Vera


Vera - 01.04.1997, Side 30

Vera - 01.04.1997, Side 30
Helga Jónsdóttir viö undirritun stærsta orkusölusamnings Landsvirkjunar sem geröur var í kjölfarþess aö ákveöiö varaö stækka álveriö í Straumsvík. að nýta hana til fulls nema til komi einhver stóriðja. Hins vegar er það svo að raforku má hvergi skorta, þannig að við verðum að virkja þótt aðeins séu sárafáir kaupendur. Þegar við ráðumst í fram- kvæmdir verðum við að fjármagna þær. Það væri því mikilvægt að geta selt umframorkuna um sæ- streng og jafnvel keypt orku til baka, ef við lendum í áföllum. Sæstrengur gæti því tryggt betri nýtingu fjárfestingar. Ég held raunar að tækni eigi eftir að fleygja það mikið fram á næstu árum að sæstreng- ur til Evrópu verði álitlegur kostur. Ég sagði að við framleiddum næga orku fyrir okkur sjálf í dag, en þetta er spurning um að geta líka brugðist við frekari óskum stórkaupenda á orku.“ Hvað með júmblendið og álverið? „Nú hefur verið gengið frá samningum við Norð- menn um stækkun járnblendisins í þrjá ofna og það er ekkert sem bendir til annars en að Columbia Ventures verði að veruleika á Grundartanga." Þegar Helga tók við formennsku í stjórn Lands- virkjunar árið 1995, höfðu ekki verið gerðir stórir orkusölusamningar í tuttugu ár, eða frá því að ÍSAL var stofnað. Ahuginn á orkukaupum hefur farið mjög vaxandi með batnandi efnahagsástandi. Samn- ingur um stækkun ÍSAL var undirritaður skömmu eftir að hún tók við stjórnarformennsku, en auðvitað hafði undirritunin átt sér langan aðdraganda og und- irbúning. Síðan hafa samningar um stækkun járn- blendiverksmiðju á Grundartanga verið innsiglaðir og gefið hefur verið út starfsleyfi fyrir álver Columbia á Grundartanga. Það hefur því ekki verið nein logn- molla í kringum Landsvirkjun síðan Helga settist í stjórnina. Svo eru það skipulagsbreytingarnar í stjórnsýslu Reykjavíkur. Það er nóg að gera... „Já, ég kvarta ekki undan verkefnaskorti," segir Helga, „en það er alveg óskaplega skemmtilegt." Við kveðjumst klukkan hálfsjö á þessum þriðjudegi. Það er ilmur af sól í lofti; þeirri fyrstu sól vetrar sem ber með sér keim af vori. Verkefnum Helgu er ekki lokið í dag, þótt vinnudagur sé á enda, því hún er á leiðinni út að borða - hollustufæði - með dætrum sín- um tveimur og svo skal farið í kvikmyndahús. VIÐSKIPTAFRÉTTIR MARKAÐSMÁL UTBOÐ PENINGAMARKAÐUR AMARI Konur lesa fleira en kvennabl UTAN UR HEIMI VERSLUN VIKUBLAÐ UM VIÐSKIPTI OG KAÐSM-------------------------- EFNAHAGSMÁL UTAN UR HEIMI 30 vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.