Vera - 01.06.1999, Page 6

Vera - 01.06.1999, Page 6
jMwj í r,C. i . Guðrún Agnarsdóttir afhendir Erlu Huldu Halldórsdóttur, framkvæmdastýru Kvennasögusafnsins, gögn þingflokks Kvennalistans. fWk Kvennalisti á tímamótum Með aðild Kvennalistans að framboði Samfylkingarinnar til Alþingis lauk sögu sjálfstæðs þingflokks Kvennalist- ans, sem fyrst varð til eftir þingkosningar 1983. Sú ákvörðun var tekin að afhenda Kvennasögu- safni íslands öll skjöl og gögn þingflokksins og var kvennalistakonum boðið að vera viðstaddar þegar afhendingin fór fram í Þjóðarbókhlöðunni 31. maí sl. Við það tækifæri flutti Guðrún Agnars- dóttir fyrrverandi þingkona ávarp. Ávarp Guðrún- ar fer hér á eftir, einnig bað VERA þingkonurnar sem síðast sátu á þingi fyrir Kvennalistann, þær Kristínu Ástgeirsdóttur, Kristínu Halldórsdóttur og Guðnýju Guðbjörnsdóttur, að líta til baka og fram á við á þessum tímamótum. Kvennalistinn er enn til sem stjórnmálahreyfing. Konur sitja sem fulltrúar hans í sveitarstjórnum víða um land og tvær kvennalistakonur sitja á Al- þingi, þær Guðrún Ögmundsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Markmið þau sem Samtök um kvennalista voru stofnuð til að vinna að eru enn brýn. Það eru því enn næg verkefni fyrir konur að vinna að, vilji þær leggja baráttunni lið innan vé- banda hreyfingarinnar. Á 6 j

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.