Vera - 01.06.1999, Qupperneq 50

Vera - 01.06.1999, Qupperneq 50
staðsett, hvort allt gengur eðlilega eða ekki og tekur ákvörðun um það hvort barnið sé tækt í samfélagið eða ekki. Ef allt gengur vel hreinsar hún barnið svo að því verði vel tek- ið af samfélaginu. Ef eitthvað virðist óeðli- legt kallar hún á spámann til að fá meiri vit- neskju um barnið, því að stundum er hætta á að illur andi sé holdtekinn í því. Sjö dögum eftir fæðingu fer móðirin í fyrsta sinn út opinþerlega. Af því tilefni er haldinn stór málsverður og höfuð barnsins rakað svo að það losni úr greipum dauðans. Seinna er barnið skírt og gefið nafn sem segir hvar í bræðra- eða systraröðinni það er. Því er einnig gefið nafn forföður; anda sem hefur verið tilkallaður; vikudagsins þegar það fæddist eða staðarins (stepp- unnar, markaðarins, vegarins, o.s.frv.). Er faðirinn viðstaddur fæðingu barns síns? „Þegar kona gerir sér Ijóst að hún á von á sínu fyrsta barni, fer hún aftur heim til for- eldra sinna og býr þar þangað til barnið byrjar að ganga og hættir á brjósti, þ.e.a.s. um 1 til 2 ár. Síðan fer hún aftur heim til mannsins síns. Þegar hún verður aftur ó- frísk, og við hverja barnsfæðingu eftir það, býr hún einsömul í kofa jafnlengi og áður, þ.e. þar til barnið er hætt á brjósti og byrjað að ganga. Þessi aldagamli siður er ein á- stæðan fyrir fjölkvæni og framhjáhaldi sem er álitið eðlilegt. Menn viðurkenna öll börn sem konur þeirra fæða, jafnvel þótt börnin séu ekki alltaf þeirra börn. Konur eignast mörg börn! Getnaðarvarnir eru mjög lítið notaðar í Benín og þær eru andstæðar alda- gömlum siðvenjum Baríþa sem gera ráð fyr- ir að líf sé heilagt. Aftur á móti er barnadauði enn svo hár að mörg börn ná aldrei fullorð- insaldri. Maríne segir tvær helstu orsakir barna- dauða vera malaríu og niðurgang (iðra- kreppu), en einnig eru ýmsar aðrar hitasótt- ir. „Það eru til lyf en fólki dettur ekki alltaf í hug að fara til læknis og lyf eru venjulega framleidd i Frakklandi og seld á svo háu verði að fátækt fólk getur ekki keypt þau. í Sekogúrú, þar sem fólk hefur ekki enn til- einkað sér mjög vestræna háttu, fer fólk oft til grasalæknis. Lyfin hans geta gert sitt gagn en hafa stundum takmörkuð áhrif. Fyr- ir þau er borgað til dæmis með hænu. Það er líka grasalæknirinn sem býr til verndar- gripi (þ.e. litlar skjóður úr leðri sem innihalda grös, vers úr kóraninum o.fl.) sem hanga alls staðar á börnum. Þeir eiga að vernda þau og bera þeim gæfu. Flafa verður í huga að í Benín, sem annars staðar í Afríku, er litlu eytt til að lækna fólk en miklu til að jarða það því að lífið er ekki nema örskotsstund, eins og ég sagði áðan. Síðan er heiður fjölskyldunnar í húfi og hún leggur áherslu á að hafa fallega athöfn til að sýna að hún kann að jarða sitt fólk. Dauðir eru jafn mikilvægir og lifandi. Forfeður eru í stöðugu sambandi við fólk við minnstu at- burði daglegs lífs.“ Er fæðingu drengs fagnað meira en stúlku? „Ég held ekki að gert sé upp á milli kynja. Það er sagt að það sé heppni að eignast stúlku fyrst, því að þær eru tákn frjósemi, þá er haldið að móðirin muni eignast mörg börn og allt gangi vel. En auðvitað vill fólk eignast marga drengi því að þeir taka við fjölskylduþorpinu og bera nafn föðurins." Marine segir að bæði stúlkur og drengir séu umskorin, eins og tíðkast í mörgum kynflokkum Afríku. „Það gera gömlu Ijós- mæðurnar. Umskurður drengja felst í því að skera burt fremsta húðsepann á kynfærun- um á aldrinum þriggja mánaða til tveggja ára, og umskurður stúlkna að skera burt snípinn þegar þær eru 5 ára. Þessar athafn- ir eiga sér stað í desember og janúar, þ.e.a.s. á þurrkatímanum, þá gróa sárin þet- ur. Þessir siður geta sýnst hrottalegir en þeir gegna mjög táknrænu hlutverki. Álitið er að með þessari aðgerð verði drengir loks drengir og stúlkur raunverulegar stúlkur. Áður eru þörn ekki með raunverulegt kyn.“ Er umskurður enn leyfður af yfirvöldum eða er hann bannaður eins og í Malí? „Ég veit ekki hvort eru til lög sem banna hann, en þar sem hann hneykslar vestur- landabúa verður ríkisstjórnin að fordæma hann, a.m.k. opinberlega, samt hefur hefðin yfirhöndina. I öllum menningarfélögum eru til helgir inntökusiðir sem eiga að skilja eftir spor á líkamanum, (t.d. ör), en umskurður kvenna hefur auðvitað tvöfalda þýðingu því hann eyðir að hluta kynhvöt, hann er til að bæla konur niður. Þessi siður, sem og fleiri, er auðvitað sér- staklega grimmur í augum vesturlandabúa. Hann er það líka í augum margra Afríkubúa. Þrátt fyrir það kenndi dvölin hjá Baríbafólki mér að leggja ekki dóm á menningu ann- arra. Sumir Afríkubúar gátu auðveldlega sýnt mér fram á að aðgerðir vesturlanda- búa, sérstaklega Frakka í þessum hluta Afr- íku, hafa verið mikil hörmung fyrir Afríkubúa. Það er umhugsunarvert." <Ú) OKU ^KOMNN I MJODD Þarabakka 3 109 Reykjavík. Kennsla til allra ökuréttinda, almennt ökupróf og bifhjólapróf. Aukin ökuréttindi. á leigubíl - hópferðabíl - vörubíl, og vörubíl með tengivagn. Kennsla hefst að loknu sumarleyfi þann 1 l.ágúst, síöan byrjar nýtt námskeið á hverjum miðvikudegi. Góð kennsluaðstaða, frábærir kennarar. Fagmennska í fyrirrúmi, leitið upplýsinga. Sími 567-0300 50

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.