Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 127
RITMENNT
UPPLÝ SINGIN
ustu áratugum 19. aldar og öndverðri 20. öld
en áður hafði verið.
Misjafnt var, úr hvaða stéttum þeir voru,
sem beittu sér fyrir stofnun lestrarfélaga; í
sumum tilvilcum voru það menntamenn, í
öðrum tilvikum var það alþýðufólk. Yfir-
leitt fór þáttur alþýðufólks vaxandi að þessu
leyti seint á tímabilinu. Kemur þar m.a. til
athugunar stofnun bókasafna og lestrarfé-
laga ungmennafélaga. Það er eftirtektarvert,
hve mikið er fjallað um starfsemi lestrarfé-
laga og mikilvægi fræðslu, sem fæst með
lestri bóka, í handskrifuðum sveitarblöð-
um.27
Eins og áður getur, slitnaði aldrei þráður-
inn í útgáfu alþýðlegs fræðsluefnis meðal ís-
lendinga á næstu áratugum eftir það tíma-
bil, sem hefðbundið er að kalla upplýsingar-
öld. Eftir 1870 kom verulegur fjörkippur í
slíka útgáfu, þótt mörgum, sem tjáðu sig
um þessi efni á næstu áratugum, t.d. Þor-
valdi Thoroddsen, þætti engan veginn nóg
að gert.28 Gefin voru út rit um ýmis efni.
Útgáfa sérstakra rita um einstök efnissvið
fór vaxandi, auk þess sem meira varð um
það en áður, að ritgerðir, sem flokka má
undir alþýðlegt fræðsluefni, væru birtar í
tímaritum og blöðum. Samhengi er í út-
gáfustarfseminni að því leyti, að milcið var
gefið út um ákveðna efnisflokka, svo sem
landbúnaðarmál og heilbrigðismál, er skip-
að höfðu mikilvægan sess í útgáfu næstu
kynslóða á undan. Þannig hélzt sú hefð, að
helztu læknar landsins semdu fræðslurit
um heilbrigðismál.
Það er mikilvægt athugunarefni, hverjar
voru meginforsendur aukinnar útgáfu
fræðsluefnis, sem ætlað var almenningi, á
síðustu áratugum 19. aldar og öndverðri 20.
öld. Hér koma margir samverkandi þættir
til álita. Yafalaust hefur það haft veruleg
áhrif, að Alþingi fékk fjárveitingarvald og
gat þannig stutt ýmiss konar menningar-
starfsemi, þótt mikillar sparsemi væri gætt
á landshöfðingjatímanum og ýmsum þættu
framlög til margra málaflokka skorin við
nögl. Þjóófélagsbreytingar á landshöfðingja-
og heimastjórnartímanum ýttu svo undir
frekari umsvif á sviði mennta- og menning-
armála. Stuðningur við margs konar skóla-
starfsemi hafði og mikið að segja; sú stað-
reynd, að æ fleiri íslendingar höfðu notið
ákveðinnar grunnmenntunar, lcallaði á
aulcna eftirspurn eftir lestrarefni. Hér ber
einnig að líta á aukna sérhæfingu í þjóðfé-
laginu, margs konar félagsstarfsemi og vax-
andi þéttbýlismyndun. Athyglisvert er það,
sem greinir í formála fyrsta árgangs Tíma-
rits Hins íslenzka bókmenntafélags, að fjár-
stuðningur, sem Alþingi veitti félaginu, hafi
verið forsenda þess, að ráðizt var í útgáfu
tímaritsins. Merkilegt er líka það, sem þar
segir um möguleika á útbreiðslu fræðslu-
efnis,- tillcoma fleiri prentsmiðja og aukin
útgáfa blaða og tímarita er rædd í því við-
fangi.29 Fjölþættara þjóðfélag leiddi til þess,
að fræðsluefni náði til fleiri sviða en áður
hafði þekkzt.
27 Fjallað er um bókasöfn og lestrarfélög á því tíma-
bili, sem tekið er til meðferðar í þessari grein, m.a.
í eftirtöldum greinum: Ingibjörg Steinunn Sverris-
dóttir: Lestrarfélög presta; Steingrímur Jónsson: Yf-
irlit um þróun bókasafna á íslandi.
28 Þorvaldur Thoroddsen: Hugleiðingar urn aldamót-
in, bls. 8.
29 Formáli, bls. 2.
123