Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 51
RITMENNT
SIGMUNDUR MATTHÍASSON LONG, 1841-1924
hneppa mig í vinnumennsku, en leyft mér
að fara með Fríðu mína til Ameríku. Þókti
mér vænt um það, en veit þó ei, hvað að ráði
verður, því peningana vantar. Ég treysti
drottni í því sem öllu öðru." (24/88).
Síðasta veturinn sem Sigmundur var á
Seyðisfirði sýndi hann á sér nýja hlið hæfi-
leika sinna. Hann fékk hlutverk í leikriti,
Jeppa á Fjalli eftir Ludvig Holberg. Sýning-
arnar urðu sjö talsins á bilinu 7.-24. mars
1888 og áhorfendur um 280-300. (24/71-
75).
Áður en Sigmundur hvarf af landi brott
sótti það fast á hann að ljúka af dálitlu er-
indi. Hann tekur sér far með póstskipinu til
Vopnafjarðar og er þar 16. maí. „Ætlaði að
finna og tala við E(lsu) m(ína), en hitti nú
svo á, að hún liggur á sæng, og er það sem
fleira, að margt fer öðruvísi en ætlað er."
(25/27). Ferðir vonhýrra manna á fund ást-
meyja hafa trúlega fáar snautlegri orðið. Að-
eins tveimur mánuðum áður, 15. mars,
hafði hann fengið bréf „frá E. m." og hún
hefur þar greinilega leynt hann högum sín-
um. (25/16). Vissulega hefði Elsa getað spar-
að Sigmundi vandræðalega kveðjuferð og
vonbrigði með því að játa hreinskilnislega í
bréfi sínu að annar maður væri kominn í
spilið.
Síðasta ástarævintýri Sigmundar var nú
að baki. Hann var á 49. aldursári þegar hann
sigldi vestur um haf og ornaði sér þar við
yndisyl minninganna:
Þannig förlast öllum oss
ellinnar að lögum.
Margan fékk eg meyjarkoss
á mínum æskudögum.52
Sigmundur Matthíasson Long á efri árum.
Sigmundur heldur til Vesturheims
Sextán ára dvöl Sigmundar á Seyðisfirði
varð honum bæði til gleði og mæðu. Hann
naut virðingar framan af og háði harða bar-
áttu fyrir afkomu sinni en varð þó að þiggja
af sveit þegar á leið. Þó greiddi hann sjálfur
„farbréf" vestur fyrir sig og Fríðu sína, 225
krónur, en hafði að vísu fengið að láni 70
krónur sem voru greiddar fljótlega eftir
komuna vestur. (25/37, 48). Vesturfaraskip-
ið lét úr höfn á Seyðisfirði 8. júlí 1889
(25/37), og ferðinni lauk svo í Winnipeg 26.
52 Tilv. rit, bls. 143.
47