Vera


Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 39

Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 39
Konur<s>lnternetid og á fjölda ættingja í landinu. Þegar herfor- ingjastjórnin fór frá var ákveðið að gefa öll- um upp sakir og á götum höfuðborgarinnar Monte video, sem er á stærð við Reykjavík, getur maður rekist á fyrrum böðla sína. Ég hef ekki áhuga á því.“ Þegar Ana er spurð um söguefni segist hún ekki vera í vandræðum því að þau sé allsstað- ar að finna. Fjölskylda hennar hefur búið í sama, stóra húsinu í 170 ár og ósjálfrátt detta manni sögur Isabelle Allende í hug þegar slíkt hús er nefnt. En Ana er ekki hrifin af því að litið sé á túlkun Isabelle á lífinu í Suður-Am- eríku sem hina einu sönnu mynd. „Isabelle hefur búið til staðlaða mynd fyrir Evrópubúa og Bandaríkjamenn af lífinu í þessari heims- álfu. Hún byrjaði á því að stæla Gabriel García Márquez og nú halda lesendur að þeir viti hvernig líf suðurameríkana sé. Það eru töfrar alls staðar og oft er raunveruleikinn ótrúlegri en skáldskapurinn. Sögur um ástir og dauða eru til í fjölskyldum í öllum lönd- um. Með því að hlusta á fólkið okkar komumst við oft að ótrúlegum ævintýrum," segir Ana og augu hennar ljóma. Konur veröa aö ná tökum á Internetinu En hvernig datt henni í hug að skrifa bók urn konur og Internetið? „Ég komst að því að ekki var til nein bók um þetta efni og ákvað því að skrifa hana,“ segir hún blátt áfram og útskýrir af hverju henni fannst það nauðsynlegt. „Bækur um tölvur eru flestar miðaðar við karlmenn á aldrinum 16 til 21 árs sem eru með tækja- dellu. Tölvuheimurinn er búinn til af karl- mönnum fyrir karlmenn og uppbygging tölva höfðar til karlmannlegrar hugsunar. Karl- menn vilja halda tölvuheiminum fyrir sig og láta konur halda að þetta sé of flókið fyrir þær. Karlmönnum virðist eðlilegt að leika sér í tölvum án sérstaks tilgangs en konur vilja hafa skynsamleg not af þeim, t.d. færa heim- ilsbókhald eða skrifa falleg bréf. Margar kon- ur eru of varkárar og þora ekki að prófa sig áfram. En tölva er bara tæki sem hægt er að slökkva á ef maður lendir í vandræðum. Það gerist ekkert alvarlegra en það! Þegar ég byrjaði að kynna mér Internetið fyrir fimm árum komst ég að því að fáar kon- ur á mínum aldri höfðu nýtt sér þessa tækni. Mér fannst því vanta bók til þess að opna fyrir þeim þennan heim og nú hefur bókin mín verið þýdd á ensku og spænsku. Kon- ur vilja gjarnan vita af hverju á að gera hlutina svona en ekki hinsegin áður en þær halda áfram en karlar hafa minni áhuga á því, þeir vilja bara kom- ast áfram. Auk þess að vera handbók eru í bókinni viðtöl við konur sem hafa notfært sér Internetið. Bókin Wired women, sem kom út í Ástralíu, er líka viðtalsbók við konur um Inter- netið og er eina bókin, sem ég veit um, sem fjallar um þetta málefni," segir Ana. Önu er mikið í mun að konur geri sig gildandi í tölvuheimin- um og nefnir í því sambandi að það var kona sem bjó til tækið sem var undanfari nútímatölv- unnar. Hún hét Ada Byron, dóttir Byrons lávarðar, og var uppi í 18. öld. Ada var mikill stærðfræðing- ur og bjó til tæki sem var kallað á ensku analytical engine. í bók sinni segir Ana frá Ödu Byron og tímarit hennar á Internetinu nefn- ist Ada. Stór tölvufyrirtæki hafa einnig nefnt tölvur í höfuðið á „Konur verða að sækja sér völd í þeim heimi sem Internetið er,“ segir Ana Valdez. „Ég er sannfærð um að eftir þrjú til fjögur ár verður notkun þess orðin mun meiri þótt það verði kannski ekki eins notadrjúgt og sjón- varpið. Skapandi starf á mikla möguleika á Internetinu, t.d. er þar talsvert af tímaritum sem koma aldrei á pappír. Ég veit um a.m.k. tvö spennandi kvennatímarit á Internetinu. Upplýsingaöflun af öllu tagi er mjög auðveld á netinu og það mun spara fólki mikinn tíma á næstu árum, t.d. við innkaup og bankavið- skipti," segir Ana að lokum. Tímarit Önu á Internetinu hefur slóðina: http://www.algonet.se/~agora/ada. Til að komast á menningarsíðu hennar í Dagens Nyheter er slóðin: http:// www. dn. se/kvinnors. EÞ Kvinnor@ Ana L. Valdés'-* Bonnier DataMedia 7* m FRITT INTERNET- ABONNEMANG INGÁR Hk HHHHHHHH fann enga bók sem fjallar um konur og Internetið ikvaö því að skrifa hana sjálf. Ödu. ÓLAFUR ÞORSTEINSSON LJÓSRITUNARPAPPÍR KARTON PRENTPAPPÍR UMSLÖG BRÉFSEFNI Vatnagarðar 4 Pósthólf 551 12 1 Reykj avík sími 568 8200 símbréf 568 9925 39 v£ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.