Vera - 01.06.1999, Síða 58
Anna Ólafsdóttir Björnsson
Svo innilega
satt
Kvikmyndin One True Thing
(Eitt er satt) hefur verið sýnd
um nokkurt skeið í kvikmynda-
húsum og kemur án efa út á
myndbandi fyrr en varir. Þetta
er bandarísk kvikmynd, tveir af
þremur aðalleikurunum úr hópi
þekktustu leikara þar í landi,
þau Meryl Streep og WiIIiam
Hurt, og sú þriðja í hópnum,
Renee Zellweger (norsk-sviss-
nesk), mun sjálfsagt komast í
þann hóp innan skamms.
myndinni mismunandi viðhorf karla og
kvenna, yngri og eldri, til hefðbundinna og
óhefðbundinna hlutverka kynjanna. Skotin á
ýmsar birtingarmyndir kvenfyrirlitningar (hjá
báðum kynjum) eru föst. Ég hef fengið sterk
viðbrögð frá fleiri feministum sem séð hafa
myndina og upplifað hana svipað og ég.
Þessi hlið myndarinnar gerir hana líka á
lúmskan hátt óhemju fyndna. William Hurt á
hlakka til að horfa á hana aftur, með fjöl-
skyldunni, ein og upplifa fleiri hliðar hennar.
Ekki svo að skilja að hún sé torskilin í fyrsta
sinn, síður en svo. En það er svo ótalmargt
sem situr eftir og vekur spurningar og ég ef-
ast ekki um að þessi mynd er ein af þeim fáu
sem hægt er að sjá aftur og aftur og aftur.
Frelsi og fyndni \
Sagan vegur þyngst
Leikararnir sýna eftirminnilegan leik í þessari
kvikmynd og Meryl Streep var reyndar til-
nefnd til enn einna Óskarsverðlaunanna fyr-
ir hlutverk móðurinnar stórmyndarlegu,
Kate. Frammistaða þeirra ein og sér hefði
nægt til að gera myndina að þeim betri á
síðari árum. En styrkur myndarinnar liggur
þó enn frekar í handritsgerðinni og þar býst
ég við að sagan sem myndin er byggð á
vegi þyngst. Höfundurinn, Anna Quindlen,
er Pulitzer-verðlaunahafi 1992 fyrir dálka
sína um opinbert líf og einkalíf í New York
Times. Þeir voru gefnir út á bók sem heitir
því lýsandi nafni: Hugsað upphátt. Augljós-
lega byggir hún á reynslu er hún skyggnist
inn í heim aðalpersónunnar, dótturinnar
Ellen sem er blaðamaður og Renee
Zellweger leikur. Handrit eftir bók Önnu,
sem út kom 1995, er eftir Karen Croner og
hennar verk er listilega af hendi leyst.
Mörg aðalatriði
Ég hef séð margs konar túlkun á því um
hvað þessi mynd fjallar, sem betur fer EFTIR
að ég sá hana. Handritshöfundurinn Karen
Croner og leikkonan Meryl Streep leggja
mesta áherslu á samskipti milli foreldra og
barna, einkum uppkominna bama, og vissu-
lega er það eitt hið mikilvægasta í myndinni.
Mér finnst ekki síður merkilegt að skoða í
hreint óborganlegan leik í hlutverki föðurins
og gullkálfsins George. í honum speglast
ótrúlega margir kunnuglegir karlmenn.
Myndin fjallar líka um hvernig fólk bregst við
alvarlegum veikindum sinna nánustu, af-
stöðuna til dauðans og fleiri mjög áleitnar
spurningar.
Langar að sjá hana aftur
Það skal viðurkennt að ég get varla beðið
eftír að þessi mynd komi á myndband. Ég
í lokin smá vangaveltur um geggjaðan frá-
sagnarmáta kvikmynda nú í aldarlok. Ég er
ekki að tala um dellumyndir á borð við
Dumb-Dumber og Ace Ventura, eða vand-
aða dellu á borð við Fargo. Heldur þann frá-
sagnarmáta að takast á við alvarlegustu við-
fangasefni með glannalegum húmor. Á
skömmum tíma er ég búin að fara á þrjár
tryllingslega fyndnar kvikmyndir. Að sjálf-
sögðu ekki í frásögur færandi nema vegna
þess að þessar myndir fjalla um sifjaspell,
útrýmingarbúðir og krabbamein. Þrátt fyrir
fyndnina er umfjöllunin í þessum þremur
myndum bæði hárbeitt og af virðingu unnin.
Hvort sem hér er á ferðinni frelsið sem fólk
kvað leyfa sér í aldalok eða einhver póst-
módernísk afbygging skiptir líklega minnstu
máli. Ég vona bara að þessi frásagnarhefð
nái að skjóta rótum og þróast áfram á næsta
árþúsundi. Frásagnarhefð sem á stundum
byggir á ofgnótt áhrifa, tilfinninga, stíl-
bragða.
Persóna Kate snýr í myndinni One True
Thing út úr margtuggna Bauhaus-frasanum:
Less is more, (minna er meira) og segir:
More is more (meira er meira). Þetta er eitt
af því ótalmarga sem myndin skilur eftir sig.
Það þarf ekki lengur að segja eins og
Memphis-hönnunarhópurinn sagði fyrir
nokkrum árum: Less is a bore. More is more
segir svo miklu meira.
58