Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 11

Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 11
sé sífellt að endurtaka sig. Þegar konur gleyma sögu sinni þá er hætta á ferðum. Ég held að ég geti fullyrt að kvennalistakonur hafi lengst af verið áhugasamar um sögu kvenna og verið Ijóst hve mikil- væg söguleg vitund er. Því fannst mér dæmigert fyrir þá stöðu sem upp var komin, að á hinum örlagaríka landsfundi 1997 var farið að hæðast að því að vitnað væri til sögunnar og þar með var gert lítið úr einni af grundvallarhugmyndum kvennabaráttunnar. Samstaban rofnaði Önnur hugmynd sem mér finnst skipta máli í skilningi á örlögum Kvennalistans er kvennasamstaðan. Það hefur verið grundvallarhug- mynd feminista hvar sem þeir standa að konur sem heild hafi lakari félagslega stöðu en karlar. Konur eiga enn við að stríða það sem við höfum einu orði kallað kvenfyrirlitningu, hvort sem þær gegna stöð- um ráðherra eða vinna við færiband í frystihúsi. Því þurfa konur að standa saman og styðja baráttu hver annarrar svo lengi sem hún gengur ekki þvert á skoðanir okkar og hugsjónir. Samstaða var eitt helsta einkenni Kvennalistans framan af og skapaði honum sterka ímynd. Hún rofnaði í deilunum um EES málið 1992-93 og aðildina að R-listanum. Hvort tveggja snérist í grundvallaratriðum um hags- muni kvenna, hugsjónir og stefnu Kvennalistans. Eftir þær deilur var fjandinn laus. Þriðja hugmyndin sem einkenndi kvennahreyfingar var sú að breyta ríkjandi vinnubrögðum og stjórnun til þess að skapa raun- verulegt lýðræði. Það var gert með því að reyna að sjá til þess að allar raddir fengju að hljóma, komist yrði að sameiginlegri niður- stöðu, sjálfskipuðum foringjum var hafnað og unnið gegn hvers kyns píramídaskipulagi. Þessar hugmyndir einkenndu Rauðsokka- Góð útivistarsvæði Stórar svalir á móti suðri Gottútsýni 40 ára reynsla viö húsbyggingar Einnig höfum við fleiri gerðir af 3ja og 4ra herbergja íbúðum til sölu Byggingar- og söluaðili Örn ísebarn • Sími 896 1606 Víkurhverfl tengist meö gönguleiöum fallegri vogskorinni strönd, þar sem lífriki er auöugt. ímesta nágrenni er og verður leikskóli, grunnskóli, fjölbrautaskóli, sundlaug, golfvöllur og verslunarmiðstöð. 3ja herbergja 98 fm íbúðir 4ra herbergja 125 fm íbúðir 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.