Vera


Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 24

Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 24
Álitamál Álitamál Álitamál Kristín Einarsdóttir Kvennalistinn bauð fram til Al- þingis í fyrsta sinn árið 1983 og hefur haft veruleg áhrif í ís- lenskri pólitík þótt langt sé frá því að upphaflegum markmið- um sé náð. Þegar Kvennalistinn kom inn á hinn pólitíska vettvang áttu margir ákaf- lega erfitt með að átta sig á því hvað þess- ar konur vildu. Hví gátu þær ekki verið í karlaflokkunum sem fyrir voru? Voru þær til hægri eða vinstri? Það voru þessar spurningar og margar fieiri sem voru svo ögrandi og mikilvægar. Kvennalistinn vildi þjóðfélag þar sem öll mál væru skoðuð og skilgreind frá sjónarhóli og hagsmunum kvenna ekki síður en karla. Við vildum séum á réttri leið. Telji konur að ekki sé lengur vænlegt til árangurs að bjóða fram kvennalista þá á að taka mið af því. Ef það er niðurstaðan verður að horfast í augu við það að konur innan Kvennalistans hafa mismunandi viðhorf til gömlu flokkanna, m.a. hverjir þeirra séu líklegastir til að láta sig kvenfrelsismál einhverju skipta og með hverjum þeirra þær kynnu að vilja starfa. Veljum ekki íhaldssömustu leiðina I ljósi þessa væri fráleitt að Kvennalistinn færi að eiga aðild að því að bjóða fram 45 4 Álitamál t^ssa blads Kvennalistinri í sameiginlegu framboði félagshyggjuflokkannd kvenfrelsi. Pólitík Kvennalistans var hvorki skilgreind út frá mælikvörðum hægri eða vinstri, kapítalisma eða sósíalisma né öðr- um hefðbundnum mælistikum. Kvennalist- inn var ný vídd, þriðja víddin. Það verður að skoðast í þessu sögulega samhengi hvort það sé íslenskri kvenfrelsisbaráttu til fram- dráttar að Kvennalistinn sameinist svoköll- uðum félagshyggju- og jafnaðarmanna- flokkum. Enn er langt í land Frá því að Kvennalistinn var stofnaður hef- ur mikið vatn runnið til sjávar og sitthvað breyst til batnaðar. Konum hefur fjölgað í ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu, m.a. á Al- þingi og í sveitastjórnum, og fleiri konur gegna nú mikilvægum stjórnunarstöðum. Nú er því líklegra en áður að mál séu skoð- uð og skilgreind út frá kvennapólitískri sýn þótt enn sé langt frá því að markmiðum Kvennalistans sé náð. Frá upphafi hafa Kvennalistakonur rætt það sérstaklega fyr- ir hverjar kosningar hvort halda ætti áfram að bjóða fram eða hvort tími væri kominn til að fara nýjar leiðir í baráttunni. Það er mikilvægt að einblína ekki eingöngu á tæk- in sem notuð eru heldur hafa þau markmið í huga sem stefnt er að og hvernig þeim verði best náð. Er framboðsleiðin gengin sér til húðar? Þær raddir hafa heyrst innan Kvennalistans að sérframboð kvenna sé ekki lengur ár- angursrík leið í kvennabaráttu. En um hvaða leiðir er að ræða? Sumar konur telja það vænlegt til árangurs að Kvennalistinn sameinist gömlu flokkunum. Ekkert hefur hins vegar komið fram hjá þessum flokkum um nýjar leiðir eða breyttar áherslur, hvorki í kvennabaráttu eða almennt í þjóð- málum. Hvað er þá svona nýtt og frumlegt við það? Ég tel þetta fremur íhaldssama leið, leið sem hefur verið margreynd í ís- lenskri pólitík án þess að skila sýnilegum árangri. Ég tel sameiningu við gömlu flokk- ana ekki koma til greina og lít svo á að með því værum við að bregðast þeirri hug- myndafræði sem lögð var til grundavallar sérframboði kvenna. Vissulega hafa gömlu flokkarnir reynt að laga sig að tilvist og kröfum Kvennalistans en í þeim efnum er ekkert fast í hendi og hætt við að sæki í fyrra horf ef Kvennalistinn hyrfi af vett- vangi. Ef það er rétt mat að kvennaframboðs- leiðin sé gengin sér til húðar þá er skynsam- legt að staldra við. Það er tilgangslaust að halda áfram nema við trúum því að við sameiginlegan lista með þeim stjórnmála- flokkum sem nú eru í stjórnarandstöðu á Alþingi. Þessir flokkar hafa ekki frekar en aðrir litið á málin kvennapólitískum aug- um. Auk þess tel ég hverfandi líkur á því að þeir flokkar í stjórnarandstöðu sem helst hafa verið nefndir til sögunnar bjóði fram saman til næstu alþingiskosninga. ^ Síðast en ekki síst tel ég ekki tímabært að taka nú ákvörðun um það hvort Kvenna- listinn eigi að bjóða fram aftur. Kjörtíma- bilið er aðeins hálfnað og nægur tími til að meta stöðuna. Þótt skoðanakannanir bendi til að ekki blási byrlega fyrir Kvennalistann þessa stundina er með samstöðu og barátt- ugleði hægt að lyfta grettistaki og bjóða fram í öllum kjördæmum eftir tvö ár. Tvö ár í pólitík er langur tími. Enginn veit hvernig hið pólitíska landslag lítur út að þeim tíma liðnum. Hugsanlega verður jarð- vegur fyrir nýjan stjórnmálaflokk með nýj- um viðhorfum og nýja sýn sem byggir bæði á viðhorfum kvenna og karla. Kvennalistinn kom með ferska vinda og reisn inn í íslenska pólitík og auðvitað eig- um við að yfirgefa vettvanginn með sama hætti þegar sú stund rennur upp. i 24 wCra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.