Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Page 46
46
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Engum dytti í hug að fela ófaglærðu fólki að fást við
fæðingarhjálp. Að fá mæðravernd í hendur fólki lítt
menntuðu á þessu sviði er jafn fráleitt og ber að
spyrna fótum við þeirri þróun vegna þeirrar staðal-
lækkunar, sem óhjákvæmilega mundi af því leiða.
Stjórn Félags íslenskra kvensjúkdómalækna
Guðmundur Jóhannesson,
gjaldkeri
SigurðurS. Magnússon,
l'ormaður.
Andrés Ásmundsson,
ritari.
Bréf til Alþingis
777 fjárveitingarnefndar
A L Þ I N G I S
Ljósmæðrafélag íslands þakkar hér með háttvirtri fjárveiting-
arnefnd Alþingis fyrir það framlag kr. 300.000.-, sem hún veitti
félaginu á fjárlögum ársins 1979 til að styrkja útgáfu stéttartals
Ijósmæðra.
Félagið leyfir sér að fara þess á leit við háttvirta fjárveitinga-
nefnd að hún veiti félaginu styrk til umræddrar útgáfu einnig á
fjárlögum ársins 1980. Vonir standa til þess að ritið komi út á ár-
inu.
Útgáfan er umfangsmikil en tafsöm og kostnaður við útgafu
ritsins ógnvekjandi fyrir fámennt og févana stéttarfélag. Ljós-
mæðrafélag íslands lítur hinsvegar á það sem skyldu sína að sjá
um að þessi merki þáttur í þjóðlífinu og nöfn ljósmæðranna falli
ekki með öllu í gleymsku.
í von um vinsemd og skilning háttvirtrar fjárveitinganefndar á
þessu máli.
Virðingarfyllst
Steinunn Finnbogadóttir
formaður.