Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 7
menningu og menntun fyrirstríðsáranna í
Evrópu. Þetta mótaði þau bæði og ég naut
góðs af. En þrátt fyrir borgaralegt yfir-
bragð bernskuheimilis míns voru þau bæði
runnin úr verkamannastétt - pabbi einn af
róttæku menntamönnunum, fylgjendum
Héðins Valdemarssonar og mamma Al-
þýðuflokkskona alla tíð. Þá var Alþýðu-
flokkurinn verkamannaflokkur. Hjarta
flestra í mínu æskuumhverfi sló því með
verkalýðnum og réttindabaráttu þeirra sem
minna máttu sín. Það mótaði mig sterkt
enda einhenti ég mér í baráttu fyrir bættum
kjörum og réttindum kvenna strax og færi
gafst. Ég var nefnilega líka heppin með eig-
inmann. Við hjónin skiptum með okkur
búverkum frá fyrstu tíð, sem ekki var al-
vanalegt á þessum tíma. Man að sumir
strákarnir ráku upp stór augu þegar hann
stóð við þvottavélina með svuntu og
gúmmíhanska (sem ég aldrei notaði) og
vildi ekki fara með þeim út, enda konan
farin með sinni vinkonu í bíó.
Ég stakk mér á kaf í stéttabaráttuna þeg-
ar hann hafði fengið nóg af félagsmála-
stússi og börnin voru að mestu komin af
höndum. Fram að því hafði ég verið algjör
fyrirmyndarmamma sem bakaði og saum-
aði bæði á sjálfa mig og þau (aðallega á
nóttunni ). Ég rak sérkennsluþjónustu
heima, í samstarfi við manninn minn, fyrir
nemendur sem illa rákust í almennum
skóla, á meðan fjögur elstu börnin voru
mjög lítil. Fór þó fljótlega að kenna utan
heimilis, eða um 1960, enn með ómegð og
ólétt enn eina ferðina.
Krakkarnir sýndu mömmu sinni skilning
alla tíð enda lögðum við bæði áherslu á að
vera alltaf með þeim þegar við vorum ekki
að vinna. Ég held að þeim hafi fundist það
vera eðlilegt ástand að mamma væri dulít-
ið upptekin við annað á köflum. Ég varð
þó að fá mér konu í húshaldið þegar mest
gekk á í samningalotunum sem gátu varað
sólarhringum saman. Mín kynslóð breytti
hádegismatnum, við færðum hann til
kvöldsins. Reyndum þó enn að kenna
börnum okkar mannasiði og enn var farið í
spariföt á sunnudögum þegar okkar krakk-
ar voru litlir. Skiptir ef til vill ekki öllu en
gerir dagamun og dagamunur skiptir máli.
Ég var fyrsta konan sem kosin var for-
maður Kennarafélags Reykjavíkur árið
1974 og fyrsti formaður jafnréttisnefndar
BSRB árið 1976. Þegar Kvennaframboðið
kom fram bættist pólitíkin við. Ekkert af
þessu hefði þó gengið nema fyrir dyggan
stuðning heimafyrir, ekkert þessu líkt var
sjálfsagt þegar kona átti í hlut.
Brussumar
Enn í dag telst það til undra og stórmerkja
ef kona skipar æðstu stöður hér á landi.
Þeir eru líka margir hjónaskilnaðirnir sem
orðið hafa í kjölfar „réttindabrölts," fé-
lags- og stjórnmálaþátttöku kvenna.
Hvernig eiginkonur og mæður eru það líka
sem eru á sífelldum fundum? Enn er hvísl-
að um þær konur sem gera sig gildandi á
sömu forsendum og karlar - eru fullgildir
þátttakendur í mótun samfélagsins. Þær
voru ekki margar konurnar sem voru virk-
ar í stjórnum og ráðum félaga opinberra
starfsmanna og á sömu forsendum og karl-
arnir í kjarasamningagerð þegar ég var að
byrja þar. Þær voru heldur ekki margar sem
þorðu að taka til máls á fundum og segja
sína skoðun á þessum tíma, hvað þá að
orða baráttumál kvenna. Þær sem það
gerðu voru álitnar ókvenlegar „brussur".
Flestar voru líka upp fyrir haus í þeirri
„realpólitík“ að vinna fullan vinnudag
utan heimilis en slá jafnframt hvergi af
heima fyrir. Karlarnir tóku sér tíma til að
vera virkir þátttakendur í samfélagsmótun-
inni. Margir þeirra höfðu líka mannaforráð
og þar með meiri tíma til að sinna félags-
málunum.
Á þingi BSRB árið 1976 þurfti sérstakan
samstöðufund á kvennaklósettinu á Sögu
til að halda konum inni í stjórn og endaði
með sex konum í átján manna stjórn BSRB.
Konur voru þó rúmlega 60% félagsmanna.
Karlar hafa Iöngum ráðið ferðinni i kjara-
málum landsmanna, við látið þeim það eft-
ir og gerum enn. Þetta þing BSRB var líka
merkilegt fyrir það að sökum harðfylgis
kvenna og forsjálni þeirra sem skynjuðu
kall tímans var ákveðið að setja á laggir
jafnréttisnefnd og samþykkt sérstök álykt-
un um jafnréttismál. Þar var því lýst yfir að
til þess að rjúfa hefðbundnar takmarkanir
á starfsaðstöðu kvenna í þjóðfélaginu væri
nauðsynlegt að öll börn ættu rétt á dagvist-
unarrými. Sá liður ályktunarinnar þótti
mjög róttækur, olli nokkru fjaðrafoki og
blaðaskrifum. Hvað átti fólkið eiginlega
við? Átti að setja öll börn á barnaheimili,
ekki bara börn einstæðra mæðra?
Pillan og sjálfstæði kvenna
Ég var alla tíð ákveðin í að verða kennari,
hafði auk heldur ákveðið framhaldsnám í
Skotlandi þegar ég hitti æskuástina rnína á
átjánda ári. Aldrei hafði ég verið við karl-
mann kennd, barnið, og engin pillan!
Pillan gerbreytti sjálfstæðri tilveru
kvenna í heiminum. Ég veit að líf mitt hefði
orðið öðruvísi ef pillan hefði verið komin...
en ég hefði alls ekki viljað skipta á lengra
skólanámi og barnahópnum og missa
þannig af því að eignast stóra fjölskyldu.
Börnin gáfu okkur báðum mikla lífsfyll-
ingu og kenndu okkur margt...og svo er
það hreinlega skemmtilegra að eiga stóra,
samhenta fjölskyldu.
„Sá á kvölina sem á völina“, segir þar og
það er umhugsunarvert að enn er aðbúnað-
ur barnafjölskyldna á íslandi þannig að
ungt fólk, sér í lagi ungar konur, sem sam-
kvæmt orðanna hljóðan eiga val, eiga það í
raun ekki. Erfiðleikar við að stunda nám og
vera jafnframt með smábörn eru það mikl-
ir enn í dag að fjölskyldur verða æ minni og
v£ra 7