Vera


Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 41

Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 41
eftir að skila sér. Óhætt er að mæla með þess- um ljóðavef (http://this.is /poem) fyrir unn- endur ljóðlistar. „Stærsta verkefnið sem ég hef staðið fyrir var Drápa, fyrsta beina myndútsending á netinu en það var líka til- raun til að fá skáld til að prófa að nota tón- list, myndlist, myndbönd eða hverja þá tækni sem þeim dytti í hug að nota til að ýta ljóð- um sínum nær áhorfendum. Fjöldi fólks tók þátt í að gera þetta að veruleika, bæði lista- fólk og tæknimenn. Það var mikið lagt í Drápu og tók undirbúningurinn um níu mán- uði. Mér datt í hug að gaman væri að búa til vef þar sem allir, sem stóðu að þessu, væru kynntir og verk þeirra. Hann var svo settur upp mánuði áður en útsendingin fór fram og var niðurtalning á atburðinum í formi dag- bókar og verki eða listamanni dagsins. Út- sendingin sjálf fór fram 7. júní 1996 og gat fólk fylgst með henni í Tunglinu og tölvum víða um heim. Sama dag kom út bók með ljóðunum á íslensku. Ég var búin að vinna að því að Hallgrímur Helgason tæki þátt í þessu frá París og Sigurður Pálsson frá Suður- Frakklandi en tækniörðugleikar hömluðu því að þeirra verk kæmust í gegn. Enginn ís- lenskur vefur hefur fengið jafnmikla athygli og viðurkenningu og Drápa. Mikill fjöldi heimsótti vefinn á hverjum degi og nýlega fékk hann platínuviðurkenningu frá Net- guide. Vefurinn hefur verið notaður af skóla í Bandaríkjunum sem dæmi um möguleika smáþjóðar til þess að koma sér á framfæri á netinu. Enn er hægt að ná í mynd- og hljóð- búta frá Drápu á netinu: http://this.is/cra- ters,“ segir Birgitta og bætir við að ef borgað hefði verið fyrir vinnuna við vef Drápu hefði bara það kostað um þrjár milljónir króna. En þetta var gert í sjálfboðavinnu, eins og annað, og enn situr hún uppi með skuldir eft- ir ævintýrið en auðugri af reynslu. Listamenn þurfa hvatningu Birgitta hafði umsjón með myndlistargalleríi fyrir Apple-umboðið og hún vinnur nú hjá Miðheimum, m.a. við gerð heimasíðna. Tölvuheimurinn er karlaheimur og hún seg- ist þurfa að sanna sig margfalt betur en strák- arnir til þess að fá vinnu sína viðurkennda. Henni finnst lítill skilningur hjá íslenskum fyrirtækjum á skapandi starfi listamanna og telur að þau gætu nýtt sér betur krafta og innsýn þeirra listamanna sem vilja nýta sér tölvutæknina. „Erlendis er það stefna að styðja listamenn en mér finnst ekki ríkja vel- vilji hjá íslenskum tölvufyrirtækjum í garð listamanna. I Bandaríkjunum varð ég vitni að því hvernig ýtt er undir skapandi starf enda er þar talið að lykill að allri þróun sé að nota skapandi hugsun með tækninni. Ég er formaður samtakanna Telepoetics hér á landi en þau eru starfandi í nokkrum löndum og vinna að tilraunum með að halda uppákom- ur á fleiri en einum stað með aðstoð netsins og annarrar tækni - opna gáttir á milli staða þannig að heimurinn skreppi saman og skáld og aðrir listamenn geti unnið saman þrátt fyrir miklar fjarlægðir. Telepoetics hafa að geyma fólk eins og Alan Ginsberg og Anne Waldman, og samvinnuverkefni hafa sprottið upp allt frá Ástralíu til íslands. Hér er ekki litið á mann sem alvöru listamann nema maður vinni á hefðbundinn hátt og gefi út verk sín hjá viðurkenndum útgáfufyrirtækj- um. Ríkisstjórnin hefur gefið út yfirlýsingar um að styrkja beri nýsköpun. I því efni er mikilvægt að nýta Internetið sem gæti orðið öflugur miðill ef það næði inn í íslenskt sam- félag. Það er mikilvægt að við heltumst ekki úr lestinni í þeirri þróun sem er að eiga sér stað. Auðvitað er hægt að nota netið til að efla íslenska tungu, t.d. með því að nýta það meira til listsköpunar. Enn er ekki samfélags- legur skilningur fyrir þessum möguleikum hér á landi, t.d. nota aðeins tveir þingmenn netið að ráði til tjáskipta. Mér finnst að kenna þurfi notkun netsins á öllum stigum skólakerfisins, allt frá grunnskólum til Há- skólans, en til þess vantar einföld kennslu- gögn og að kenna kennurunum. Náms- gagnastofnun og menntamálaráðuneytið ættu að hafa frumkvæði að því að búa þau til. Einnig þarf að koma upp miðstöð ís- lenskrar menningar á netinu þar sem lista- menn gætu komið verkum sínum á framfæri. Mér finnst að slíkt ætti ekki að vera rekið í sjálfboðavinnu heldur ætti t.d. menntmála- ráðuneytið eða ríkið að leita leiða til að sam- hæfa og nýta það sem til er og jafnvel ráða starfsmann í hálfa stöðu til að vinna að þró- un skapandi hugsunar í tækniumhverfi." Kona í sínum fulla krafti Það má segja að kynni Birgittu af netinu hafi verið ást við fyrstu sýn. Henni finnst ekki hægt að aðskilja samfélagið og Internetið og er heilluð af þeim möguleikum sem netið get- ur haft til þess að hafa áhrif á samfélagið. „Ég hef t.d. heyrt af ættleiðingarstarfi þar sem börn, sem talið var að myndu aldrei eignast foreldra, hafa verið ættleidd, t.d. 16 ára gamall blindur drengur. Netið hefur einnig verið notað til þess að rjúfa einangrun barna á sjúkrahúsum, bæði með tölvupósti og lítilli myndavél sem sett er ofan á tölvu og gerir börnunum kleift að tala við börn á öðr- um sjúkrahúsum. Einnig hefur verið þróaður leikjahermir þar sem rúmliggjandi börn geta leikið sér eins og þau væru í útileikjum." Stundum er sagt um íslenska listamenn að upphefð þeirra komi að utan og það hefur Birgitta Jónsdóttir fundið. Hún fær miklu meiri viðbrögð við ljóðum sínum, myndlist og vefsíðugerð frá öðrum löndum heldur en Islandi. Vefurinn hefur hvetjandi áhrif á sköpunarstarf hennar, t.d. hefur hún samið ljóð við myndir sem hún málar með þurrpastellitum á flauelspappír og setur á netið. Annað áhugamál hennar er norræn goðafræði sem hún fékk innsýn í þegar hún skrifaði texta um goðin fyrir fyrsta spunaspil- ið sem kom út hér á landi og hét Askur Ygg- drasils. Henni finnst sérstaklega mikilvægt að minna á gyðjurnar og telur að heimildir um þær hafi verið eyðilagðar með skipulögðum hætti í áranna rás „Það má segja að minn- ingu aðeins fjögurra goða sé haldið á lofti og það eru karlgoð þó að Freyja og Frigg fái stundum að fljóta með,“ segir hún. „Frigg var t.d. magnaðri og vitrari en Óðinn. Hún þekkti alla galdrana hans en var líka góð móðir og nýtti hið kvenlega innsæi til hins ýtrasta. Ekkert virðist eins skelfilegt og kona í sínuni fulla krafti. Þess vegna er tilhneiging til að skipta konunni í tvennt, gera hana ann- að hvort að gyðju eða skækju. Þetta finnst mér vera undirrót að mörgum vandamálum í samfélaginu, t.d. klámiðnaðinum. Karlar eru að leita að skækjunni í klámmyndum og blöðurn. Ef kona er bara skækja vantar hana sjálfsvirðingu og kona sem er sett á stall verður að hafna stórum hluta af sjálfri sér - því að vera kynvera. Konan þarf að vera heil. Þá nær hún sínum fulla krafti en við það eru karlar hræddir. Við eigum fyrirmynd um hina sterku, heilu konu í norrænu gyðjunum. ís- lendingum er eðlilegt að tengjast norrænum goðum því þau vísa til íslenskrar náttúru sem er ómissandi hluti af lífi okkar hér á þessari afskekktu eyju,“ segir hin alþjóðlega þenkj- andi fjöllistakona Birgitta Jónsdóttir. EÞ 41 v^ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.