Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 24
ÖGMUNDUR HELGASON
RITMENNT
HANDRITASAFN LANDSBÓKASAFNS
IV'. AUKABJNDI
SAMIÐ IIAFA
CRÍMUR M. IIELGASON
oc.
ÖCMUNDUR HELCASON
W.YKJAVlK
1AN OSBOKASAKN ÍSLANDS - IIÁSKÓIABÖKASAFN
19%
Titilsíða síðasta bindis hand-
ritaskrár Landsbókasafns
1996.
Er efnisskránni skipt í 23 efnisflokka, sem síðan eru flestir með
fjölmörgum uppsláttarorðum svo þar er geysimikil vinna að
baki, sem og í öllu þessu langstærsta skráningarverki íslenskra
handrita.
Eftir að skrá Páls Eggerts Ólasonar um handritasöfn Lands-
bókasafns kom út hafa verið prentuð fjögur viðbótar- eða aulca-
bindi, eins og þau eru nefnd, með sama sniði en aukinni ná-
lcvæmni við efnislýsingu í hverju bindi. I. aukabindi, 1947, er
einnig samið af Páli, II. aukabindi, 1959, af Lárusi Blöndal, III.
aukabindi, 1970, af Lárusi Blöndal og Grími M. Helgasyni og IV.
aukabindi, 1996, af Grími M. Helgasyni og Ögmundi Helgasyni.
Aftast í II. aukabindi birtist Skrá um skinnblöð í Landsbóka-
safni íslands eftir Jakob Benediktsson, með sérstökum efnis- og
nafnaskrám.
Danskar skrár frá 20. öld
Enda þótt handritum Konunglega bókasafnsins og Háskólabóka-
safnsins í Kaupmannahöfn hafi verið gefin númer samkvæmt
Wolfenbúttel-kerfinu hafa ekki verið gefnar út almennar hand-
ritalýsingar á borð við þær sem Kálund gerði á íslenska handrita-
efninu. Er að líkindum skýringin sú að það efni sem safninu hef-
ur borist hafi reynst of mikið að vöxtum til að vinna það af því-
líkri nákvæmni. Hér ber að nefna fjórar grundvallarútgáfur hand-
ritaskráa þessara safna þar sem alls staðar er að finna efni sem
varðar á einhvern hátt ísland. Elst þessara skráa er Katalog over
Det Store Kongelige Bibliotheks haandskrifter vedrorende Nor-
den, særlig Danmark, sem út kom í þremur bindum og þriðja
bindið í tveimur hlutum á árunum 1903-15 undir nafni E. Gigas,
er skýrir verkið þannig í formála:
Som Monstre ere tildels benyttede Heinemanns Katalog over Wol-
fenbuttel-Bibliothekets Manuskripter og Kálunds over den Arna-
magnæanske Samling. Ordningen af Manuskripterne er den, der folges
i det st. kgl. Bibliotheks haandskrevne Katalog over hele dets Manu-
skriptsamling [...]. Nærværende Bind [...] indeholder saaledes forst
Haandskrifter vedrorende Nordens Topografi, Statsforhold og Historie
idethele, dernæst dem angaaende Danmarks Topografi og dets Statsfor-
hold indtil Krigsvæsen inclusive. I næste Bind fortsættes dette Afsnit
med: Kirkevæsen. [...] Kun ved Haandskrifter, der ere ældre end 16de
20
j