Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 15
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 11 °g taka ákvarðanir, sem þeir finna að er þeim og börnum þeirra fyrir bestu. Hjálpargögn eru kvikmynd, glærur, litskyggnur, brúða, ung- barnafatnaður, bækur og bæklingar. Einnig dýnur og koddar. D A G S K R Á: 1- Frjóvgun, meðganga og fæðing. Kvikmynd. 2. Nytsemi líkamsæfinga og slökunar. Æfingar og slökun. 3- Mataræði — Fósturþroski. Æfingar og slökun. 4. Ondun og gangur fæðingar. Æfingar og slökun. 5- Brjóst og meðferð þeirra. Æfingar og slökun. 6- Undirbúningur fyrir heimkomu barns. Æfingar og slökun. 2. Breytingar í fjölskyldu við barnsburð. Móðirin eftir fæðingu. Æfingar og slökun. 8. Gangur fæðingar. Deyfingar. Eðlileg börn með smá frávikum. 9- Heimsókn á fæðingarstofnun. Lokaorð Foreldrafræðsla kemur að betri notum ef þær starfsstéttir, sem vinna við mæðraskoðun, fæðingarhjálp og ungbarnaeftirlit starfa saman. Meiri árangurs er að vænta: Ef við kynnum okkur þau hjálpargögn sem aðrir nota. — — vitum hvað aðrir í heilbrigðisþjónustunni eru að gera. — — samræmum fræðslu sem veitt er í mæðraskoðun, á nám- skeiðum og í ungbarnaeftirliti. — — notum þær bækur, bæklinga og annað fræðsluefni sem best reynist á hverjum tíma. — — hvetjum foreldrana til lestrar og umræðu fræðsluefnis. Á meðgöngutíma eru verðandi foreldrar oft mjög fróðleiksfús °g vilja allt til vinna að börn þeirra verði hraust og hamingjusöm. Fræðsluefnið þarf alltaf að vera í endurskoðun. Sníða þarf fræðsluna eftir óskum og þörfum þeirra sem þiggja hana, og fræðslan verður að vera raunhæf, rökföst og á auðskildu máli. Það er tímafrek vinna að undirbúa sig vel fyrir foreldrafræðsl- una, en verðugt verkefni vegna þess árangurs, sem síðar kemur í Ijós og ánægju og þakklætis þeirra sem njóta.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.