Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 30
26
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Útskrift:
Verði konan einkennalaus af fyrrgreindri meðferð má útskrifa
hana með leiðbeiningum um áframhaldandi meðferð heima. Áður
en konan er útskrifuð skal fullvissa sig um að hún sé meðvituð um
sitt sjúkdómsástand, skilji tilgang meðferðar. í þessu felst að kon-
an geri sér grein fyrir mikilvægi nægrar hvíldar, réttri með-
höndlun lyfja, um næringaríkt mataræði og að hún þurfi að
koma oft og reglulega í mæðraskoðun. (2, 4)
Áhættur fyrir móöir og barn
Þetta sjúkdómsástand getur leitt af sér áhættur bæði fyrir
móðir og barn sem við munum rekja hér á eftir. Eðlilega eru kon-
ur með alvarlega pre-eclampsi og þeirra börn í meiri hættu en þær
sem hafa væga pre-eclampsi. Þar af leiðandi sjást afleiðingarnar
síður hjá þeim með væga pre-eclampsi.
Mceðradauði: er á bilinu 0—13% en hefur lækkað undanfarna
áratugi niður undir 10%. Þessar tölur eru frá USA. Engin kona
hefur látist hér á landi undanfarin 13—14 ár.
Perinatal mortalitet: er mjög hátt. Fyrirburðarfæðing er algengur
fylgikvilli slæmrar pre-eclampsi og á það sinn þátt i að hækka
tíðni perinatal mortalitet.
Fylgjulos: Algengara hjá konu með pre-eclampsi en í eðlilegri
meðgöngu. Hversu alvarlegt þetta er fer eftir því hve losið er
mikið.
Hypofibriogenemia: Samfara pre-eclampsi lækkar fibrinogen í
blóði, því er nauðsynlegt að rannsaka þessar konur m. t. t.
fibrinogen og annarra storkufactora. Sjá kafla um blóðstorknun í
kaflanum um orsakir.
Hemolysa: í alvarlegri pre-eclampsi getur komið fram hemolysa
sem kemur fram sem gula. Orsökin fyrir þessu er ókunn. Við
rannsóknir kemur koma brengluð lifrarstarfsemi, sérstaklega i
ensymbúskap.
Heilablœðing: Þetta er algeng orsök að mæðradauða i pre-
eclampsi. Þetta er alvarlegasta afleiðing sem getur komið við acut
hypertensio á meðgöngu.