Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 47
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
43
Bréf til Ljósmæðrafélagsins
Reykjavík, 20. desember 1985
Til stjórnar Ljósmæðrafélags íslands
í nafni Kvennasögusafns íslands færi ég Ljósmæðrafélagi
íslands alúðarþakkir fyrir það traust að fela safninu að varðveita
gögn sem notuð voru sem heimildir að stéttartali ljósmæðra. Og
ég þakka innilega fyrir fallega blómvöndinn sem mér var gefinn
við það tækifæri 25. mars 1985.
Hátíðleg afhending þessara gagna var sögulegur atburður sem
minnst verður þegar framhald sögu Ljósmæðrafélags íslands eftir
1979 verður skráð.
í 2. tölublaði Ljósmæðrablaðsins 1985 er frásögn af þeim
atburði. En þar hafa orðið mistök sem brýn nauðsyn er að útskýra
og leiðrétta:
í Greinargerð frá útgáfustjóra og ritnefnd á aðalfundi LMFÍ
30. 3. 1985 kemur hvergi fram hver útgáfustjórinn er. Láðst hefir
að setja nafn útgáfustjórans, Steinunnar Finnbogadóttur fyrrver-
andi formanns félagsins, undir greinargerðina eða nánar tiltekið
orðréttan hluta af ræðu Steinunnar sem hún flutti í sínu nafni og
ritnefndarinnar.
Á eftir ræðu Steinunnar er birt skilagrein um afhendingu gagna
til Kvennasögusafns íslands og er hún undirrituð af báðum rit-
stjórum stéttartalsins, Björgu Einarsdóttur og Valgerði Kristjóns-
dóttur. Lítur því út fyrir að greinargerðin frá útgáfustjóra og rit-
nefnd sé líka frá þeim komin.
Ég fer vinsamlegast fram á að þetta bréf verði birt í næsta Ljós-
mæðrablaði, því mér er mikið í mun, ekki síst þar sem Kvenna-
sögusafni íslands hefir verið falið að varðveita þessi stórmerku
gögn um íslenskar ljósmæður, að notaðar verði óbrenglaðar
heimildir um þennan atburð við lok 60 ára sögu Ljósmæðrafélags
íslands þegar framhald sögu þess verður skráð.
Með vinsemd og virðingu
fyrir íslenskri ljósmæðrastétt
Anna Sigurðardóttir