Vera


Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 26

Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 26
viðhalda U þ jó ðfélagi Helga Jónsdóttir borgarritari hefur gegnt mörgum ábyrgðar- og áhrifastöðum, bæði hér heima og erlendis, og átt sæti í fjölda nefnda og ráða. Súsanna Svavarsdóttir skyggndist inn í starfssvið Helgu, feril hennar og daglegt líf. S Olíkt konum sem taka þátt í stjómmálum, standa konur í embættiskerfinu til hlés hvað varðar áreiti fjölmiðla - sem á líka við um karlmenn - og við vitum því minna hverjar þær eru og hvað þær gera. Nafn Helgu Jónsdóttur, sem var ráðin í stöðu borg- arritara 1. ágúst 1995, hafði þó oft birst í fjölmiðlum. Hún kom hvorki ómenntuð, né óreynd, til starfa í Ráðhúsinu - heldur hafði hún ágæta menntun og fjöl- þætta reynslu. Reynslu sem hefur nýst henni í þeim fjölda af ólíkum málum sem inn á borð hennar berast. Árið sem Helga var ráðin í stöðu borgarritara, var hún einnig skipuð í stjórn Landsvirkjunar, í sæti for- manns. Hún kom þetta ár frá Bandaríkjunum, þar sem hún hafði verið varafulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í framkvæmdastjórn Alþjóða- bankastofnananna í Washingtonborg. Áður hafði hún verið skrifstofustjóri forsætisráðuneytisins og ritari ríkisstjórnarinnar, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, aðstoðarmaður forsætisráðherra, fulltrúi í skiptarétti Reykjavíkur, fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneyti og allt þetta gerðist á árunum 1979-1995. Á námsár- unum hafði hún starfað sem forfallakennari í Verslun- arskóla íslands, þar sem hún kenndi vélritun, dönsku og þýsku, auk þess að starfa sem blaðamaður við Tímann. Árið 1979 var hún skipuð fulltrúi menntamálaráð- herra í stjórn Félagsstofnunar stúdenta, þar sem hún sat í fjögur ár, ári síðar settist hún í félagsmálaráð Kópavogs jafnframt því sem hún var lögfræðingur barnaverndarnefndar. Árin 1984-1986 sat hún í stjórnkerfisnefnd, sem undirbjó m.a. frumvörp til nýrra stjórnarráðslaga, stjórnsýslulaga, laga um um- boðsmann Alþingis og ríkisendurskoðun. 1985-1987 var hún formaður fíknivarnanefndar ríkisstjórnarinn- ar og formaður tryggingaráðs 1987-1989. Helga lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands 1973, lögfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1978 og nam við International Monetary Fund Institute (kennslustofnun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins) árið 1992. Hún ólst upp í Kópavoginum - og hún býr í Kópa- voginum, gift og þriggja barna móðir. Þegar ég sest inn á skrifstofuna hjá Helgu í Ráðhús- inu, daginn sem við höfum knappan tíma til að taka viðtal, er lokað fyrir símann - nema „beinu línuna,“ til að heimilið nái sambandi. Ég verð alltaf þvinguð í návist embættismanna. Mér finnst þeir skapa sér fjarlægð við lífið, hreyfa sig og tala eftir einhverjum sérkennilegum formreglum; jafnvel tala við fjölskylduna sína í knöppum stíl sem gefur til kynna að þeir eigi annríkt og séu mikilvægir. Svo hefur maður heyrt að konur í ábyrgðar- og stjórn- unarstöðum séu kaldar, ósvífnar, harðar og vægðar- lausar. Sest í stól á skrifstofu Helgu, líður mér eins og ég sé að hitta gamla skólasystur. Hún hefur ljúfa fram- komu, er glaðleg, afslöppuð og við ræðum leiksýn- ingu sem við sáum um daginn. Kemur í ljós að hún hefur ekki tapað hæfileikanum til að hrífast; vera þátttakandi í því augnabliki sem er að líða - og upp- eldi barnanna er henni greinilega stór gleðiþáttur sem hún hugsar mikið um. Það er ekki langt liðið á viðtalstímann þegar mér er orðið ljóst hvers vegna Helgu hefur verið treyst fyrir þeim krefjandi störfum sem hún hefur tekist á við. Hún er manneskja sem líklega flestir vilja hafa í kringum sig; í jafnvægi, glaðvær og traust. Og hún ætlar í hagfræði þegar hún verður stór. Ætlaði í læknisfræði þegar hún var lítil. Nam lög- 26 v#ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.