Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 14
10 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ — Hvernig? — Fannst.þér eitthvað vera, sem hjálpaði þér alveg sérstaklega af því, sem þú lærðir? — Fannst þér eitthvað vanta í frœðsluna? — Fannst þér Ijósmóðirin, sem tók á móti barninu þínu hjálpa þér og uppörva nœgilega í samrœmi við það, sem þú hafðir lært? Ef ekki, hvað vantaði? — Var fœðingin auðveld? — Dálítið erfið? — Erfið? — Mjög erfið? — Var einhver nákominn þér viðstaddur fæðinguna? — Hver? — Hvaða hjálp veitti það þér? — Einnst þér, að við hér getum bætt þjónstu á einhvern hátt? — Getur þú bent okkur á eitthvað, sem mætti fara betur? — Varst þú kvíðin fyrir fœðinguna? — Hvenær varst þú vör við að þú finndir til kvíða? — Hvernig upplifðir þú fæðinguna sjálfa, þ. e. frá því þú komst á deildina og þar til þú varst búin að fœða? — Var upplifun þín í samræmi við þœr hugmyndir sem þú hafðir gert þér? Tilhögun námskeiða á Heilsuverndarstöð Rvíkur 1986 Heilsugæsluhjúkrunarfræðingar og ljósmæður sjá um nám- skeiðin. Ljósmóðir sér um tímana sem fjalla um fæðinguna. Konurnar byrja oftast á námskeiði á tímabilinu 24,—30. viku meðgöngu. Sameiginlegur tími fyrir alla hópana er 1. og 8. tími auk skoðunarferðar á fæðingastofnun. (Sjá dagskrá). í 6 tímum eru æfingar, slökun og fræðsla með 10—12 konum og körlum. Hver tími stendur í ca 90 mín. og skiptist ca 50 mín. fræðsla, 20 mín. æfingar og 20 mín. slökun. Hver hópur einn tíma í viku kl. 16.15 eða 18.00. Samkomulag er við hvern hóp hvort byrjað er á æfingum og slökun eða fræðsluefni. Verðandi feður eru hvattir til að koma. í þeim tímum sem þeir sækja mest hefur gefist vel að byrja á æfingum og slökun. Koma þeir þá margir um leið og byrjað er á fræðslu og umræðum. Fræðslan sem veitt er á þessum namskeiðum er fyrst og fremst ætluð verðandi foreldrum sem ekki hafa sótt slík námskeið áður. Reynt er að örva foreldrana til að lesa fræðsluefni, ræða, hugsa

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.