Vera - 01.06.1999, Page 15

Vera - 01.06.1999, Page 15
eftir Guðnýju Guðbjörnsdóttur Kvennabarátta á tímamótum Fjórða kjörtímabilinu sem íslenskar konur hafa boðið fram sérstakan kvennalista til Al- þingis og því síðasta að sinni er lokið. Þing- flokkur Kvennalistans hefur afrekað það að vera til í samfelld sextán ár, lengst allra fyrir utan fjór- flokkinn svokallaða. Með tilurð Samfylkingar Al- þýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista í nýafstöðnum kosningum varð uppstokkun á flokkakerfinu, sem of snemmt er að meta á þess- ari stundu. Kvennalistinn lifir áfram sem stjórn- málaafl með aðild að þingflokki Samfylkingarinn- ar, þó að sjálfstæður þingflokkur Kvennalistans heyri nú sögunni til. Gögnum hans var skilað til Kvennasögusafnsins í Þjóðarbókhlöðunni þann 31. maí s.l. Við þessi tímamót er mér Ijúft og skylt að verða við tilmælum Veru og láta í Ijós álit mitt á stöðu kvennabaráttunnar við aldahvörf. Staöan nú Við ofannefnda athöfn í Kvennasögusafninu lýsti Guðrún Agnars- dóttir Kvennalistanum sem undarlegu tæki eða töfrateppi sem hefði fleytt mörgum konum og þeirra röddum inn á Alþingi og á hin ýmsu svið þjóðmála. Vissulega er þetta ein leið til að líta á málin. Á sama hátt má segja að átökin innan Kvennalistans á þessu kjörtímabili hafi snúist um það hvernig beri að bregðast við þegar töfrar teppisins eru hættir að virka. Það var niðurstaða mín og meirihluta kvennalistakvenna að við nú- verandi aðstæður væri hugsjónum kvenfrelsis- og jafnréttisbarátt- unnar best borgið með öflugri samfylkingu félagshyggjuaflanna í landinu. Við lögðum því mikla vinnu í að Samfylkingin yrði að veru- leika. Það er sannfæring mín að þátttaka Kvennalistans hafi verið líf- æð Samfylkingarinnar, þó ætla mætti af fjölmiðlum að við værum í hlutverki dragbítsins. Því miður náði Samfylkingin ekki því flugi sem vonir stóðu til í nýafstöðnum kosningum, enda spáðu því margir að það tæki lengri tíma að öðlast traust þjóðarinnar. Skýringarnar eru margar sem ekki verða ræddar hér. Staðan er nú sú að þingkonum hefur fjölgað í 22 og eru nú 35% þingmanna. Tvær kvennalistakon- ur hafa hlotið kjör til Alþingis næsta kjörtímabil. Formlega eru þær þingmenn Samfylkingarinnar, en í honum eru níu konur af sautján þingmönnum eða 53%. Enginn þingflokkur nálgast kynjahlutfall Samfylkingarinnar og jafnréttismálin skipa öruggan sess í stefnu hennar. ísland er nú í hópi þeirra landa þar sem fjöldi þingkvenna er kominn yfir 30% markið, ásamt Norðurlöndunum og Hollandi. Á heimsvísu eru konur aðeins 15

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.