Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 33

Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 33
RITMENNT SIGMUNDUR MATTHÍASSON LONG, 1841-1924 köllun sína og starf á sviði þjóðlegra fræða. Þessi kyrrláti og vandaði maður var mjög trúrækinn og bar andstreymi lífs síns með þolgæði. í dagbókum sínum er hann sífellt að biðja guð að hjálpa sér og sínum nánustu í blíðu og stríðu. Það sem einkum var hon- um til yndis um ævina lýsir hann í þessari vísu 1865: Fróðleg bók og fögur mey felur angur seggja; betra í heimi eg veit ei en það hvörutveggja.8 Richard Long - afi í föðurætt Upphaf hinnar fjölmennu Longættar sem runnin er frá Austfjörðum er rakið til Ric- hards Longs (1783-1837), verslunarþjóns og síðar verslunarstjóra á Utstekk við Stóru- Breiðuvík við Reyðarfjörð.9 Hann fæddist í Belby, litlu þorpi norðan Humberfljóts í Englandi, og lenti í því ævintýri ellefu ára gamall að ráðast káetudrengur á skip sem fransltir sjóræningjar tóku herskildi. Þeir höfðu Richard litla hjá sér á skipinu uns það strandaði við norðanverða vesturströnd Jót- lands. Héraðsfógetinn í Lemvig tók dreng- inn að sér og lagði grundvöll að starfsnámi hans. Að svo búnu gerðist Richard skrifstofu- þjónn G.A. Kylms, íslandskaupmanns, um 1802 og fór á vegum hans til Reyðarfjarðar 1805 að talið er og var í þjónustu hans og síðar annars kaupmanns á Eskifirði til 1818 er hann varð fyrir því óláni að vera hrakinn þaðan skuldum vafinn. Eftir það átti hann ekki annarra kosta völ en að gerast bóndi, fyrst í Eskifirði í Eskifjarðardal, síðan á Sel- látrum við Reyðarfjörð. Að lokurn var hann lcelandic Heritage Centre, Hnausa, Manitoba, Canada. Sigmundur Matthíasson Long. í húsmennsku hjá dóttur sinni í Árnagerði í Fáskrúðsfirði. Við andlátið skildi hann eftir sig stórskuldugt þrotabú. Richard Long varð afar kynsæll. Hann 8 Smámunir eða Kveðlingasafn [...] I. Lbs 2185 8vo, bls. 168. 9 Niðjatal hans, Longætt I—III, kom út í Reykjavík 1998. Ritstjóri: Gunnlaugur Haraldsson. Þar er að finna æviþætti Richards, barna hans og niðja og er efni þessarar greinar um æviatriði þeirra sumt sótt þangað en að langmestu leyti í rit Sigmundar sjálfs, einkum fyrrgreindar dagbækur hans 1841-1924 og „Smámuni eða Kveðlingasafn ..." Lbs 2185-86 8vo. Auk þess eru prestsþjónustubækur, sóknarmanna- töl og aðalmanntöl mikið notuð hér án þess að til þeirra sé vitnað hverju sinni. Stiklað er á stóru í æviágripum en um rækilegri fróðleik slcal vísað hér til II. bindis Longættar. Þar er ævisaga Sigmundar á bls. 747-824 og niðjatal hans á bls. 825-34. Loks 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.