Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 37
Rósa Guöný Þórsdóttir leikur aöra
vinnukonuna og systurina, Claire.
Vinnukonurnar
í Kaffileikbúsinu
Kaffileikhúsið frumsýndi nýlega hið þekkta
leikrit Vinnukonurnar eftir Jean Genet.
Leikstjóri er Melkorka Tekla Ólafsdóttir
og leikendur Rósa Guðný Þórsdóttir, Stein-
unn Ólafsdóttir og Jóna Guðrún Jónsdótt-
ir. Þorgerður Sigurðardóttir sér um Ieikmynd og bún-
inga og þýðandi verksins er frú Vigdís Finnbogadóttir
ásamt leikstjóra.
í verkum sínum snýr Genet viðteknum hugmyndum
á hvolf. Hann sér fegurðina í ljótleikanum, sannleikann
í því falska og er heillaður af hinu leikræna. í leikritinu
kynnumst við systrunum Claire og Solange sem hafa
þjónað húsmóður sinni um langa hríð. Tilfinningar
þeirra gagnvart henni eru blendnar, þær dá hana og fyr-
irlíta í senn, elska og hata. Þær hrífast af fegurð henn-
ar, valdi og blíðu, en þjást einnig vegna þess að hún
kúgar þær og lítilsvirðir.
Leikendur ná mjög sterkum tökum á verkinu og
mælir Vera hiklaust með sýningunni við leikhúsunn-
endur.
Berjumst
a _ i |
gsfx'Li priostaKrappamema
Nú gefst ís-
lendingum
tækifæri til
þess að taka
þátt í átaki
sem hleypt var af stokkun-
um í Bandaríkjunum 1994
undir kjörorðinu „Fashion
Targets Breast Cancer“.
Sérmerktir bolir verða
seldir í helstu tískuverslun-
um landsins og mun ágóði
af sölu þeirra renna
óskiptur til baráttunnar
gegn brjóstakrabbameini
hjá Krabbameinsfélagi fs-
lands.
Brjóstakrabbamein er
langalgengasta krabba-
meinið meðal íslenskra
kvenna. Ár hvert greinast
um 115 konur með
brjóstakrabbamein, þar af
30 undir fimmtugu. Á
hverju ári deyja um 40
konur úr brjóstakrabba-
meini, þar af unt 10 undir
fimmtugu.
Hólmfríöur Karlsdóttir, María Ellingsen, Nicholas Graham, eigandi Joe Boxer, Vigdís Finnbogadóttir og Guörún Agnarsdóttir
kynna átakiö.
37 vera