Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 16
OGMUNDUR HELGASON
RITMENNT
þeirri hugmynd með því að færa handrit Norðurlandabúa í sér-
stalca aðalflokka eftir efni, númer VII-IX í skránni, Det dansk-
nordiske geographiske, historiske, og literariske Fag; Det
Danske, Norske, og Slesvig-Holsteenske juridiske fag; og
Svenske Sager. Voru íslensk handrit í öllum þessum flokkum.
Aðalflokkunum þremur var síðan skipt nálcvæmar eftir efni í
undirflokka. Flestar handritalýsingarnar eru örstuttar, og þá
gjarnan getið stærðar eða brots, þótt elcki sé raðað eftir því, og
jafnframt sé um að ræða skinnhandrit.
í ávarpi til konungs og lesenda skrárinnar nefnir Jón sem rétt-
lætingu á verki sínu að þegar hann hafi tekið við stöðu sinni við
bókasafnið hafi handritin „virkelig været at ligne med en ned-
graven Slcat."3 Meðal annars hafi eklci verið á þeim efnisröðun,
svo nauðsynlegt hafi verið vegna fræðimanna að koma þeim í
tilhlýðilegt horf, enda voni hann að skráin verði „[...] eet af de
store Hielpemidler til Videnskabers og nyttige Kunsters Op-
komst og Udbreedelse [,..]"4 innan konungsríkisins.
Fyrir utan örstutta lýsingu á efni og stærð handritanna og
hvernig einstaka þeirra urðu eign safnsins, til dæmis Snorra-
Edda og Flateyjarbók, er ekki að finna nákvæma lýsingu í
skránni, hvorki á dönsku eða latínu, en bæði málin eru notuð
eftir atvikum. Hafi handritin á hinn bóginn nafn er gjarnan vís-
að til þess, til dæmis: „Et Stykke af Skalda s(ive) arte poetica
Septentr(ionali) 4to".5 „Sylloge historiarum miscellanearum is-
landicarum, er en Samling af nyere Afslcrifter af islandske Hi-
storier, indeholder nu 19 St(ykker) in Fol(io)".6 Hér er semsé eng-
ar skrár að finna, hvorki efnis- né nafnaskrár.
í lolc 18. aldar, það er 1795, kom út slcrá yfir bækur og handrit
Otto Thott greifa, Catalogi bibliothecæ Thottianæ tomus septi-
mus libios cum ab inventa typographia ad annum MDXXX
excusos tum manusciiptos continens, þar sem meðal annars eru
talin upp íslensk handrit í eigu hans. Þessi handrit komust síðan
í eigu Konunglega bókasafnsins og er lýst í slcrá Kristian Kálund
um handrit safnsins eins og síðar greinir.
3 Jón Eiríksson, Udsigt over den gamle Manuscript-Samling, bl. 6r.
4 Sama rit, bl. 5r.
5 Sama rit, bls. 93.
6 Sama rit, bls. 112.
12