Vera


Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 33

Vera - 01.04.1997, Blaðsíða 33
að ferðast til þeirra staða sem börnin dvelja á og fylgj- ast með en starfið greiðir engan ferðakostnað svo ég hef þurft að semja við fjölskylduna. Við höfum keypt land og byggt húsnæði fyrir börnin. Það hefur t.d. þurft að kaupa rafstöð, kýr, þvottavélar og stóla. Verkefnin eru óþrjótandi. Á heimilunum starfa innfæddir á okkar veg- um við umönnun og kennslu. Allt unnið í sjálfboðastarfi Er það rétt að öll skrifstofuvinna ykkar sé sjálfboða- starf? „Já, það er rétt, öll vinnan bak við starfið er sjálf- boðavinna svo framlag styrktaraðila, kr. 1.450 á mán- uði, sem eru að baki hverju barni, fer óskert til hjálpar- starfsins. Reyndar fer meira til barnanna því ágóði af sölu á dagatölum, jólakortum, pennum og fleiru rennur einnig til þeirra. Kostnaður við rekstur skrifstofunnar er óverulegur og hann er einnig greiddur með ágóða af lausasölu. Við tökum við ákveðnum fjölda barna inn á munaðarleysingjaheimilin og reynum svo að fá stuðn- ingsaðila fyrir hvert barn. Engu barni er þó vísað á dyr þó styrktaraðili hætti að borga. En það þyngir vissulega róðurinn." Nii sá ég í fréttabréfinu ykkar að skólastofur bam- anna bera nöfn islenskra fyrirtcekja, setn em vœntan- lega stuðningsaðilar. “ „Já, á Indlandi, á heimili Litlu ljósanna, heitir landið sem við keyptum fyrir fé frá styrktaraðilum „Island" og skólastofurnar heita eftir þeim fyrirtækjum, stofnunum eða einstaklingum sem gefið hafa 50.000 kr. til kaupa á þeim, t.d. Ástjörn, Omega, Akranes og Hjallaskóli." Pað er setti sagt til lítið Island á lndlandi. Landittn œtti að vera stoltur afþessu. Em það einkutn stöndug fyrirtœki sem bafa tekið þátt í þessu? „ Nei, alls ekki. Það er hugarfarið sem gildir. Svo er einnig um þá einstaklinga sem eru styrktaraðilar. Marg- ir þeirra berjast sjálfir í bökkum en leggja okkur samt lið, og sumir hafa þann hátt á að þeir skrá börnin sín sem styrktaraðila." Pað er sniðug hugmynd. I uþplýsingaþésa frá ykkur segir að á Indlandi séu stúlkuböm ettn verr sett ett drengir, vegna gamalla hefða. „Já, með þeim þarf að borga heimanmund, en dreng- ir sjá fyrir foreldrum sínum í ellinni. Þær eru því byrði á fjölskyldunum og oft er mjög illa farið með þær.“ Sjötíu kornabörn yfirgefin á mánuði - flest stúlkur Ég hef heyrt að mun fleiri stúlkur séu bornar út en drengir, og að frekar sé gripið til fóstureyðinga sé um meybarn að ræða. Eg velti vöngum yfir því hvort börn- um í hinum bágstadda heimi ntyndi ekki vegna betur ef félagsleg staða mæðra þeirra batnaði, réttindi þeirra ykjust. Ég spyr Guðrúnu Margréti hvort hún hafi orðið vör við að ályktun sem samþykkt var á Pekingráðstefn- unni um rétt stúlkna hafi bætt hag þeirra. „Nei, ég hef því miður ekki orðið vör við neinar breytingar þar að lútandi." I nýlegu fréttabréfi las ég ttm nýja köllun sem vakn- að hefur hjá ykkur, varðandi þessi meyböm. „Já, sú hugsjón vaknaði hjá mér á ferðalagi um Ind- land í janúar að stofna sérstakt heimili fyrir kornabörn í Madras á Indlandi. Við höfum fest kaup á landi fyrir munaðarleysingjaheimilið þar, sem hefur verið í leigu- húsnæði til þessa, og ætlunin er að kornabarnastarfið verði þar líka. Það er dýrt að kaupa land en ódýrt að byggja. Við ráðumst hér í stórt verkefni og höfum eng- in loforð fyrir því að styrktaraðilar fáist fyrir þessi börn, en við vonum það besta. Við ætlum að reyna að taka við 25 kornabörnum á 6 mánaða fresti og sjá svo hverju fram vindur. Draumur minn er að hefja einnig hliðstætt kornabarnastarf í Orissa héraði á Indlandi. Sem dæmi um örvæntinguna sem þarna ríkir get ég nefnt að á einu sjúkrahúsi sem ég sá í Orissa eru að meðaltali 70 korna- börn yfirgefin á mánuði og þá fyrst og fremst stúlku- börn. Það sem við tökurn að okkur er ekki nema örlítið brot af þörfinni.“ Værirðu hlynnt því að fleiri bágstödd böm fengjust til ættleiðinga á Islattdi? „Ég lít þetta gjarnan út frá sjónarmiði hagkvæmni. Hvert og eitt barn sem er ættleitt á íslandi er fyrst og fremst mikils virði í augum nýju foreldranna. Og hér- lendis er mjög dýrt að ala upp barn. Það er hægt að bjarga mikið fleiri börnum fyrir sömu upphæð í heima- landi hinna bágstöddu. Svo er fólk almennt ófúst að gefa börnin úr landi, einkum þegar fréttist af illri með- ferð á stúlkubörnum í Evrópu, eins og gerðist í Belgíu á dögunum. Þó eru til staðir á Indlandi þar sem fólk sel- ur börnin sín fyrir smápeninga, fátæktin er svo mikil. 26 milljónir sendar frá ABC-hjálparstarfi Það er auðséð að hér er dauðans alvara á ferðinni og að Guðrún Margrét starfar heils hugar við þetta hugsjóna- starf. Hún er sjálf gift, tveggja barna móðir og ég spyr hana hvernig fjölskyldan taki álaginu sem starfinu fylgi. „Þetta væri auðvitað ekki hægt ef eiginmaður minn stæði ekki á bak við mig og sæi fjölskyldunni farborða. Börnin mín eru alveg sátt við þetta, en ég er heima hjá þeim fyrir hádegi. Stundum verður álagið mikið og þá vinn ég meira en þær fjórar klukkustundir á dag sem viðveran á skrifstofunni krefst. I mínum huga eru það forréttindi að fá að starfa við það sem mér er hjartfólgn- ast.“ Nú heyrir maður oft, þegar hjálparstarf ber á górna, að sumir treysti því ekki að peningarnir komist til skila í réttar hendur. Er þetta fyrirsláttur til að fría sig ábyrgð á meðbræðrunum? Okkur hættir stundunt til að gleyina því að sjálf getum við orðið hjálpar þurfi. „Já, einmitt. Það er þó ekkert óeðlilegt að sumir séu tortryggnir, en oft er þetta líka fyrirsláttur til að þurfa ekki að leggja sitt af mörkurn. Svo er ég stundum spurð að því hvers vegna ég reyni ekki heldur að hjálpa bág- stöddum á Islandi. Ég svara þá gjarnan á þá leið að eymdin sé svo mikið meiri víða erlendis að það sé ekki sambærilegt, auk þess sem fjármunir þeir sem við höf- um undir höndurn margfaldast að verðgildi í þessurn löndum. En þeirn sem tortryggja hjálparstarfið vil ég benda á að ársreikningar starfsins eru sendir Ríkisend- Þetta hús reisti íslenska hjálparstofnunin ABC - hjáiparstarf á Indlandi. Húsiö heitir Heimili Litlu Ijósanna og þar búa 610 munaöarlaus börn sem styrkt eru af íslendingum. 33 v£ra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.