Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 113
RITMENNT
EGIL HOLMBOE
lét sig elclci muna um að taka beinan þátt í
viðræðum Hamsuns við Hitler.24
Um svipað leyti og þeir Hartmann og
Egeland heimsóttu Holmboe komst Morg-
unblaðið á snoðir um hann og dvalarstað
hans. Blaðið hafði samband við Holmboe og
falaðist eftir viðtali við hann, og tók hann
því ekki fjarri í fyrstu en kvaðst síðan ekki
geta orðið við þessari ósk. Þegar greinar
Egelands og Hartmanns birtust í Aftenpost-
en ítrekaði Morgunblaðið erindið, en Holm-
boe synjaði því og neitaði jafnframt að hafa
nokkurn tíma rætt við Aftenposten. Morg-
unblaðið fékk hins vegar staðfestingu á því
hjá ritstjóra Aftenposten að Holmboe hafði
veitt blaðinu viðtal, og í árslok 1978 birti
Morgunblaðið frétt með eftirfarandi fyrir-
sögn: Túlkur Hamsuns á fundinum með
Hitler býr í Reykjavík. Egill Holmboe nú ís-
lenzkur ríkisborgari. Blaðið skýrði hins veg-
ar hvorki frá íslenslcu nafni hans né heimil-
isfangi þar eð Holmboe gelck ekki heill til
skógar.25
Eftir þetta varð aftur hljótt um Holmboe.
Hann lést í Reykjavík 4. ágúst 1986, níræð-
ur að aldri. Hann var jarðsettur í kyrrþey, og
andlát hans var elcki auglýst í fjölmiðlum.
Nafn Holmboes kom aftur fyrir sjónir al-
mennings tveimur árum síðar þegar endur-
minningar Leifs Muller komu út. Eiginkona
Holmboes, Sigríður A. Matthíasdóttir, lést í
mars 2000.
Heimildaskrá
Óprentaöar heimildir
Utemiksdepartementet. Oslo:
Holmboje], Egil Anker Morgenstierne. Personregis-
terkort.
Riksarkivet. Oslo:
Sak nr. 225. Egil Anker Morgenstjerne Holmboe.
Þjóðskjalasafn Islands:
Forsætisráðuneytið. Fálkaorðan. F-1-III-IV, 1935-1939.
Utanríkisráðuneytið. 1967-B/31. Sendiherrar og ræðis-
menn II, 1934-1940.
Prentaðar heimildir
Aftenposten. Oslo 1978.
Ásgeir Guðmundsson. Berlínar-blús. íslenskir með-
reiðarsveinar og fórnarlömb þýskra nasista.
Reykjavík 1996.
Baldur Bjarnason. í Grínifangelsi. Endurminningar frá
hernámsárunum í Noregi. Reykjavík 1945.
Bjarni Jónsson frá Unnarholti. Islenzkir Hafnarstúd-
entar. Akureyri 1949.
Garðar Sverrisson. Býr íslendingur hérí Minningar
Leifs Muller. Reykjavík 1988.
Hansen, Thorkild. Processen mod Hamsun. Forste og
tredje bind. Kobenhavn 1978.
Kristmann Guðmundsson. Dægrin blá. Saga skálds.
Reykjavík 1960.
Morgunblaðið 1978.
Nanna Rögnvaldardóttir. Ævi mín og sagan sem ekki
mátti segja. Endurminningar Björns Sv. Björnsson-
ar. Reykjavík 1989.
Sigurður A. Magnússon. Með hálfum huga. Þroska-
saga. Reykjavík 1997.
Stjórnartíðindi 1955. Reykjavík 1955.
Utenriksdepartementets Kalender for 1939. Oslo
1940.
Verdens Gang. Oslo 1997.
Sammendrag
Denne artikkelen handler om nordmannen Egil
Holmboe, som fungerte som tolk ved Knut
Hamsuns mote med Adolf Hitler i Berghof i juni
1943. Egil Anker Morgenstieme Holmboe var
fodt den 24. april 1896 i Holtál ved Trondheim. I
1917 ble han ansatt i norsk utenrikstjeneste og
24 Erik Egeland: Hamsun fulgte ikke instruks, Aften-
posten, 17.10. 1978. Sami: Ja og amen, sa Hamsun,
Aftenposten, 19.10. 1978. Sverre Hartmann:
Hamsun i skjult regi, Aftenposten, 21.10. 1978.
25 Morgunblaðið, 29.12. 1978.
109