Vera


Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 8

Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 8
n s I ó ö a s k i pt i í kv^nnabaráttunni konur eldri þegar þær loks leyfa sér að verða mömmur. Staða kvenna á vinnumarkaði er líka til muna verri en karla, aðallega vegna þess að þær eru ekki fullir þátttakendur í slagnum um stöðurnar, enda er áþyrgð á um- önnun smábarna sem fyrr að mestu hjá kon- um, annað er undantekning. Fyrsta barnið okkar fæddist í upplestrarfíi í skólanum. Þegar ég lauk kennaraprófi gekk ég með annað barnið. Auðvitað var þetta klúður, en varð þó ekki til þess að ég hætti í skóla eins og tíðarandinn bauð. Minnisstæð verður þó angistin yfir að geta ekki uppfyllt þær kröf- ur að hafa barnið lengi á brjósti eins og vera bar sem góð móðir. Næsta barn skyldi því sannarlega fá að vera endalaust á brjósti ef svo bæri undir. Sá hinn sami var hins vegar ekki á því máli og öskraði linnulítið þar til hann fékk pela. Lærði eina lexíu þar. En er ekki sama brjóstagjafapressan enn á ungum mæðrum, ég bara spyr? Þær eru margar stelpurnar á mínu reki sem hættu námi, fóru inn á heimilið eða út að vinna fyrir elskunni sinni sem var í lang- skólanámi. Þessar sömu konur fylltu síðar öldungadeildirnar og urðu óseðjandi varð- andi skólalærdóm. Ég og minn maður kláruðum okkur hins vegar saman með dyggum stuðningi fjölskyldna okkar, les. kvennanna. Frumburðurinn, og þau þrjú sem komu á næstu þremur og hálfu ári, plús þær tvær sem komu skömmu síðar, breyttu hins vegar öllum áformum mínum um fram- haldsnámið í Skotlandi. Það var aldrei neitt beinlínis sagt um stöðu kynjanna í upphafi sambúðar okkar, það var ósagt en alveg skýrt frá fyrstu byrjun; við vorum jafningjar og félagar, vorum í þessu saman og jafnábyrg. í framhaldsnám færum við t.d. annað hvort bæði eða hvorugt. Það reyndum við, en námslán stóðu ekki til boða, styrk gátum við fengið en fyrir fólk með ómegð gekk það dæmi ekki upp. Kvenfrelsisbarátta Á árunum frá 1970 -1980 var alltaf talað um jafnréttisbaráttu. Það var ekki fyrr en með tilkomu Kvennaframboðsins um 1980 sem íslenskar konur fóru almennt að tala um kvenfrelsi. Auðvitað hafði ég þefað af Rauð- sokkum, mætt í Sokkholt á fundi, en var þar aldrei alveg á bólakafi. Kvennafrídagurinn 1975 markaði sennilega vatnaskil í mínu lífi eins og þúsunda annarra kvenna. Þetta var árið sem ég tók að mér formennsku í Kenn- arafélagi Reykjavíkur og ég hugsa að sú kvennaumræða sem verið hafði undanfarin ár og frídagurinn, hafi átt sinn þátt í að ég heyktist ekki þegar eftir var leitað. Kjör Vig- dísar forseta var annar ómetanlegur áfangi í vitundarvakningu kvenna á íslandi. Það má aldrei gleymast. Stofnun Kvennaframboðsins 1982 rak hins vegar endahnútinn á ferli sem þegar var hafið. Ég stökk strax á það, var með frá byrjun. Þar fann ég samhljóm og farveg fyr- ir allar mínar væntingar og viljann til að bæta þjóðfélagið og breyta konum í hag. Auðvitað hefðu Kvennaframboðið og Kvennalistinn árið 1983 ekki fengið þann hljómgrunn sem raun varð á nema að und- angenginni erjun jarðvegarins. Hugsjónaeld- ar kvenna brunnu um allt ísland og baráttu- andinn blossaði. Kvennaframboðin hafa m.a. gert það að verkum að réttur kvenna til jafnrar þátttöku í þjóðlífinu er í orði kveðnu sjálfsagður. Framkvæmdin er hins vegar klúður í meira lagi enda fylgir sjaldnast hugur máli eins og launamisréttið m.a. sýnir. Kvenfrelsi er valdabarátta og við erum enn vart af frum- stigi varðandi kvenfrelsi hér á landi. Konur á valdastólum gera öðrum konum heldur ekk- ert gagn ef þær eru þar á öðrum forsendum en þeim að vinna að bættum hag kvenna. Það að fjölga konum í stjórnum og ráðum í þeim eina tilgangi að ná ákveðnum hlutföll- um, getur beinlínis verið hættulegt fyrir mál- stað kvenna; gefið falskt öryggi. Það eru kvenréttindakonurnar sem skipta sköpum; það eru þær sem breyta þjóðfélaginu konum í hag. Kvenfrelsisbarátta er og verður aldrei eitthvert fjárans miðjumoð! Hetjur verða ekki til án fórna lÆattAía&ííóttir' Þá var gaman að vera íslensk kona í Danmörku. Við gengum um með bros á vör yfir djörfung og dug íslenskra kvenna. Hvernig er hægt að gera skil í stuttri grein þeim áhrifum sem hetjan móðir mín og hennar kynslóð hafa haft á líf mitt og dóttur minnar? Ekki auðvelt. Hér verða því aðeins reifaðar nokkr- ar hugleiðingar. Að vera alin upp af kvenréttindakonu hefur án efa mótað mig meira en ég geri mér grein fyrir. Ég er elst sex systkina. Þannig varð ég mjög snemma fullorðin og tók alvarlega þær skyldur og þá áþyrgð sem því fylgdi að vera fyrirmyndin sem ekki mátti bregðast. Á mínum helstu mótunarárum, uppúr 1960, varð móðir mín æ virkari í jafnrétdsumræðu og kvenna- baráttu og faðir minn sýndi einstakt fordæmi og tók meiri þátt í uppeldinu en feður almennt gerðu á þessum árum. Þegar móðir mín fór að vinna utan heimilisins lögðust sjálfkrafa á mig skyldur og ábyrgð sem mér á stundum þóttu erfiðar en gerðu mig um leið duglegri og sjálfstæðari en ég hefði orð- ið ella. Skilaboðin í uppeldinu voru einnig alltaf skýr. Þegar kom að því að ákveða lífsstarf var ég sannfærð um að ég gæti gert allt sem hugur minn stóð til og mér væru allir vegir færir. Enginn munur var á væntingum foreldra minna til okkar systkin- anna eftir kyni. Fyrirmyndin heima sagði okkur líka að karlar og konur gætu unnið saman að barnaupp- eldi þannig að konan fengi einnig notið sín utan heimilisins. Foreldrar mínir voru hugsjónafólk og notuðu alla sína starfskrafta við kennslu og tóku virkan þátt í stjórnmálum og kjarabaráttu. Þeirra barátta fyrir bættu samfélagi og betri kjörum í þjóðfélaginu var mér hvatning til að láta gott af mér leiða og miðla í starfi mínu því sem jákvætt er og fagurt. Munurinn á minni kynslóð og þeirri næstu á und- an er meðal annars sá að konur af kynslóð mömmu komu inn í baráttuna sem útivinnandi mæður og höfðu sjálfar reynt misrétti þjóðfélagsins harkalega. Þær voru með annan fótinn í gömlum gildum og hefðbundnum uppeldisaðferðum en hinn í draum- sýninni. En þær tileinkuðu sér ný viðhorf í barna- uppeldi þar sem hver einstaklingur, hvors kyns sem hann var, fékk að njóta sín. Við sem á eftir komum gengum því að ýmsum hlutum sem gefnum. Þó enn væri langt í land í jafnréttisbaráttunni þá var slagur- inn auðveldari fyrir okkur vegna dugnaðar þeirra. Við vorum betur undirbúnar. En mín kynslóð hefur Iíka gert sér grein fyrir því að hetjur verða ekki til án fórna og á ýmsu gekk hjá móður minni og hennar kynslóð. Þessar konur voru með stóra barnahópa sem þurfti að sinna ásamt mikilli vinnu utan heimilisins. Mín kynslóð eignað- ist því ekki mörg börn. Við vissum að samfélagið gerði okkur ekki mögulegt að sinna stórri fjölskyldu og öðlast einnig starfsframa. Til að framfleyta stór- um barnahópi þarf mannsæmandi laun fyrir eðlileg- 8 v£ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.