Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 27

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 27
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 23 þar sem langt er liðið á II trimester og jafnvel á III. trimester. — OCT — Oxitocin challenge test — ef grunur er um fylgjuþurrð skal gera þetta próf skv. ordination eftir 32 vikna meðgöngu. — Augnskoðun — allar pre-eclampsiu konur fara í augnskoðun. Meðal annars eru athugaðir samdrættir í háræðum sem segja til um ástand æðakerfisins. — Bischop score — Við komu eru konurnar skoðaðar, ástand legháls metið svo og fósturstaða. Vaginalskoðun er síðan endurtekin eftir þörfum. — L/S próf — Lecitin / sphingomyelin — Hægt er að gera leg- ástungu og ná þannig legvatni og mæla þessi efni m. t. t. lungnaþroska fóstursins. (2) Meðferó Eina lækningin við pre-eclampsi er að fjarlægja burðinn úr móðurlífinu. Meðferð við pre-eclampsi hefur lítið breyst síðustu ár vegna þess að orsökin er ekki fundin enn. Þó má segja að tíðni slæmrar pre-eclampsi hafi lækkað og má það þakka aukinni mæðravernd. Með betri mæðravernd er hægt að fylgjast betur með þeim konum sem teljast til áhættuhópa og eins hægt að greina snemma byrj- andi pre-eclampsi. Aukin þekking og betri möguleikar á að með- höndla þessar konur inni á sjúkrastofnun á einnig stóran þátt í því að slæmum pre-eclampsi hefur fækkað. Meðferð fer eftir einkennum. Finnist vægur háþrýstingur (140/90—160/100) er konan látin hvíla sig í Vi klst. og blóðþrýst- ingur síðan mældur aftur. Ef blóðþrýstingur lækkar ekki skal hún hvíla sig í eina viku heima. Einnig er þessi sama meðferð viðhöfð ef konan hefur dreifðan bjúg eða hefur þyngst óeðlilega mikið. Ef blóðþrýstingur lækkar ekki þrátt fyrir góða hvíld heima, er konan lögð inn á meðgöngudeild. Hins vegar ef um er að ræða alvarleg- an háþrýsting (=£ 160/100), eggjahvíta í þvagi og/eða mjög mikla þyngdaraukningu (S 2 kg viku) er konan strax lögð inn. Við komu konunnar á meðgöngudeild er mjög mikilvægt að taka góða sjúkrasögu og nákvæma fæðingarsögu. Athuga skal sérstaklega ef saga er um pre-eclampsi í fyrri meðgöngu, nýrna-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.