Ritmennt - 01.01.2001, Blaðsíða 102
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
RITMENNT
Utanríkisráðuneytið norska var að mestu
leyti leyst upp eftir hernám Þjóðverja og
starfsmönnum þess kornið fyrir í öðrum
ráðuneytum eftir því sem tök voru á. Þegar
Holmboe fannst það dragast á langinn að
hann yrði fluttur í annað ráðuneyti skrifaði
hann 1. október 1940 bréf til majórs í Berlín
sem hét Bruclc, en Holmboe hafði kynnst
honum þegar þýska hernámsliðið lagði und-
ir sig norska utanríkisráðuneytið. Holmboe
bað Bruck að beita áhrifum sínum hjá þýsk-
um stjórnvöldum sér í hag. Hann kvartaði
yfir því í bréfinu að vildarvinir yfirmanna í
utanríkisráðuneytinu fengju bestu stöðurn-
ar:
Til dæmis hafa allir starfsmenn ráðuneytisins
sem tóku þátt í flótta ríkisstjórnarinnar verið
fluttir fyrir löngu í aðrar stöður sem eru jafnvel
betri en þeir gegndu áður. Aðrir, og þar á meðal
ég, sem veigraði mér blátt áfram við að fylgja því
fólki á flóttanum sem hljópst frá ábyrgð sinni fæ
ekkert að gera. ... Það liggur í augum uppi að ég
mun leggja mig allan fram í starfi mínu framveg-
is vegna þeirrar björtu framtíðar sem bíður olck-
ar eftir öllum sólarmerkjum að dæma.
Síðar kvaðst Holmboe hafa skrifað hréf
þetta af „taktískum" ástæðum. Elcki er ljóst
hvort Bruck majór sinnti málaleitan Holm-
boes.7
Skömmu síðar var Holmboe fluttur fyrir
atbeina yfirmanna sinna í utanríkisráðu-
neytinu til starfa í hinu nýstofnaða menn-
ingar- og upplýsingaráðuneyti. Fréttadeild
utanríkisráðuneytisins hafði skömmu áður
verið sameinuð menningardeild hins ný-
stofnaða ráðuneytis, og var Holmboe ráðinn
starfsmaður hennar. Hann átti einkum að
fást við þau mál sem höfðu áður heyrt und-
ir fréttadeild utanrílcisráðuneytisins og var
titlaður sérfræðingur í utanríkismálum.
Fyrsta verkefni Holmboes var að semja álits-
gerð um það hvernig haga skyldi áróðri er-
lendis, og tólc hann að öllu leyti undir sjón-
armið Nasjonal Samling í tillögum sínum. í
nóvember 1940 var stofnuð sérstök stjórnar-
skrifstofa innan menningar- og upplýsinga-
ráðuneytisins sem tók við verlcefnum frétta-
deildar utanríkisráðuneytisins. Hún nefnd-
ist Direktoratet for spesialorientering, og
var Holmboe skrifstofustjóri hennar frá 1.
janúar 1941 til stríðsloka. Helstu verkefni
skrifstofunnar voru að kynna Noreg og
norslc málefni erlendis, semja og koma á
framfæri við erlend dagblöð og tímarit grein-
um um menningu, stjórnmál og annað efni,
gefa út tímarit um menningu, stjórnmál og
efnahagsmál, lcoma á framfæri norskum
áróðursmyndum erlendis, ráða norska lekt-
ora við erlenda háskóla, veita styrki til náms
erlendis, svara fyrirspurnum um norsk mál-
efni erlendis frá, bregðast við misvísandi eða
röngum ummælum um Noreg erlendis og
halda sýningar erlendis og í Noregi. Holm-
boe hagaði starfsemi stjórnarskrifstofu þess-
arar í einu og öllu í samræmi við stefnu
Nasjonal Samling, norska nasistaflokksins,
einkurn að því er laut að samstarfi floklcsins
við Þýslcaland. Skrifstofan átti að verða vís-
ir að nýju, norsku utanríkisráðuneyti sem
starfaði í náinni samvinnu við Þjóðverja.8
Nolckru eftir hernám Þjóðverja hitti
Holmboe annan Islending, sem var búsettur
í Ósló. Það var Baldur Bjarnason, síðar
magister, sem stundaði nám í sagnfræði og
landafræði við háskólann þar í borg. Baldur
sagði svo frá fundi þeirra Holmboes:
7 Sama.
8 Sama.
98