Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 35

Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 35
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 31 hana. Sé konan rúmliggjandi er mikilvægt að aðstoða hana við persónulegt hreinlæti svo og að hafa snyrtilegt í kring um sig. Hafa gott loft á stofunni, skipta oft um á rúmi konunnar, því það getur verið mjög þreytandi að liggja. Starfsfólk þarf að umgangast þessar konur af nærgætni, sýna alúð, hlýju og skilning. Gera þarf aðstandendum grein fyrir að konan þarf ró og næði og því ekki æskilegt að konan fái mikið af heimsóknum. Daglegt eftirlit: — Halda nákvæman vökvaskema, bæði inn og út, hjá veikari konum. — Bjúgur skal metinn og konan vigtuð. — Mæla eggjahvítu i þvagi. — Blóðþrýstingur og púls mældur x2 á dag og oftar ef þörf þykir. — Hlusta fósturhljóð. Auk þessa þarf að hlusta vel eftir kvörtunum konunnar og fylgjast vel með henni m. t. t. áhættuþátta og einkenna um versn- andi ástand. Skyndilegur kviðverkur, blæðing og minnkandi fósturhreyfingar geta bent til fylgjulos. M. t. t. þessa og annarra áhættuþátta þarf að fylgjast mjög vel með konunni. Starfsfólk þarf að vita um áhættuþættina og þekkja einkenni þeirra. Einnig þarf að fylgjast með að þær rannsóknir, sem sagt er frá í kafl- anum um rannsóknir, séu gerðar athuga niðurstöður og geta túlk- að þær. Hreyfing fer eftir ástandinu hverju sinni. Allt frá því að vera alger rúmlega, í það að vera fótaferð. Athuga skal að þegar konan fer á rúmlegu að aðstoða hana við að gera léttar aktivar og passivar æfingar til að fyrirbyggja fylgikvilla rúmlegunnar s. s. öndunaræfingar og fótaæfingar. Hafa skal alltaf í huga að þessar æfingar verður að miða við ástand konunnar hverju sinni. Þegar og/ef konunni batnar er hreyfing aukin smátt og smátt. Fyrst fær konan að hafa WC-leyfi og reynist það henni ekki ofviða, fær hún létta fótavist. Til að sem bestur árangur náist er mikilvægt að konan sé sátt við tilhögun meðferðarinnar og á þar jafnt við um alla þætti hennar.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.