Vera


Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 25

Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 25
Álitamál Steinunn V. Óskarsdóttir Að undanförnu hefur farið fram mikil umræða um deigluna sem á sér stað í íslenskum stjórn- málum. Hver hlutur kvenna verður í þeirri þróun er ekki gott að segja til urn á þessari stundu. Skipan framtíðarstjórnmála á Islandi er þó eitthvað sem konur eiga að láta sig varða og taka fullan þátt í að móta. Eg var barn að aldri þegar íslenskar kon- ur lögðu niður vinnu til að sýna fram á mik- ilvægi vinnuframlags kvenna. Sem barn og unglingur fylgdist ég með konum stofna kvennaframboð og síðan kvennalista. Ég horfði í hrifningu á þessar konur koma fram, hver annarri frambærilegri. Þær voru fyrirmyndir. Þær sýndu mér sem unglings- stúlku að konur geta allt sem þær vilja. Að konur væru jafn klárar, jafn vel máli farnar og jafn frambærilegar og karlar. Þær töluðu líka tungumál sem skildist. Ástand efna- hagsmála og fjárhagsstaða heimilanna, um það var talað eins og hvert annað heimilis- að taka þátt ' næstu Alþingiskosningum £ bókhald. Hin hagsýna húsmóðir var hugtak sem hlegið var að í upphafi en er í dag oft notað í hagfræðilegri umræðu. Hið póli- tíska tungutak breyttist með komu þessarra kvenna inn á Alþingi. Hægt en bítandi fór hið háa Alþingi að ræða fæðingarorlof, rétt- indi samkynhneigðra, ofbeldi gegn konum, málefni fjölskyldunnar og fleiri mál sem fram að því höfðu ekki fengið mikla um- ræðu hjá þingheimi. En þetta var þá og síðan eru liðin mörg ár. Fyrir þeirri sögu og þessum árangri ber ég mikla virðingu og veit að án baráttu þess- arra kvenna stæðum ég og stallsystur mínar ekki í sömu sporum og við gerum nú. Það er hins vegar ljóst á þessum tíma sem liðinn er frá stofnun Kvennalista að samtökin hafa að einhverju leyti misst sérstöðuna. Það er ekki eins augljóst nú, eins og það var 1983, að kjósa endilega Kvennalistann ef viljinn er að fjölga konum og femínískum áherslum. Aðrir flokkar hafa nefnilega vaknað af Þyrnirósarsvefni, fjölgað konum og sett fram hugmyndir sem ætlað er að höfða sér- staklega til kvenkjósenda og þeirra sem kusu Kvennalistann á hans blómatíma. Kannski má líka segja að sökin sé að ein- hverju leyti Kvennalistans. Lítil hugmynda- fræðileg endurnýjun hefur átt sér stað, innra starf er frekar lítið og fáar nýjar konur koma til liðs við samtökin. Jafnréttissinnaöir karlar og konur vinni saman Sérframboð kvenna var aðferð sem gafst vel og vakti mikla athygli. Engum blandast hugur um að sérframboð kvenna ýtti við gömlu hefðbundnu flokkunum og neyddi þá til að taka tillit til sjónarmiða kvenna. Nú er hins vegar eins og stöðnun ríki í allri um- ræðu urn jafnréttismál. Nafna mín Hall- dórsdóttir, formaður félags stjórnmálafræð- inga, segir í síðustu Veru að margar ungar konur séu hreinlega orðnar leiðar á við- fangsefninu. Umræðan sé orðin þreytt og leiðindi einkenni alla samræðu. Ég get að sumu leyti tekið undir þessi sjónarmið en tel þó að boltinn sé hjá okkur öllum að taka umræðuna í okkar hendur. Karlar þurfa að gera sig meira gildandi í þessari untræðu og gefa okkur konum ekki prókúru á sannleik- ann í þessum málum. Næsta skref í kvenna- baráttu þarf að vera að konur sameinist jafnréttissinnuðum körlum í stjórnmálaafli þar sem konur og karlar mætast á jafnrétt- isgrundvelli. Auðvitað ber Kvennalistinn einn ekki alla ábyrgð á því að umræðan er orðin stöðnuð. Hreinlífi okkar má hins veg- ar ekki verða til þess að við neitum að ræða aðra aðferðafræði og breytt vinnubrögð. Þegar það gerist erum við farnar að verða baráttunni fjötur um fót. Við Kvennalista- konur vitum nefnilega hvað við viljum og hvað ekki. Við viljum markvissar aðgerðir sem sýna fullan vilja til að fjölga konum í valdamikl- um embættum. Við viljum aðgerðir í stað orða og við viljum völd til þess að geta framkvæmt. Ekki valdanna vegna heldur til að hrinda hugmyndum okkar í fram- kvæmd. Til þess þurfuin við að skapa póli- tískar aðstæður þar sem jafnréttissinnaðir karlar og konur vinna saman. Þær pólitísku aðstæður sköpuðust í Reykjavík 1994 þeg- ar Kvennalistinn bauð fram Reykjavíkur- lista ásamt öðrum. Á þeim vettvangi höfum við verið í aðstöðu til að stjórna og setja stefnu okkar fram með ýmsum hætti. Nú, þegar við sjáum hilla undir næstu öld, er krafa beggja kynja samvinna í mál- um sem skipta okkur máli. Það er grund- vallaratriði að konur fái sömu laun og karl- ar fyrir vinnu sína. Það skiptir karla líka máli að fá að verja tíma með börnum sínum og því hlýtur fæðingarorlof karla að vera sameiginlegt baráttumál. Áhrifin verða þau að það verður jafn „áhættusamt" fyrir at- vinnurekendur að ráða karl eða konu til starfa. Það skiptir karlmenn líka máli að dætur þeirra alist upp við það að þeirra bíði jöfn tækifæri á við synina. Að þær geti orð- ið forsetar, borgarstjórar, forstjórar, banka- stjórar, ráðherrar eða biskupar líkt og bræður þeirra. Þurfum aö hugsa eftir nýjum leiðum Þegar rætt er um uppstokkun í íslenskum stjórnmálum og hugsanlega samvinnu eða sameiningu flokka er það grundvallaratriði að við leyfurn okkur að hugsa eftir nýjum leiðum og séurn ekki fyrirfram bundin á klafa eldri hugmynda. Ný hreyfing jafnað- armanna, kvenfrelsissinna, félagshyggju- fólks, eða hvaða aðra skilgreiningu við vilj- um nota, verður að starfa með jafnræði og jafnréttti rnilli kynja að leiðarljósi. Þess vegna er mikilvægt að sem flestar konur starfi á þeim vettvangi og marki þá stefnu sem þar verður tekin. Við verðum að skapa vettvang þar sem flestir geta fundið hugmyndum sínum far- veg og þar sem konur og karlar starfa sam- an á algerum jafnréttisgrundvelli. Við verð- uni að horfast í augu við þá staðreynd að tímarnir krefjast annarrar hugsunar og breyttra baráttuaðferða. Við þurfum að taka fullan þátt í þeirri umræðu um sam- vinnu/sameiningu flokka sem nú er framundan. Kvennalistakonur, sem og aðr- ar jafnréttissinnaðar konur, verða að skapa sér rými á hinum pólitíska vettvangi og hafa frumkvæði að því að koma okkar femínísku sjónarmiðum á framfæri. Ef við náum því, og fullt jafnræði milli karla og kvenna verður tryggt, er ég ekki í nokkrum vafa um að þannig hreyfing verð- ur vegvísir okkar inn í nýja öld. vera 25

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.