Vera - 01.06.1999, Page 57
búinn til þess að stökkva á fætur, hnykla til-
komumikla brjóstvöðvana og vernda mjúku
kvenveruna sem liggur honum að baki.
Við lifum á barmi ævintýraheims. Afþrey-
ingarmenningin eins og hún leggur sig, og
upp að vissu marki hámenningin, viðhalda
þeim kynhlutverkum sem mynduðust fyrir
óralöngu. Ástarsögur nútímans, frá Ásút-
gáfunni og Skjaldborg, eru aðeins framhald
af ævintýrunum sem okkur var sagt í barn-
æsku. Þær gefa upp ákveðna mynd af
samskiptum kynjanna sem á sér enga stoð
í raunveruleikanum eins og hann er í dag.
Colette Dowling heldur áfram í bók sinni
og segir: Ég hafði blekkt sjálfa mig, og alla
aðra, í langan tíma með því að brynja mig
fölsku sjálfstæði. Þetta var yfirborðsfram-
koma, sem ég hafði lengi verið að þróa með
mér til að fela (hina ógnvekjandi) innri ósk
um að einhver tæki mig að sér. Þetta gerfi
mitt var svo sannfærandi, að ég hefði getað
lifað endalaust í blekkingunni.
Blekkingin sem Dowling talar um er
blekkingin sem haldið er að kynjunum af
samfélaginu, af sögum, sjónvarpi, bíó-
myndum, dagblöðum, almennri orðræðu og
fréttamyndum frá valdasetri íslendinga, Al-
þingi, þar sem aðeins fjórði hver haus er
konuhaus. Blekkingin er ævintýrið, þar sem
prinsinn á hvíta hestinum ríður þeysireið til
að bjarga prinsessunni frá þursinum og tek-
ur af henni öll völd. Prinsinn er ekki til í
raunveruleikanum. Karlhetjan er nafnlausi
prinsinn á hvíta hestinum, Ijóshærða villi-
dýrið Fabio, James Bond, Superman, og
Leonardo di Caprio. Karlhetjan er ekki raun-
verulegur karlmaður. Ekki sé ég alveg 23
ára starfsmann Nóatúns (rauðhærða strák-
inn með örin eftir unglingabólurnar, sem ég
hitti núna um helgina á Kaffi Thomsen) fyrir
mér í hlutverki Súpermans þegar hann lyftir
Lois Lane af svölum hennar og flýgur með
hana til norðurpólsins, en vissulega yrði allt
svo auðvelt ef ég myndi fallast á þessa
blekkingu og byrja að trúa á þetta af-
skræmda samband kynjanna sem samfé-
lagið reynir statt og stöðugt að halda að
mér.
Konur er líka menn
Rauðsokkumar forðum reyndu að komast
undan þessu ævintýri hefðarveldisins. Þær
sögðu: Konur eru líka menn og geta sofið
hjá hverjum sem er, í hvaða stellingu sem
er, án þess að þurfa að fara í hlutverk
prinsessunnar. Á blómatíma Rauðsokkanna
hér á íslandi, um miðjan áttunda áratuginn,
skrifar Þórdís Richardsdóttir Ijóðið Ævin-
týramóral.
FYRIR handan fjöllin sjö
búa dvergarnir sjö
bíða þín mjallhvít
með sjö gráðuga munna
sjöfaldar kvartanir
NÝ GÓLF TILAÐ SKÚRA.
ER EKKI BETRA
AÐ LÁTA SKERA ÚR SÉR HJARTAÐ
EN GRAFA SIG LIFANDI
BÍÐANDI
EFTIR EINHVERJUM KÓNGSSYNI
SEM HEFUR LÍF ÞITT
í HENDI SÉR UPPFRÁ ÞVÍ
LIFA HAMÍNGJUSÖM UPPFRÁ ÞVÍ
í GLERKISTU
SOFANDI
SVEFNI VANANS.
REYNDU HELDUR
REYNDU HELDUR
REYNDU HELDUR VIÐ
VEIÐIMANNINN.
En hver er þessi veiðimaður sem Þórdís
vill að við reynum við? Frelsumst við með
því að dömpa dvergunum sjö og prinsinum
sæla? í ævintýrinu sleppum við frá nöldri og
kröfum dverganna sjö með því að bíða eftir
prinsinum sem vekur okkur upp af dásvefni.
En þessum svefni er þá aðeins skipt út fyrir
annan enn skelfilegri, svefn vanans í ham-
ingjusamri glerkistu hjónabandins. Þórdís
finnur leið út úr þessari klípu sem hefðin
setur okkur í. Reynum við veiðimanninn!
Hún vill að við sleppum við niðurlægjandi
heimilisstörf dverganna og að við sleppum
við glerkistu hjónabandsins þar sem við til-
heyrum prinsinum. Hún vill að við finnum
frelsið með veiðimanninum.
En veiðimaðurinn er einnig hluti af ævin-
týrinu. Myndi veiðimaðurinn ekki hafa líf
okkar jafnmikið í sínum höndum og prinsinn
margumtalaði? Vill veiðimaðurinn ekki að
við stoppum í sokka hans og nærbuxur al-
veg eins og dvergarnir sjö? í rauninni er það
sem Þórdís hvetur til ekki eins róttækt og
það gæti verið. Hún hvetur okkur til nýs og
róttæks frelsis til óhefts flæðis skógarins í
fylgd með veiðimanninum, en þessi áeggjan
um frelsi með veiðimanninum er þó einmitt
það sem konur hafa verið að láta sig
dreyma um alla þessa öld. Rauðhetta/Mjall-
hvít/Öskubuska/Þyrnirós reyna við veiði-
manninn og konur vesturlanda sem láta sig
dreyma um Marlon Brando, The Rolling
Stones, The Prodigy eða alla hina Bad Boys
sem finnast í menningu okkar. Ef Þórdís vildi
í raun losna undan hefðarveldinu í þessu
Ijóði hefði það endað á, reyndu heldur,
reyndu heldur, reyndu heldur við stjúp-
mömmu.
Nú er ég ekki komin yfir í radíkal lesbísk-
an femínisma, heldur vil ég halda einu fram
með þessari fullyrðingu. Sannleikurinn er
nefnilega sá, að á vesturlöndum í dag getur
konan aldrei verið fullkomlega frjáls í örmum
karlmanns. Ég er ekki að segja að við finn-
um aðeins hamingjuna í örmum annarra
kvenna, heldur vil ég segja að samband
kynjanna hefur verlð svo gegnsýrt af mis-
rétti í gegnum tíðina, að í núverandi samfé-
lagsgerð getur Mjallhvít ekki fundið fullkom-
ið jafnrétti í örmum karlmanns. Ævintýrið er
alltaf til staðar. Á baki sér mun hún ávallt
bera árþúsunda hefð undirgefni gagnvart
eiginmanni sínum. Að sama skapi vil ég ekki
halda því fram að ævintýrum og ástarsögum
sé um að kenna. Vissulega viðhalda þessi
ævintýri ákveðnu samfélagsmunstri, en þau
skapa það ekki, heldur upplýsa það aðeins.
Það er ekki ævintýrunum og ástarsögunum
að kenna að Colette Dowling getur komið
fram með þessa sannfærandi greiningu á
kvensálinni sem háða Ijóshærða Fabio á
hestinum. Það er samfélaginu sjálfu um að
kenna, sem skapar þessi ævintýri og gefur
þessum afbökuðu kynjasamskiptum tæki-
færi til að þrífast.
Er ég háð karlmönnum? Ef ég myndi hringja
í rauðhærða, fyrrverandi bólótta, 23 ára
starfsmann Nóatúns sem ég hitti núna á
föstudaginn, myndi ég verða háð honum?
Ég er ekki haldin Öskubuskuáráttu. Colette
Dowling var úti að aka þegar hún íþyngdi
konum vesturlanda með þessari algildu
geðveilu, að konur sæktust eftir lífi hjálpar-
vana kornabarnsins og vildu helst að aðrir
tækju ákvarðanir fyrir þær. Hins vegar bý ég
í sýktu samfélagi sem gerir Colette Dowling
kleift að koma með þessa OF sannfærandi
sjúkdómsgreiningu á okkur konum. Ég bý í
samfélagi þar sem lokakoss ævintýrisins,
þegar prinsinn vippar prinsessunni upp á
hvíta hestinn og ríður með hana niðrí næstu
höll þar sem hún fær að dúsa næstu fimm
árin þykja sæt, hrífandi og ó svo rómó. Ég
bý í samfélagi þar sem ég er spurð í hvert
skipti sem ég mæti í jólaboð hvort ég sé nú
ekki búin að fá mér kærasta og byrjuð að
búa til börn, eins og að þessi örlög væru
þau sem ég myndi helst kjósa mér. Kemst
ég nokkurn tímann undan kvöðum ævin-
týrsins? Get ég verið mín eigin kona, án
þess að þurfa að fylgja með eða taka tillit til
krafna samfélagsins í kringum mig? Er ein-
staklingur nokkurn tímann fullkomlega sjálf-
stæður?
Hver veit, kannski er bara kominn tími til að
ég flytji norður á Melrakkasléttu.
57