Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 3 Til lesenda I vetur hefur verið unnið að drögum að Ljósmæðrareglugerð, er leysi þá gömlu af hólmi, í Ljósmæðraráði á vegum Heilbrigðis- ráðuneytisins. Reglugerðardrögin frá Ljósmæðrafélagi íslands hafa tekið stakkaskiptum í meðförum Ljósmæðraráðs og að mörgu Ieyti til batnaðar. Þá hafa vaknað spurningar um stöðu ljósmæðra bæði inni á sjúkrahúsum og á heilsugæslustöðvum. Víða er mæðraeftirlit ekki í höndum ljósmæðra, þó að lögum samkvæmt eigi ljósmóðir að annast það. Gæta virðist tregðu í kerfinu við að ráða ljós- mæður til þessara starfa. Menntun ljósmæðra miðar meðal annars að því að þær hafi sérþekkingu á þessu sviði. Verðandi foreldrar og ófædd börn Þeirra eiga rétt á bestu þjónustu sem völ er á og því hlýtur það að vera hagur beggja að ljósmæður annist mæðraeftirlit. í drögum að Ljósmæðrareglugerð er kveðið á um að ljósmóðir skuli ráðin á heilsugæslustöð til að annast mæðraeftirlit. Vonandi vænkast hagur okkar, þegar reglugerðin lítur dagsins ljós. Með félagskveðju Guðrún Björg SUNV 151 8 9 L 9 8 C I. dVÍVk'IITfinVlV T

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.