Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 31
Stína staka á fyrsta ári.
Heima í Kópavogi um jól 1953, f.v. tvíburarnir Pétur og
Svanfríður (sitjandi), Kristín og tvíburarnir Lárus og
Hjörtur.
Frá fyrstu árunum í kvenna-
hreyfingunni. Kristín var ein
af stofnendum Kvennaat-
hvarfsins 1982 og Kvenna-
listans 1983.
fæddist á milli þeirra og var því oft kölluð
Stína staka. Eldri tvíburarnir eru tveimur og
hálfu ári eldri en ég og heita Svanfríður og
Pétur. Svanfríður vinnur hjá sýslumanni í
Kópavogi en Pétur er alþingismaður. Yngri
tvíburarnir eru fjórum árum yngri en ég og
heita Hjörtur og Lárus. Hjörtur er yfirmaður
auglýsinga- og almannatengsla hjá fyrirtæki
í Kaupmannahöfn og Lárus er grafískur
hönnuður og sálfræðingur. Það er ekki nóg
með að systkini mín fjögur séu tvíburar,
heldur eiga þau afmæli með tveggja daga
millibili, 22. og 24. júní. Ég var líka öðruvísi
en þau að því leyti þar sem ég er fædd í
desember. En ég náði næstum að verða tví-
buri þegar ég gifti mig! Maðurinn minn er
nefnilega fæddur 7. desember 1946 en ég
tveimur dögum síðar, eða 9. desember
1946.“
Foreldrar Kristínar skildu þegar hún var 6
ára og börnin ólust upp hjá móður sinni í
Kópavoginum. Faðir þeirra dó þegar Kristín
var 17 ára. Þegar Kristín er spurð hvernig
mamma hennar hafi farið að því að fram-
fleyta þeim segir hún: „Það er eiginlega
mjög óljóst en hún vann úti og laun hennar
dugðu fyrir því nauðsynlegasta. Mamma
vann lengi í Sparisjóði Kópavogs, síðan á
Vísi og í mjólkurbúð í Kópavogi. Fyrir okkur
var hún eins og klettur og stóð sig frábær-
lega í þessum aðstæðum. Við systkinin byrj-
uðum að afla tekna eins fljótt og við gátum
og reyndum að sjá sem mest fyrir okkur
sjálf.
Mamma kom úr mjög góðum aðstæðum
og var vel sett, miðað við margar konur. Hún
V I Ð SYSTKININ ERUM FIMM, TVENNIR
TVÍBURAR 0 G ÉG, SEM FÆDDIST Á
MILLI ÞEIRRA OG VAR Þ V í OFT KÖLLUÐ
S T í N A STAKA.
var verslunarskólagengin, kunni tungumál
og hafði verið á skóla ( Englandi. Á æsku-
heimili hennar voru vinnukonur og hún mátti
ekki einu sinni vaska upp. Faðir hennar hét
Pétur Þ.J. Gunnarsson, mikill athafnamaður
og einhvern tíma einn hæsti skattgreiðandi í
Reykjavík en tapaði síðan öllu. Móðir henn-
ar hét Svanfríður Hjartardóttir. Hún var lengi
formaður Thorvaldsenfélagsins og vann í
verslun þeirra fram yfir áttrætt. Afi og amma
skildu og ég man ekkert eftir honum. Þótt
þau væru vel efnuð var það ákvörðun þeirra
að eignast ekki húsnæði. Síðustu árin bjó
amma í leiguíbúð í Tjarnargötu 10c og ég
man eftir fínum veislum hjá henni, m.a. þar
sem konur voru að spila bridds. Hún var
mikil hannyrðakona og ég gæti trúað að hún
hefði orðið arkitekt ef hún hefði fæðst
seinna. Hún teiknaði t.d. sjálf ákaflega falleg
borðstofuhúsgögn og lét sérsmíða fyrir sig.
Við áttum líka afa og ömmu á Siglufirði og
ég dvaldist hjá þeim eitt sumar þegar ég var
sex ára. Þau voru okkur ákaflega góð, þótt
langt væri á milli okkar, og sendu okkur veg-
legar jólagjafir."
Þegar Kristín var búin með 2. bekk gagn-
fræðaskóla í Kópavogi fór hún í Hagaskóla
og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Hún ferðað-
ist með strætó og eignaðist ágætar vinkon-
ur í Vesturbænum. Sumarið eftir að hún lauk
L
31