Vera - 01.06.1999, Side 55
ingu Þjóðarflokksins hafði þessa
skoðun á fæðingarorlofsgreiðslum:
„Ef borga ætti konum fyrir að
eignast börn myndu þær ekki gera
neitt annað, eða hvað? Hvað þá ef
karlar fengju orlof,“ sagði hún með
ákveðni, viss um að hafa slegið
mig út með þessum rökum, sem
hún og gerði en bara á annan hátt
en hún hélt. Efnahagslegt ósjálf-
stæði kvenna gæti svo sem haft
þessar afleiðingar, hugsaði ég en
leiddi ósjálfrátt hugann líka til orða
dálkahöfundarins Pamelu Hansen.
Þegar biskup Möltu hafði lagt það
til við ríkisstjórnina að greiða kon-
um fyrir að sinna heimili og fjöl-
skyldu spurði hún í góðlátlegri
hæðni: Hvers vegna ætti einhver
að borga konum fyrir að gera eitt-
hvað sem þær hafa gert frítt hing-
að til?
K vennasamlök
Kvennasamtök á Möltu eru mörg
en sinna mest góðgerðarstarfsemi.
1 vetur fagnaði kvenréttindafélag
Möltu hins vegar 35 ára afmæli
sínu. i afmælishádegisverðinum,
sem Jane Spiteri einn helsti stofn-
andi félagsins bauð mér á, var
margt um miðaldra konur. Þarna
var ein þingkona mætt og aðrar
kvenhetjur sem eru heiðursfélagar,
ásamt óbreyttum meðlimum og
eiginkonum ráðamanna landsins.
Meðalaldurinn var 45 - 50 ár.
Kvenréttindafélögin virðast alls
staðar eins. Ríkjandi fyrirkomulagi
á Möltu stafar engin ógn af þessu
félagi sem annars hefur öðlast
virðingarsess í samfélaginu og fær
ha.m. heilsíðu í hverjum mánuði í
víðlesnasta dagblaði landsins og
áheyrn æðstu ráðamanna átaka-
laust. Félagið hvetur aðallega til
aögerða sem halda fjölskyldunum
saman og biður stjórnvöld að huga
að því. Á sama tíma og þær hvetja
almennt til þess að konur láti meira
á sér bera í þjóðmálum fögnuðu
þær fyrrnefndri hugmynd biskups
um greiðslur til húsmæðra. Félagið
er fyrst og fremst í „mæðrapólitík"
°9 meðlimir úr efri stéttum lands-
'ns. Bakgrunnur Jane Spiteri er þó
undantekning en þessi mikla bar-
attukona nýtur mikillar hylli og það
ekki að ástæðulausu. Hún er goð-
s°gn meðal kvenréttindakvenna
°9 örugglega efniviður í tveggja
binda ævisögu, væru bókaskrif á
Iviöltu svipuð og á íslandi.
Fyrir utan róttæk kvenréttindasamtök mennt-
aðra kvenna á Möltu í byrjun 8. áratugarins -
sem tókst að fá kaþólsku kirkjuna til að flokka
undir verstu óvini barna og mæðra - þá er
yngsta grasrótarhreyfingin Moviment Mara
Maltija eða Konur Möltu. Hópurinn var stofnað-
ur 1993 af nokkrum vel menntuðum, ungum
konum sem vildu skjót úrræði fyrir þolendur
heimilisofbeldis. Veronica Galea er einn stofn-
anda hópsins og að hennar sögn var um að
ræða formleg samtök. Áður en þau hins vegar
lögðust til svefns, tæpum þremur árum seinna,
tókst konunum að eiga stærstan þátt í að koma
á fót neyðarsímalínu fyrir alla landsmenn. Fund-
ir voru líka haldnir og heilsufarsleg málefni
kvenna rædd, sérstaklega brjóstakrabbamein
sem Veronica segir að hafi hæsta tíðni á Möltu
meðal Evrópulanda. Þótt heimilisofbeldi væri
helsta áhersluatriði hópsins voru líka gerðir út-
varpsþættir þar sem fram fóru óformlegar við-
horfskannanir um allt mögulegt.
„Síðan misstu konur smátt og smátt áhugann
eða þrekið," segir Veronica og bætir við: „Ég
held að það sé úrslitaatriði að hafa þær konur
með sem við erum að fjalla um. Við vorum nátt-
úrulega bara konur sem höfðum það fínt og vor-
um vel menntaðar, hinar tóku þátt fyrst en svo
myndaðist gjá á milli þeirra vel lesnu og hinna,
sem fóru þá bara og hættu að vera með.“
Samkvæmt Veronicu er feminismi bannorð á
Möltu og hún spyr hvort þannig sé það líka á ís-
landi, sem ég svara ósjálfrátt játandi. En ólíkt og
á íslandi varð kvenforseti Möltu á sínum tíma lítil
hvatning fyrir konur landsins. Konur utan
kvennahreyfinga segja mér að hún hafi bara þótt
Ijót, dónaleg (hafði heyrst blóta), óglæsileg og lítt
kúltiveruð. Hún hafi verið gamaldags sósíalisti úr
fáfróðri verkamannastétt og handbendi for-
manns flokksins. Veronica er þessu ekki alveg
sammála og segir að konur á Möltu séu sjálfar
mjög íhaldssamar og breyti hlutunum ekki hratt.
„Þær velja t.a.m. ekki þann kost að halda nafn-
inu sínu við giftingu því þá bera þær annað eftir-
nafn en börnin. Maltneskar konur líta gjarnan á
sig sem fórnarlömb. Þeim finnst þær svo góðar
og trúin, eða kirkjan, á mest í þeirri sjálfsímynd.
Biblían gefur þó miklu fleiri valkosti fyrir konur ef
að er gáð en kirkjan hefur samt ákveðið að halda
bara ímynd Maríu meyjar að konunum," segir
Veronica.
| ÍLe
Leikskólar
Reykjavíkur
Dagvist barna heitir nú
Leikskólar Reykjavíkur
Skrifstofa Leikskóla Reykjavíkur
er til húsa í Hafnarhúsinu,
Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík
sími 563 5800
Tölvupóstur leikskolar@rvk.is
Hinn 1. júní s.l. breyttist nafn Dagvistar barna í Leikskólar Reykjavíkur. Borgarráð
Reykjavíkur hefur staðfest nýja samþykkt fyrir stjórn Dagvistar barna sem
eftir breytingu heitir leikskólaráð Reykjavíkur. Leikskólaráð fer nú með
málefni Leikskóla Reykjavíkur í umboði borgarráðs með vísan
til laga um leikskóla frá árinu 1994. í lögunum kemur fram
að fyrsta skólastigið í skólakerfinu heitir leikskóli og er fyrir
börn undir skólaskyldualdri.
Vakin er athygli á því að starfsemi stofnunarinnar helst
óbreytt og munu Leikskólar Reykjavíkur áfram stuðla að
uppbyggingu uppeldis og menntunar fyrir yngstu börnin
og veita þeim og foreldrum þeirra fyrsta flokks þjónustu
á faglegum grunni.
55