Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 29
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
29
Ástæðan fyrir dysmaturitas er oft og einatt sýking í móður-
kviði, annað hvort af völdum baktería eða veira.
Börn sykursjúkra mæðra haga sér venjulega eins og fyrirburðir,
enda þótt fullburða séu.
Hvers konar inngrip, sem krefst áhalda, hefur í för með sér
aukna hættu á sýkingu. í því sambandi má nefna fæðingartengur,
sogklukkur, naflaslöngur og barkaslöngur. Notkun allra þessara
áhalda, einkum tveggja þeirra síðasttöldu, hefur í för með sér
aukna hættu á bakteríusýkingum.
Það hefur valdið mönnum nokkrum heilabrotum, hvernig
standi á því að nýfæddir drengir hafa meiri tilhneigingu til
sýkinga en nýfæddar telpur. Nú er talið nokkuð öruggt, að stað-
setning genanna, sem stjórna immunoglobulin framleiðslu sé á X
chromosomi.8 Þannig hafa telpur með sín 2X skjótari viðbrögð til
framleiðslu immunoglobulina en drengir.
Sýnt hefur verið fram á, að 6 ára og eldri hafa telpur hærri kon-
sentration á immunoglobulin-M en drengir.9
Einkenni
Á töflu 3 eru talin upp helztu klinisku einkenni sepsis neonator-
um. Með nokkru sanni má segja, að öll þessi einkenni komi fram
hjá nýburanum við fjöldan allan af öðrum sjúkdómanokkum en
bakteríusýkingum. Það vill því oft verða svo, að el' eittlnað ber út
af með kliniskan feril nýbura, er grunur um bakteríusýkingu mjög
ofarlega í huga starfsfólksins. Því eru oft teknar ræktanir og ný-
burar settir á sýklalyfjameðferð, margfalt oftar en bakteríusýk-
ing er sönnuð. Nýburi með sepsis neonatorum er veikt barn með
slæmar lífshorfur. Þess vegna er nauðsynlegt að láta ekki
byrjunareinkenni óséð, en ol't eru þau ekki annað en linka, lélegt
sog og óstöðugur líkamshili.
TAFLA3
Symptoms
Lethargy
Poorsuek
Weighl loss
l'AFLA 4
I ahoivtorv aids
White blood eells
l'luomboeytes
Blood glueose