Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 122
INGI SIGURÐSSON
RITMENNT
T í M A R I T
IIIN S
ÍSLENZKA BÓKMENTAFÉLAGS.
I. ARGANGUR.
1880.
REYKJAVÍK.
Pkentbmidja Íbafoldak.
1880 Og- 1881.
Landsbókasafn.
Titilsíða fyrsta árgangs Tímarits Hins íslenzka bók-
menntafélags.
ar gáfu út fræðslurit. Fræðslugreinar, um
búnaðarefni og önnur mál, ætlaðar almenn-
ingi, birtust m.a. í Fjölni, Nýjum félagsrit-
um, Gesti Vestfirðingi og í nokkrum
tímaritum um landbúnaðarmál, sem urðu
skammæ. Athyglisvert er, að Sigurður
Gunnarsson gaf út safnritið Iðunni 1860 og
talar þar urn í formála, að lítið hafi verið
gefið út af alþýðlegum fræðsluritum, síðan
Magnús Stephensen féll frá.11
Þegar fjallað er um áhrif upplýsingarinnar
á Islandi á síðustu áratugum 19. aldar og
öndverðri 20. öld, borið saman við það, sem
gerðist í öðrum Evrópulöndum, er milcil-
vægt að hafa í huga, að ástand mála í land-
inu við upphaf tímabilsins var nær því, sem
verið hafði á því skeiði, sem hefðbundið er
hér á landi að kenna við upplýsinguna, en í
flestum grannlöndum. Þannig hafði þróun
formlegrar alþýðufræðslu verið hæg á ís-
landi, borið saman við mörg önnur lönd. Af
þessu leiddi, að við upphaf tímabilsins voru
betri forsendur fyrir því en víða annars
staðar að telja stefnu upplýsingarmanna í
mennta- og menningarmálum enn í fullu
gildi. Einnig er á það að líta, að í upphafi
tímabilsins höfðu nýjungar í tækni, sem
komið höfðu fram síðan á upplýsingaröld,
náð til landsins í minna mæli en gerðist í
flestum löndum í vestanverðri Evrópu.
Útgáfa fræðsluefnis fyrir almenning
Margt er sameiginlegt með hugmyndum ís-
lenzkra upplýsingarmanna og íslendinga á
síðustu áratugum 19. aldar og öndverðri 20.
öld varðandi útgáfu fræðsluefnis fyrir al-
menning.
Ymis dæmi eru þess, að á síðustu áratug-
um 19. aldar og öndverðri 20. öld væri bein-
línis litið til fræðsluritaútgáfu upplýsingar-
manna sem fyrirmyndar.12
Björn M. Ólsen. Hió íslenzka bókmenntafjelag
1816-1916-, Sigurður Líndal. Hið íslenzka bók-
menntafélag.
11 Sigurður Gunnarsson. Iðunn, bls. iii.
12 Sjá m.a. um bókaútgáfu íslendinga á upplýsingar-
öld: Böðvar Kvaran. Auðlegð íslendinga-, Helgi
Magnússon: Fræðafélög og bókaútgáfa; Loftur Gutt-
ormsson: Bókmenning á upplýsingaröld; Ólafur
Pálmason. Magnús Stephensen og bókmenntastarf-
semi hans. Fjallað er um útgáfu fræðslurita fyrir al-
þýðu á síðustu áratugum 19. aldar og öndverðri 20.
118