Ljósmæðrablaðið - 01.01.1986, Blaðsíða 33
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
29
— sjóntruflanir, flygsur fyrir augum,
— sljóleiki, almennur slappleiki,
— minnkað þvagmagn (<700 ml/sólarhring),
— ógleði og uppköst,
— mjög hættulegt einkenni er ef konan kvartar um verk í
epigastrium, en hann er talin stafa af þrýsting á lifur.
Áður en eclampsi-kast byrjar kemur oft aura, þ. e. fyrirborði t.
d. fá þær höfuðverk.
Eclampsi-kast skiptist í þrjá fasa:
1. Pre-krampa fasi: Augun ranghvolfast, hendur og andlitsvöðv-
ar kippast til, öndun verður risjótt. Þetta varir í 30—60 sek. og
þá fer hún yfir í annan fasa.
2. Toniskir krampar: Allir vöðvar verða stífir, öndun hættir og
konan verður cyanotisk. Hætta er á að konan bíti í tunguna á
sér í þessum fasa. Þetta ástand varir í 30—60 sek.
3. Kloniskir krampar: Þar skiptist á vöðvaslökun og samdrættir.
Þetta lýsir sér þannig að konan heggur. Munnur opnast og
lokast, öndun verður snarkandi og þær froðufella. Þessi fasi
varir í 1—4 mín. og síðan fer konan í djúpt meðvitundarleysi
sem getur varað í nokkrar klst. Þegar hún svo vaknar upp,
líður henni mjög illa og man ekki það sem hefur gerst. Þetta er
lífshættulegt ástand sérstaklega ef konan fer í status epilept-
ikus þ. e. þegar hvert krampakastið rekur annað.
Meðferð:
Markmið meðferðarinnar er að:
á verðandi
mæður
&