Vera


Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 20

Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 20
ynslóðaskipti í kv^nnabaráttuniti greina kvennabaráttuna upp á nýtt og Drífa bendir á að það geti verið ástæðan fyrir kynslóðabilinu sem margir skynja. Drífa: „Ég hélt að það stórkostlega starf sem kyn- slóðin á undan okkur vann hefði orðið til þess að jafnrétti væri komið á. Síðan hef ég rekið mig á það hvað eftir annað að svo er ekki. Þegar ég bauð mig fram sem formaður Iðnnemasambandsins sl. haust, fann ég fyrir mikilli andstöðu því kona hafði verið formaður kjörtímabilið á undan. Það átti að vera al- veg nóg fyrir konur í bili. í kosningabaráttunni fóru á kreik sögur um að ég væri of- boðslegur karlhatari - eða femínisti, sem virðist vera það sama í hugum margra. Sumir töldu jafnvel að ég myndi ekki sinna erindum sem bær- ust til skrifstofunnar frá karlmönn- um! Ég hef alltaf verið ákveðin og fann glöggt í þessum slag að karlar álíta slíkar konur mikla ógn við sig. Staða jafnréttismála meðal iðnnema er mjög slæm, m.a. vegna náms- samningskerfisins sem við búum við og er fjandsamlegt konum. Á fyrsta þinginu mínu lagði ég til að stofnað yrði embætti kvennafulltrúa innan sambandsins. Sú tillaga hlaut öfga- fyllstu viðbrögðin á þinginu og var felld, reyndar með naumum mun.“ En hver er áherslumunur kyn- slóðanna? Þegar Kvennalistinn var stofnaður urðu til hugtök eins og „reynsluheimur kvenna“ og „hag- frœði hinnar hagsýnu húsmóður". Höfða þau til ungra kvenna? Hverju myndu þcer berjast fyrir ef þcer vceru að stofna Kvennalista í dag? Drífa: „Mér finnst mikilvægast að byrja í skólunum og kenna stelp- um og strákum á þann hátt sem hentar hvoru kyni fyrir sig. Einnig að kenna þeim að þau eigi jafnan rétt í lífinu. “ Kristrún: „Mér finnst árangur jafnréttisbaráttunnar vera sá að reynsluheimur ungra kvenna er annar en mæðra þeirra. Mæðrum hefur tekist að breyta reynsluheimi dætra sinna.“ Þórhildur: „En sona sinna?“ Kristrún: „Að sumu leyti. Strákar kunna að haga sér og segja réttu orðin, en þegar á reynir þá verja þeir hagsmuni sína. Þegar við veltum fyrir okkur hvað er brýnast að gera í jafnréttisbaráttunni þá þurf- um við einmitt að hafa unga karlmenn í huga. Bæði hvað varðar réttinn til feðraorlofs og einnig að að- stoða þá við að komast út úr hina gamla hlutverki karlmannsins.“ Drífa: „Já, einmitt. Þess vegna er ég svo hissa á því að ungir karlmenn skuli líta á konur sem ógn. Við þurfum að gera þeim grein fyrir að það þjónar þeirra hagsmunum að unnið sé að jafnrétti." Kristrún: „Já, við þurfum að komast út úr kynja- stríðinu. Karlmenn ættu að sjá að það er réttlætismál að útrýma launamun kynjanna. Hann er óréttlátur og óskynsamlegur og því um mannréttindamál að ræða.“ Þórhildur: „Við verðum samt að passa okkur á hugtökum og orðanotkun. Það á sér stað hagsmuna- barátta á milli kynjanna, í því sambandi eru hug- myndakerfi að takast á. Það virðist þjóna ríkjandi hagsmunum að hatursgera stríðið á milli kynjanna. En mig langar að spyrja. Eruð þið ekkert hræddar um að kvennabaráttan sléttist út þegar talað er um mannréttindabaráttu? Lenín sagði við Rósu Lúxem- borg forðum: „Nú er það hin mikla bylting og á meðan verða konur að bíða.“ Verða konur ekki bara settar í röðina og sagt að bíða á meðan unnið sé að ýmsum öðrum mannréttindamálum? Ég óttast að sjónarhorn kvenna muni fá minna vægi.“ Kristrún: „Við verðum bara að vera keikar og sækja á. Þrátt fyrir allt hefur verið unnið að réttinda- málum kvenna með lagasetningu undanfarin ár. Þar hefur Kvennalist- inn haft mikil áhrif með því að gera breytingar í málaflokkum sem eng- inn annar stjórnmálaflokkur hefði unnið að.“ Hvað finnst þér enn eftir að gera, Þórhildur, ef þú rifjar upp hvað þið höfðuð í huga þegar Kvennalistinn var stofnaður fyrir 14 árum? Finnst þér ekki tímabcert að fara að vinna með strákunum? Þórhildur: „Auðvitað hefur margt gerst. Öll umræða hefur breyst, sjálfsmynd kvenna hefur breyst og hugmyndir karla líka. Breytingarnar koma fram í öllu orðfæri, í dómum o.fl. en þegar litið er á aðra þætti verður maður svartsýnn. Ekki breyt- ast launamálin og ekki breytast hinir djúpu farvegir. Kannski er frekja að ætlast til þess, því hugmyndir verða að vera lengi í umræðu áður en þær fara að rista djúpt. Það er eins og komið sé skæni ofan á hyldýpi ald- anna og gæti litið út eins og vatnið hafi lagt. En ísinn er ekki heldur ennþá, til þess þarf að frysta meira - þótt skrýtið sé að nota þá samlík- ingu!“ Kristrún: „Þegar verið er að meta árangur Kvennalistans finnst mér ó- réttlátt þegar bent er á laun kvenna og sagt að þau hafi ekkert hækkað þrátt fyrir starf hans.“ „Já,“ grípur Þórhildur fram í. „I öðru orðinu er Kvennalistanum kennt um slæm laun kvenna, eins og hann hafi átt að geta samið um þau - í hinu orð- inu er sagt að Kvennalistinn hafi engin völd og eng- in áhrif." Drífa: „Kvennalistinn hefur haft mikil áhrif, mun meiri en kosningafylgið segir til um, - kannski ekki síst á aðra flokka. Mér finnst hins vegar of mikil áhætta fyrir Kvennalistann að bjóða fram aftur því hann gæti þurrkast út. Ég vil að konur í félags- hyggjuflokkunum bindist samtökum og myndi öfl- ugan þrýstihóp. Annars gæti staðan orðið sú að Sjálfstæðar konur yrðu eini þrýstihópurinn. Ungar konur verða að skilja að jafnréttið er ekki enn í höfn.“ Þórhildur: „Þú talar um félagshyggjuflokkana. Mér finnst stjórnmálakerfi okkar að verða fornleif- ar. Flokkarnir byggja á hugmyndafræði 19. aldar á meðan við lifum í öðrum veruleika. Flokkakerfið er DRIFA: Kvennalistinn hefur haft mikil áhrif, mun meiri en kosn- ingafylgið segir til um, - kannski ekki síst á aðra flokka. Mér finnst hins vegar of mikil áhætta fyrir Kvennalistann að bjóða fram aftur því hann gæti þurrkast út. ÞORHILDUR: Þú talar um félagshyggju- flokkana. Mér finnst stjórnmálakerfi okk- ar að verða fornleif- ar. Flokkarnir byggja á hugmyndafræði 19. aldar á meðan við lifum í öðrum veru- leika. Flokkakerfið er ekki í takt við eigin samtíö en það er reyndar algengt meö okkur mannfólkiö. 20 v£ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.