man ég eftir því
að standa sjálfa mig að því að
keppast við að vera best í öllu því
sem ég tók mér fyrir hendur, hvort
sem það var í námi eða leik. Þá fannst mér
verst ef það var strákur sem gat sagt við mig:
»Ég vann þig!“ Ómeðvitað hafði ég strax
fengið þá hugmynd í kollinn að ég gæti og ég
yrði sko, að sýna þessum strákum að ég gæti
sannarlega gert allt það sem þeir gátu. Þessu
trúi ég enn, en nú er þetta ekki lengur hug-
mynd heldur staðreynd.
Þær hugmyndir, sem haldið er að manni,
að kynin séu í eðli sínu ólík hafa við ósköp
fá rök að styðjast, nema þá helst þau sem
rekja líffræðilega þáttinn. Þessar hugmyndir
um hversu ólík kynin eru og hversu skorðuð
hlutverk þeirra eru, er hægt að rekja allt aft-
ur til þess hvernig Kínverjar til forna skildu
að og skilgreindu kynjamuninn með yin og
yang. Hvernig hið karlmannlega yang er
hart, djarft, bjart og fróðleiksfúst en hið
kvenlega yin mjúkt, viðkvæmt, dimmt og
undirgefið. Þessi hugmyndafræði endurómar
enn á okkar dögum. Mörg fleiri forn menn-
mgarsamfélög, s.s. forn-Grikkir og Spartverj-
ar, endurspegla enn frekar þessar hugmyndir
um hlutverk og mismun kynjanna. Þessi
skipting varð til fyrir svo óralöngu og er orð-
m okkur svo eðlileg að um leið og við kom-
um í heiminn og liggjum nýfædd og saklaus
bak við glerið, með ýmist bleik eða blá teppi
yfir okkur, er búið að setja okkur strangar og
vel afmarkaðar skorður.
Miðað við það hversu lítil breyting hefur
orðið á stöðu kynjanna frá upphafi allt fram
a þessa öld, er hreint ótrúlegt hversu mikið
befur breyst frá því að amma mín var ung og
fram til dagsins í dag. Reyndar verður að
segjast að staða mín sem ungrar nútímakonu
er ekki allskostar eins og best væri á kosið.
Það verður að teljast erfitt að sitja og læra til
stúdentsprófs og láta ekki deigan síga, vit-
andi að að þeim áfanga loknum bíður mín
háskólanám (þar sem við konur erum í mikl-
um meirihluta og með hærri einkunnir), þá
taki við mér heimur fullur af ranghugmynd-
um um mig, eðli mitt og getu.
Aldrei hefði ég trúað því þegar ég var lítil
að keppast við að vera fljótust með reikn-
ingsbókina, að geta klifrað hæst upp í trén
og vinna í glímukeppni þangað til einn stóð
eftir, að heimur hinna fullorðnu gengi
einmitt út á svona leiki, nema hvað að þar er
leikreglum ekki alltaf fylgt. Ég passa mig enn
á því að vera örugglega jafn góð eða betri en
strákarnir en núna er það ekki vegna þess að
„það er bara gaman“ eða vegna þess að
Fríða vinkona mín vill að við „sönnum fyrir
strákunum að við getum alveg jafnvel og
þeir“. Nú geri ég það vegna þess að leikregl-
ur hinna fullorðnu krefjast þess. Þær geta
verið óréttlátar og strákunum í hag.
Þrátt fyrir að komið sé á svokallað jafn-
rétti kynjanna, allir eru jafnir fyrir lögum,
mun þúsund ára hefðum ekki rutt úr vegi
nteð nokkrum pennastrikum. Þau viðhorf
sem mótuðust til forna, hafa viðhaldist um
allar aldir síðan og þrengja enn sjóndeildar-
hring okkar án þess að við tökum eftir því.
Þar sem ég kem úr umhverfi baráttu-
kvenna hef ég alltaf verið alin upp við það að
ég geti gert allt það sem mér dettur í hug að
gera og reyndar hefur annað aldrei hvarflað
að mér. Mamma hefur sent mig með það
veganesti út í lífið að gefast aldrei upp þó í
móti blási og ekkert eigi að hindra mig vegna
þess að ég er kona. Þvert á móti eigi ég að
leggja mitt af mörkum til að breyta því sem
breyta þarf, konum í hag. Þetta eru þó ekki
skilaboðin sem samfélagið gefur mér. Hvert
sem ég lít, hvort sem
það er vinnumark-
aðurinn, fjölmiðl-
arnir eða pólitíkin,
þá mæti ég yfirleitt
því gangstæða.
Kvennabaráttunni
er sannarlega ekki
lokið þótt að með
lögum séu karlar og
konur jöfn. Það má
t.d. finna ýmislegt varhugavert við það að
þegar ég, í síðustu viku, sat og las fyrir loka-
próf í sögu (íslandssaga eftir 1830) heyrði ég
undir lestrinum sungið lag þar sem í textan-
um var samlíking sem hljóðar svo: „Women
are the niggers of the world.“ Þetta hljómar
bara alls ekki svo fjarri sanni þar sem sögu
kvenna er að mörgu leyti hægt að líkja við
sögu vinnufólks og kúgaðra þjóðernisminni-
hluta. Saga kvenna hefur verið þögguð niður
allt of lengi gagngert til þess að gera konur
auðsveipari. Réttur kvenna hefur verið lítill
sem enginn, störf þeirra lítilsvirt, laun sama-
sem engin og verk þeirra og afrek þykja enn
svo ómerkileg að um þau er varla ritað nokk-
urs staðar. Af 41 kafla í sögubókinni minni
er konum tileinkaður aðeins einn kafli og
hefur hann ekki verið til prófs síðastliðin ár.
Á síðari árum hefur mikið af ritum okkar
fslendinga, einkum sagnfræðilegum, haft
þann tilgang að styrkja sjálfstæði og sjálfs-
traust þjóðarinnar með því að sína fram á
göfgi forfeðra okkar. Hvernig verkar sjálfs-
ímynd konunnar samkvæmt þessu? Hver eru
skilaboðin um kvenímyndina?
„Ég er fæla, ég er engin,“ hefur Málfríður
Einarsdóttir eftir ömmu sinni og svo hugsa
margar konur í dag.
f77/i/ut
ölafscfóttí/*
9 v£ra