Vera


Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 16

Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 16
' ynslóðaskipti í k v C' n n a b a r á 11 u n n i / kvennafrceðunum er hugmyndaheimi femínismans stundum skipt í tvennt; þann „hefðbundna“ og þann „nýja“. Kynslóðabil í femínískri gagnrýni endurspeglar meira en annað hversu frjótt og lifandi afl femínisminn ^ýnslóðabil í femínískri gagnrýni er. Breyttar aðstæður og breytt kjör kvenna kalla á fersk sjónar- horn og skemmtilegar vangaveltur innan femínismans bera vott um þær hræringar sem þar hafa átt sér stað. í þessari grein ætla ég að draga fram nokkrar áherslubreyt- ingar í hugsun femín- ismans og þá fyrst og fremst eins og þær birtast í umfjöllun um áhrif valds á líf kvenna. Þetta er m.ö.o. enn eitt innleggið í umræð- una um það hvort konur eru þolendur eða gerendur í eigin lífi. Til að gera grein fyrir breyttum áherslum tek ég dæmi úr um- fjöllun femínismans um kvenímyndir, þ.e. þeim myndum sem kvenleikinn tekur á sig í samfé- laginu t.d. í fjölmiðlum. Greiningar femínista fyrr og nú á þýðingu og „valdi“ kvenímynda yfir konum sýna glöggt breyttar áherslur í femínískri hugsun. Þróun femínismans minnir að vissu leyti á þróun dægurtónlistar. Dægurtónlistin verður til af ákveð- inni þörf, ýmis stef „ganga aftur“ en um leið er svig- rúm fyrir breytingar og nýjar leiðir til að erta skyn- færin. Á sama hátt má segja að ýmsar af áherslum hins „nýja“ femínisma hefðu ekki náð að spretta upp nema vegna þess að búið var að sá fyrir þeim að hluta. Hinar ýmsu tegundir femínisma eru tilbrigði við stef. Stefið er gagnrýni á þau öfl sem talin eru hefta og takmarka líf og kjör kvenna. Tilbrigðin eru , //. f/iiíi/óJ/'S(/óUff' tíðarandinn og þau ólíku viðhorf, kenningar og skýringar á stöðu kvenna, sem rúmast innan femín- ismans. Fórnarlömb á kvennaklósettinu Móðir mín, sem nýlega varð fimmtug, sagði mér um daginn að hún hefði rétt einn ganginn verið að glugga í Kvennaklósettið eftir Marilyn French (1977). „Það eru ákveðnir kaflar í þessari bók sem ég les aftur og aftur,“ sagði hún. Þegar ég innti hana nánar eftir því hvaða kaflar það væru, kom í Ijós að hún var að tala um þann hluta bókarinnar sem fjall- ar um daglegt líf húsmæðra í úthverfi í Bandaríkj- unum. Framsetning Marilyn French fékk hana til að hugsa um reynslu sína af húsmóðurstarfinu á ann- an hátt en áður. Þau tengsl sem róttækir femínistar á borð við Marilyn French drógu á milli aðstöðu kvenna, kvenímynda og valdakerfis samfélagsins voru áhrifamikil og sannfærandi. Hún var hluti af bylgju þeirrar vitundarvakningar sem hrærði upp í hugsunum og skoðunum kvenna upp úr 1970. Hér á landi mátti greina þær í heitum umræðum um nei- kvæð áhrif ríkjandi valdakerfis á líf kvenna, bæði kjaralega stöðu og sjálfsmynd. Rauðsokkur, sem voru m.a. undir áhrifum af Marxískri umræðu þessa tíma, bentu á að feðraveldið sæi sér hag í að framleiða ímyndir og hugmyndir um konur sem staðfestu valdafyrirkomulag samfélagsins. ímyndir þar sem konur eru eins og Barbiedúkkur eða um- hyggjusamar húsfreyjur, ávallt til þjónustu reiðu- búnar. Kvennalistinn, sem er róttæk kvennahreyf- ing, tók að mörgu leyti í sama streng en lagði í upp- hafi áherslu á menningarlega sérstöðu kvenna og já- kvætt gildi hennar fyrir samfélagið. ímynd móður- innar var upphafin og hugtakið „reynsluheimur“ er löngu orðið hluti af tungutaki íslendinga. Bæði Rauðsokkum og Kvennalistanum hefur ver- ið álasað fyrir að skilgreina konur sem kúgaðan hóp, þar sem óvinurinn, eða kúgarinn, tekur óum- flýjanlega á sig líki karlmannsins. Þessari tegund femínisma hefur verið lýst sem „fórnarlambafemín- isma“ og kallar nafngiftin upp mynd af konum sem píslarvottum á altari karlaveldisins. Konurnar eru þolendur á meðan karlarnir eru gerendur. Að mörgu leyti er þessi gagnrýni ómakleg. Hug- myndafræði Rauðsokkanna spratt upp á tímum þegar sjálfsagt þótti að karlmenn hefðu hærra kaup

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.