Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 29
Og hvað svo?
„Þarna fór að venja komur sínar til mín andlega fötluð telpa.
Hún undi sér hjá mér, snerist kringum mig í vinnunni, talaði
um sín barnslegu áhugamál og spurði um allt milli himins og
jarðar. Mér fannst hún alls ekki erfið, heldur óvenjuleg og á-
hugaverð. Fötluð börn og unglingar höfða á einhvern hátt til
mín. Nú er þessi stúlka búin að vera heimagangur hjá mér í
mörg ár. Svo varð það úr að ég tók (fæði og húsnæði tvær
fatlaðar stúlkur, annars staðar frá, sem komu hingað í sér-
deild Fjölbrautaskólans. Önnur bjó við huglæga fötlun, hin
líkamlega."
Ekki stendur þú straum af þessu öllu sjálf?
„Nei, nei, ekki nú orðið. Fjölskyldur stúlknanna styðja þær og
svo fæ ég dálítinn styrk frá félagsmálastofnun. En það er ekki
kjarni málsins. Ég lít ekki á þetta sem vinnu, ég geri þetta af
þvi mig langar til þess. Áður hugsaði ég stundum um það að
forsjóninni væri óhætt að gefa mér fatlað barn, ég heföi ekki
litið á það sem neitt ólán. Margir telja hins vegar mæðu að
eiga slíkt barn, þó þeim sé ætlað það, einhverra hluta
vegna.“
Þannig að stelpurnar hafa gefið þér mikið?
„Já, sannarlega. Ég vildi heldur búa með þeim en mörgum
sem eiga að heita heilbrigðir. Fólk er stundum að spauga
með það við mig hvort ég vilji ekki ná mér í mann, en þetta
er miklu skemmtilegra," segir Sigríður með geislandi brosi
sem tekur af allan vafa um hvort henni sé alvara. „Þær eru
reglulega indælar, stelpurnar mínar. Það er svo gaman að
fylgjast með þeim taka 'framförum, sjá þær komast að tak-
marki sem þær hafa barist við að ná árum saman. Nú er
stúlkan sem kom fyrst til mín orðin nokkurn veginn læs. Eng-
inn trúði því víst að það gæti orðið. En hvað getur ekki gerst?
Um að gera að vera bjartsýn," segir Sigríður glaðbeitt.
„Næstum allir geta verið virkir á einhvern hátt.' Og veistu
hvað mig langar að gera þegar ég verð gömul - sko eidri? Að
búa félagsbúi með svona fjórum - fimm öðrum einstaklingum
á sama aldri. Ég er viss um að þetta yrði bæði ódýrara og
skemmtilegra en þegar fólk býr eitt eða þá á stóru elliheimili.
Að minnsta kosti á meðan fólkið væri sæmilega heilsugott.
Og þó einn væri kannski eitthvað slappur, gætu hinir þá að-
stoðað með að kauþa inn og slíkt. Já, ennþá er þatta bara
hugmynd - en hver veit? Og ég ætla mér ekkert einkaleyfi á
henni, það væri gaman ef einhverjir ellilífeyrisþegar stofnuðu
svona félagsbú."
Svo ertu í sálarrannsóknafélaginu.
„Já.“ Sigríður er ekki mjög fljót til svars, aldrei slíku vant. „En
mér finnst að ég sé þar fyrst og fremst sem leitandi. Við vit-
um svo lítið. Maður veit, eða telur sig vita, að það er eitthvað
meira en þetta líf - eða hvað? Ég tek enga kenningu fram yfir
aðra. Þetta verður bara allt að koma í Ijós á sínum tíma - og
það er líka alveg bráðspennandi."
Nú er brosið aftur komið til skila á andlit Sigríðar, eins og
hún sé að tala um hrífandi leiksýningu. Það er ekki hægt að
komast hjá að brosa með henni.
Ykkur kemur bara ágætlega saman, þér og tilverunni?
Yfirleitt gerir okkur það, já. Að minnsta kosti nú á seinni árum
hefur lífið brosað við mér. Ég hef verið heppin með börnin
mín og getað unnið við mín áhugamál. Maður verður að vera
sáttur við tilveruna, annars væru allir hlutir svo hundleiðinleg-
ir.“
Og enn einn glaðvær hlátur heyrist í gamla, fallega húsinu
við Bakkatúnið.
(fjullkistan
Sérverslun
með kvensilfur
Bjóðiun eldri munsturgerðir
Onnumst allar
viðgerðir, hreinsun
og gyllingar.
Allar upplýsingar
um hefð og gerðir
búninga eru
veittar á staðnum.
0jullki$tan
Frakkastíg 10 - Sími: 551 3160
LIFANDI FORTÍÐ
Gömul hús, handverksfólk og
skepnur í haga.
Okeypis aðgangur fyrir ellilífeyrisþega
og börn að 18 ára aldri.
29