Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 17
en konur og að konan fórnaði öllu fyrir vel-
ferð heimilisins. Vaidið persónugerðist iðu-
lega í körlum eða var beitt í gegnum stofn-
anir þar sem karlar og hagsmunir þeirra
voru í forsvari. Hvað varðar Kvennalistann
þá hefur hugmyndafræði hans verið í gagn-
gerri endurskoðun síðustu ár og áhersla
lögð á margbreytileika kvenna og sköpun-
arkraft þeirra. Gagnrýnin lítur einnig fram-
hjá því að starf kvennahreyfinga snerist og
snýst enn um að virkja konur sem gerendur.
Konurnar sem sungu „þori ég, vil ég, get
ég?“ Kvennafrídaginn mikla voru konur
vart að sameinast í fórnarlambahlutverk-
inu.
Að verða eins og karlar
Hugmyndaarfur frjálslynda femínismans,
sem m.a. Sjálfstæðar konur rekja rætur sínar
til, hefur ekki síður verið undir smásjánni í
umræðum femínista. Hluti af vitundavakn-
ingunni í kringum 1970 var bók Betty Fried-
an „The Feminine Mystique" (1963). Þessi
bók var ein af boðberum hins frjálslynda
femínisma í Bandaríkjunum og var lesin af
mörgum konum hér á landi. Frjálslyndir
femínistar beindu spjótum sínum m.a. að því
hversu lög og reglugerðir drógu taum karla á
kostnað kvenna og töldu að lagabreytingar
gætu tryggt konum betri stöðu í samfélaginu.
Þær voru þeirrar skoðunar að konur hefðu
sömu hæfileika og karlar. Til þess að njóta
sín sem einstaklingar þyrftu þær hins vegar
að fá sömu menntun og njóta sömu kjara og
karlar. Þær, líkt og róttækir og marxískir
femínistar, tóku á beinið þær kvenímyndir
sem voru áberandi í samfélaginu. Gagnrýnin
beindist hins vegar að því hversu ranga mynd
ímyndirnar gefa af konum sem einstakling-
um. Til þess að ná fram breytingum þyrftu
konur að ná völdum í fjölmiðlastofnunum
og „framleiða“ þar ímyndir sem væru betri
fyrirmyndir fyrir konur.
Frjálslyndum femínistum hefur verið legið
á hálsi fyrir að ganga of skammt í gagnrýni
sinni. Róttækir og marxískir femínistar hafa
bent á að lög og reglugerðir eru afleiðing en
ekki orsök þess kynjamunar sem gegnsýrir
hugmyndir samfélagsins. Það hefur komið á
daginn að vera kvenna í stjórnum og breyt-
•ngar á reglugerðum tryggir ekki sjálfkrafa
að jákvæðar og fjölbreyttar kvenímyndir
birtist okkur á síðum dagblaða og á sjón-
varpsskerminum. Meira þarf til. Myndin
sem hinir frjálslyndu femínistar brugðu upp
af fyrirmyndareinstaklingnum hefur einnig
verið gagnrýnd fyrir að bera öll einkenni
karlmannsins. Kröfuna um jafnrétti á við
karla mátti að vissu marki lesa sem rétt
kvenna til að vera eins og karlmenn.
Valdalíkan
„hefðbundins“ femínisma
Það hefur verið bent á að hinar hefðbundnu
kenningar róttækra, marxískra og frjáls-
lyndra femínista, skilgreini vald um margt
svipað. Hugmyndafræðin gengur út frá því
að valdið komi ofan frá. Annaðhvort frá
feðraveldinu eða lögum og reglugerðum
ríkisvaldsins. Til þess að bæta stöðu kvenna
verði femínistar að eignast valdið, hvort
heldur sem það er með gagngerri byltingu á
samfélaginu eða með því að komast í valda-
stöður í stofnunum samfélagsins. Vald er
ennfremur skilgreint neikvætt, sem tæki til
undirokunar eða þvingana. Ákveðnir hópar
hafa þá vald yfir öðrum hópum og frelsi
einstaklinga er haldið í skefjum t.d. með
refsiákvæðum í lögum. Kostir þessara hug-
mynda eru að það er skýrt gegn hverju
kvennahreyfingar ættu að berjast og í
hverju úrbætur ættu að felast. Þessar hug-
myndir hafa hins vegar verið gagnrýndar
fyrir að geta ekki gert grein fyrir því á
hversu flókinn hátt ímyndir og hugmyndir
samfélagsins fléttast inn í líf kvenna. Það,
hvort konur taka ntið af ímyndum og
hvernig, fer eftir þeirra eigin aðstæðum.
Betri gaum þarf að gefa að virkni kvenna
við að endurnýja og viðhalda ýmsum af
þeim hugmyndum sem hafa áhrif á daglegt
líf okkar.
Eftir því sem femínisminn og samfélagið
hefur þróast og orðið flóknara hefur femín-
ismi fyrri áratuga og greiningar hans á sam-
félaginu verið gagnrýndar fyrir að skjóta
yfir markið. Þær raddir hafa heyrst að skoð-
anir femínista á því hvað sé „kvenvænt"
geti ekki síður orðið hugsanalögregla en
feðraveldið sem liggur undir smásjánni. Þá
hafa femínistar verið gagnrýndir fyrir að
einskorða sig við neikvæðar hliðar kvení-
Sigurjón Jóhannsson
mynda og hvernig þær þjónusta karlmiðað
samfélag. í raun má segja að þær hafi feng-
ið á sig orð fyrir að vera eins konar siðprúð-
ur minnihluti. Fólk hristir höfuðið yfir
femínistum eins og það gerir yfir heilsu-
ræktarfríkum sem stöðugt eru að spá í holl-
ustu, hvað megi borða og hvað ekki. Utlit
femínista, eins og það hefur verið stílfært af
fjölmiðlum og jafnvel öðrum femínistum,
hefur oft verið tekið sem dæmi um mein-
lætastefnu sem gengin er út í öfgar. Það má
ýmislegt segja um uppruna og útbreiðslu
þessara staðalmynda en ég ætla ekki nánar
út í þá sálma hér.
Femínismi
í breyttu samfélagi
Hlutverk kynjanna og umgjörð samfélagins
hefur breyst og orðið flóknari með hverju
árinu sem líður. Nútímakonan axlar skyld-
ur sem að mörgu leyti eru frábrugðnar
skyldum formæðranna og hún metur sig
eftir öðrum mælistikuin en áður tíðkaðist.
Mannlífið og menningin í nútímasamfélagi
eru orðin litskrúðugri og gefa svigrúm til að
lesa úr ímyndum samfélagsins á fjölbreytt-
ari hátt en áður var mögulegt. Karlmennsk-
an og kvenleikinn eru ekki andstæður á jafn
afgerandi hátt og áður var. Kynin virðast að
mörgu leyti vera að færast nær hvort öðru,
karlmenn geta verið kvenlegri og konur
karlmannlegri en áður. Vinkonur mínar sem
eiga unglingssyni kvarta undan því að þeir
v£ra 17