Ritmennt - 01.01.2001, Síða 33
RITMENNT
SIGMUNDUR MATTHÍASSON LONG, 1841-1924
köllun sína og starf á sviði þjóðlegra fræða.
Þessi kyrrláti og vandaði maður var mjög
trúrækinn og bar andstreymi lífs síns með
þolgæði. í dagbókum sínum er hann sífellt
að biðja guð að hjálpa sér og sínum nánustu
í blíðu og stríðu. Það sem einkum var hon-
um til yndis um ævina lýsir hann í þessari
vísu 1865:
Fróðleg bók og fögur mey
felur angur seggja;
betra í heimi eg veit ei
en það hvörutveggja.8
Richard Long - afi í föðurætt
Upphaf hinnar fjölmennu Longættar sem
runnin er frá Austfjörðum er rakið til Ric-
hards Longs (1783-1837), verslunarþjóns og
síðar verslunarstjóra á Utstekk við Stóru-
Breiðuvík við Reyðarfjörð.9 Hann fæddist í
Belby, litlu þorpi norðan Humberfljóts í
Englandi, og lenti í því ævintýri ellefu ára
gamall að ráðast káetudrengur á skip sem
fransltir sjóræningjar tóku herskildi. Þeir
höfðu Richard litla hjá sér á skipinu uns það
strandaði við norðanverða vesturströnd Jót-
lands. Héraðsfógetinn í Lemvig tók dreng-
inn að sér og lagði grundvöll að starfsnámi
hans.
Að svo búnu gerðist Richard skrifstofu-
þjónn G.A. Kylms, íslandskaupmanns, um
1802 og fór á vegum hans til Reyðarfjarðar
1805 að talið er og var í þjónustu hans og
síðar annars kaupmanns á Eskifirði til 1818
er hann varð fyrir því óláni að vera hrakinn
þaðan skuldum vafinn. Eftir það átti hann
ekki annarra kosta völ en að gerast bóndi,
fyrst í Eskifirði í Eskifjarðardal, síðan á Sel-
látrum við Reyðarfjörð. Að lokurn var hann
lcelandic Heritage Centre, Hnausa, Manitoba, Canada.
Sigmundur Matthíasson Long.
í húsmennsku hjá dóttur sinni í Árnagerði í
Fáskrúðsfirði. Við andlátið skildi hann eftir
sig stórskuldugt þrotabú.
Richard Long varð afar kynsæll. Hann
8 Smámunir eða Kveðlingasafn [...] I. Lbs 2185 8vo,
bls. 168.
9 Niðjatal hans, Longætt I—III, kom út í Reykjavík
1998. Ritstjóri: Gunnlaugur Haraldsson. Þar er að
finna æviþætti Richards, barna hans og niðja og er
efni þessarar greinar um æviatriði þeirra sumt sótt
þangað en að langmestu leyti í rit Sigmundar sjálfs,
einkum fyrrgreindar dagbækur hans 1841-1924 og
„Smámuni eða Kveðlingasafn ..." Lbs 2185-86 8vo.
Auk þess eru prestsþjónustubækur, sóknarmanna-
töl og aðalmanntöl mikið notuð hér án þess að til
þeirra sé vitnað hverju sinni. Stiklað er á stóru í
æviágripum en um rækilegri fróðleik slcal vísað hér
til II. bindis Longættar. Þar er ævisaga Sigmundar á
bls. 747-824 og niðjatal hans á bls. 825-34. Loks
29